Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 10
Pétur Benediktsson:
Eitt af því, sem mest áhrif hefir á alla
afkomu almennings, eru verðbreytingarnar.
Það má hugsa sér margvíslegar afstöðu-
breytingar verðlags á mismunandi varn-
ingi, og jafn margbreytileg verða áhrifin.
Meðal þeirra tilvika, sem fyrir geta komið,
er það sem nú skal lýst.
Verðið á öllum innfluttum vörum hækk-
ar dag frá degi, en þó er ennþá örari hækk-
unin á því verði, sem íslendingar fá fyrir
varning sinn á erlendum markaði. Eftir-
spurnin eftir íslenzkum afurðum eykst, allt
selst fljótt og vel, vinnuafl og tæki nýtast
betur en nokkru sinni fyrr. Útflytjendur
og atvinnurekendur, sem starfa að útflutn-
ingsframleiðslu, græða stórfé. Léttbrýnn og
broshýr sér fjármálaráðherrann peningana
flæða í ríkissjóð í stríðum straumum, án
þess að hann hafi þurft að leggja á nýja
tolla eða skatta af nokkru tagi. En laun-
þegarnir búa við kjarasamninga, sem mið-
aðir voru við allt annað verðlag, óbreytt
frá því sem var, áður en þessi undur fóru
að gerast.
Það er ekki aðeins, að þetta geti gerzt,
— það hefir gerzt hér á landi á þeim ára-
tug, sem var næstur á undan þeim, sem
nú er að líða.
Þegar svona er í pottinn búið, er engin
furða, þótt launþegarnir fari að íhuga,
hvort þeir séu ekki uppi enn, þessir kunn-
ingjar Bólu-Hjálmars, sem safna auð með
augun rauð, er aðra brauðið vantar. Rétti-
lega neita launamenn að una slíku rang-
læti, og allir sanngjarnir menn vilja veita
þeim stuðning. Eins og á stendur eru og
allar líkur á því, að atvinnurekendur séu
viðmælanlegir. Þeir hafa af nógu að taka.
Vandinn er því hlutfallslega auðleystur í
bili með beinum samningum beggja aðila
um kjarabætur.
En til hvers er verið að semja um kjara-
bætur, þegar verðhækkanirnar halda stöð-
ugt áfram? Það, sem náðist við samninga-
borðið, kemur ekki að nema hálfu gagni,
vegna nýrra verðhækkana, sem hafa orðið,
áður en blekið þornaði á undirskriftunum
undir samningana. Væri ekki meira vit í
því að leita að allsherjarlausn, sem gerði
það unnt að leiðrétta misréttið jafnóðum
og það verður til?
Góðgjarnir menn tóku að svipast um
eftir slikri lausn, og brátt þóttust þeir hafa
komið auga á hana. Það var vísitala fram-
fœrslukostnaðanns. Hvað gat verið sann-
gjarnara en það, að launastéttirnar fengi
allar sjálfkrafa og jafnóðum bætta þá
hælckun, sem varð á framfærslukostnað-
inum? Þarna mátti leysa viðkvæmt vanda-
mál með vísindalegri nákvæmni, án þess
að nokkur hlutdrægni gæti komið til greina.
Þennan lið mátti framvegis taka af dag-
skrá í viðræðum um launakjör, þótt laun-
þegum og atvinnurekendum væri enn