Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 14

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 14
60 HELGAFELL landinu, sem verður fyrir barðinu á verð- bólgunni? Jú, þarna kemur einn flokkur manna í ljós, þeir sem spara fjármuni sína. Eftir því sem verðgildi peninganna minnkar, eftir því skreppur sjóður þeirra saman, ef þeir hafa varðveitt fjármuni sína í sparisjóði, skuldabréfum eða öðru því formi, þar sem verðmætið er mælt í krónutölu. Það liggur í augum uppi, að meðferðin á sparifjáreigendum er ósanngjörn. Góður kunningi minn, mætur embættismaður úti á landi, sagði mér um daginn, að árið 1939 hafi hann verið að hugsa um að festa kaup á lítilli íbúð hér í Reykjavík, en ekki fundizt hann hafa sparað alveg nóg saman til þess að hafa efni á því. Síðan hefur hann haldið áfram að spara eins og hann hefði getað í 18 ár, — og hann er heldur fjær því í dag en hann var þá að geta eignazt íbúðina. Þessi saga er mjög fjarri því að vera einstæð. Krafan um að tryggja verðgildi sparifj ársins hlýtur mjög almennan stuðning, því að hún er bæði eðlileg og sanngjörn. Þar að auki fær hún stuðning þeirra, sem í sjálfum sér kæra sig kollótta um öll sanngirnissjónarmið, en sjá fram á, að lindin að öllu lánsfé handa sjálfum þeim er á þrotum, þegar enginn fæst til að spara. Löggjafinn grípur til hugvits- samra ráðstafana.. Einstaka tegundir af sparifé eru gerðar skattfrjálsar og undan- þegnar framtalsskyldu (jafnframt því sem atvikin neyða stjórnavöldin til aukinnar hnýsni og skattpíningar á öðrum sviðum). En þetta hrökk skammt, og þá kom bjarg- ráðið, vísutölutryggð skuldabréf. Vísitölubréfin, sem út hafa verið gefin í sambandi við fjáröflun til húsnæðismála- kerfisins, eru ekki svo mildll þáttur í fjármálakerfi þjóðarinnar, að þau skipti að svo komnu verulegu máli. En postular vísitölunnar halda því fram, að öll fjár- festingarlán, og jafnvel öll lán, ætti að binda við vísitölu. Þá væri óhætt að veita jafnframt vísitöluuppbót á öllum skulda- bréfum og allri sparisjóðsinnstæðu, a. m. k. ef hún væri bundin í svolítinn tíma. Loks var að því komið, að ein alls- herjarlækning var fundin við öllum hlut- um. Ulfur, lamb og heypokinn vernduðu öll hvert annað. Einn versti sökudólgurinn um óstöðvandi framhald verðbólgunnar tók að sér að gæta bróður síns gegn áhrif- um hennar. Eg þykist hafa það fyrir satt, að ýmsir hugsandi menn séu að velta þessari leið fyrir sér í fullri alvöru. Enga trú hefi ég á því, að þarna sé nokkra lausn að finna. I fyrsta lagi hygg ég, að vísitala fram- færslukostnaðarins sé að fá á sig sívaxandi óorð, svo að sá dagur sé ekki langt undan, þegar ekki verði unnt að bleklcja nokkra sál í landinu með henni. Við sjáum það t. d. nú þegar, að þær stéttir, sem aðstöðu hafa til þess, sækja æ meir um að fá vaxandi hluta af launum sínum greiddan í erlendum gjaldeyri, en láta vísitölutal sem vind um eyru þjóta. ★ ★ ★ En setjum svo, að unnt væri að fá vísi- töluna til þess að snúa aftur frá sínu syndum spillta líferni inn á dygðanna braut. Eða í stað vísitölunnar væri settur einhver annar fastur verðmælir, t. d. gull eða dollari eða sterlingspund. Allt mætti þetta blessast, ef það væri gert í nógu smáum stíl, eins og vísitölubréfin núna. En þá hefir það ekki heldur neina verulega þjóðhagslega þýðingu. En sé ætlunin að gera þetta almennt — og það er almenn verndun verðgildis sparifjárins, sem við erum að sækjast eftir — þá þýðir það hið sama sem að nota tvennskonar mynt í landinu. Reynslan hefir sannað, að ekki er unnt að hafa tvennskonar peninga í gildi í sama landi samtímis. Englendingar hafa orðað kennisetninguna um þetta: Bad money drives out good money. Þetta er sorglegt fyrir þá sem trúa á sigur hins góða, en svona er það nú samt. Gulltrygg-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.