Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 47

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 47
LISTIR 93 mvnrllid ^ SÝNINGU Guðmundar Guð- • mundssonar (Ferró) er mikill fjöldi mynda. Flestar þeirra eru figurativar. Mynd- irnar eru all misjafnar að gæðum, og hefði sýningin grætt á því, að þær hefðu verið færri. Við slíkum mistökum má búazt hjá manni, sem nýlega hefur lokið námi. Beztu málverkin á sýningunni bera vott um næma tilfinningu Guðmundar fyrir litum, skynsamlega hugsun í teikningum og kom- position. Ef til vill mætti segja, að sú innlifun listamanns, sem skilur eftir dýpsta og óskýr- anlegasta reynslu hjá áhorfandanum og mestu máli skiptir, eigi þó óhægara um vik í teikningu og komposition Guðmundar en litum. En sumar myndanna stanndast samt vel samanburð við það „klárasta", sem hér hefur sést frá hendi yngri listamanna um árabil. (nr. 32 og 40). Guðmundur gefur myndum sínum nöfn og stundum nokkuð þunglyndisleg. Senni- lega er þeim ætlað meira hlutverk en skynsamlegt er að búast við, að þau leysi af hendi. Hefði „Skuggi dauðans" t. d. alveg eins vel getað heitið „Skuggi lífsins" frá mínu sjónarmiði. Ef við lítum í kringum okk- ur og könnum lið hinna yngri listamanna hér, er ekki ástæðulaust að fagna þessum nýja listamanni. Ekki vegna þess, að hann sé tiltakanlega betri listamaður en þeir sumir hverjir, eða vinsældir hans komi til af því, að hann skili umfram þá nokkru af því, sem heitast brennur og útrásar leitar úr brjóstum nútíma listamanna um heims- kringluna, heldur vegna þess, að hann mál- ar annars konar myndir, finnur öðruvísi til. Eitt af aðaleinkennum nútímamyndlistar frá stríðslokum, er hin mikla fjölbreytni henn- ar og hinn síungi lífskraftur til endurnýjunar. Þetta á ekki aðeins við um listina í heild, heldur einnig um hvem einstakan lista- mann. Hérlendis hefur þessu samt vikið talsvert öðruvísi við síðustu árin. Yngri listamenn okkar hafa líkzt hver öðrum furðu mikið og virzt sammála um það til langframa, að að ástunda beri snurðulausar beinar línur og slétta blæbrigðalausa litafleti. Virðist mér það nokkuð þröngur stakkur, miðað við það, að hann er sniðinn af „frjálsum vilja". Ég vænti þess af manni með hæfileikum og dugnaði Guðmundar, að hann standist þá þolraun hér í heimahaganum að halda áfram að vera svolítið öðruvísi en aðrir, og þroskast samt. Þegar þetta er skrifað hefur Guðmundur selt flestar myndirnar á sýningunni, en hátt- virt menntamálaráð þó ekki haft sinnu á því að tryggja ríkissafninu neina þeirra. Reykjavík 7. maí '57 Kristján Davíðsson .. ÞAÐ ER EKKI ykjalangt Skald gsrviholm- ... , , siðan ein glæsilegasta hof- ans og Goethe uðborg álfunnar hafði dag- lega fyrir augum ungan mann, Franz Schubert að nafni, sem ráfaði um göturnar og beiddist ölmusu með þeim kynlega hætti að reyna að fá menn til að ávaxta fé sitt í einskonar verðbréfum, sem hann trúði sjálfur að væru góð og gild og hann hafði öll skrifað eigin hendi — á nótnapappír. Af sjúklegum þráa, sem leit út fyrir að vera gersam- lega ólæknandi, lagði þessi undarlegi maður allt í sölurnar til að fá haldið iðju sinni áfram, og pappírsskorturinn olli honum jafnvel enn sárari þjáningar en hungrið. Á tímum sjálfs Beethovens, í borg Haydns og Mozarts, virðist enginn áhrifa- maður hafa verið gæddur þeim skilningi, að hann kæmi auga á neitt athyglisvert í verkum og fari þessa umkomulausa snillings, og þegar hann sendi lag sitt við Álfakóng Goethes til stærsta músikforlags í heimi, fékk hann það end- ursent með þeim ummælum eins ninna sérfróðu pokapresta forlagsins, að þetta væri klámskáld- skapur. Og jafnvel Goethe sjálfum fannst lítið tii lagsins koma. Okkur, sem nú um stund látum fyrirberast í álfu Franz Schuberts, finnst kannske misjafnlega mikið til um skáldskap þessa skammlífa Vínar- bams, er svalt til bana vegna þess, að enginn áttaði sig á, hvað því lá á hjarta. En hitt get ég að minnsta kosti fullyrt, að ennþá hef ég ekki rekizt á neinn þann mann hér, er telji sig bein- línis eiga sakir á hendur Schubert, svo að hann t. d. álíti sig knúðan til að berja á honum eða, það, sem verra er, að skrifa um hann níðgreinar í blöð. Ég held miklu fremur að hér um slóðir sé fágæt sú tegund manna, er mundi skipa Ave

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.