Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 17
TVÆR SÖGUR
63
„Þú ættir að reyna að fara að sofa.
Eg skal vekja þig, þegar þú átt að fá
meðalið.“
„Ég vil heldur vaka.“
Stundu síðar sagði hann við mig: „Þú
þarft ekki að vera hjá mér pabbi, ef þér
þykir það verra.“
„Mér þykir það ekki verra.“
„Nei, ég á við, að þú þurfir ekki að
vera lijá mér, ef þér myndi þykja það
verra.“
Mér datt í hug, að meðölin hefðu
kannske svifið á hann og fór út um stund,
þegar ég var búinn að gefa honum meðal
klukkan ellefu eins og til stóð.
Uti var bjart og kalt, krepjuföl lá á
jörðu og hafði frosið og grasið og blásin
jörðin voru að sjá eins og strokin ísi. Ég
fór að ganga með írska hvolpinn með mér
upp veginn og upp með ísi lögðum læk,
en það var erfitt að koma fyrir sig fótum
á glerungnum og hvolpurinn minn rauði
var sískriplandi og ég fékk tvær vondar
byltur; í annað skiptið missti ég byssuna
og hún rann beint frá mér eftir ísnum.
Við stökktum ujjp ofurlitlu þiðurgeri
undan háu barði, með slútandi runnum,
og ég skaut tvo um leið og þeir voru að
hverfa upp yfir barðið. Nokkrir fuglanna
settust í tré, en flestir smugu inn í runna-
þykknin og það þurfti að stappa nokkrum
sinnum á skeljaðar hrísþúfurnar til að
stugga þeim upp. Það var enginn leikur
að koma á þá skoti og standa völtum
fótum á síluðum, fjaðurmögnuðum brúsk-
unum, en ég skaut tvo og missti af fimm
og hélt heimleiðis glaður í bragði að hafa
dottið ofan á fuglahóp rétt hjá húsinu og
ánægður með sjálfum mér að vita til þess,
að það voru svona margir eftir handa
mér að finna síðar.
Heima var mér sagt, að drengurinn
aftæki að hleypa nokkrum inn til sín.
„Þú mátt ekki koma inn,“ sagði hann,
„Þú getur fengið þetta af þér.“
Ég fór upp til hans og kom að honum í
alveg sömu stellingum og þegar ég fór,
hann var mjög fölur, en kinnbeinin rjóð
af hitasótt, og hann var enn að horfa í
fótagaflinn eins og áður.
Ég mældi hann.
„Hvað er hitinn?“
„Eitthvað um hundrað stig,“ sagði ég.
Ilitinn var hundrað og tvö stig og fjórar
kommur.
„Hann var hundrað og tvö,“ sagði hann.
„Hver sagði það?“
„Læknirinn/
„Það er allt í lagi með hitann,“ sagði
ég. „Hafðu ekki áhyggjur af honum.
„Ég hef það ekki,“ sagði hann, „en ég
get ekki gert að því að hugsa.“
„Vertu ekki að hugsa,“ sagði ég. „Vertu
bara hægur.“
„Ég er hægur,“ sagði hann og horfði beint
framundan sér. Hann var greinilega að
halda sér í skefjum yfir einhverju.
„Taktu þetta með vatni.“
„Heldurðu það sé til nokkurs?“
,,Vitaskuld.“
Ég settist og opnaði Víkingasögurnar og
fór að lesa, en sá að hann lagði ekki
eyrun við, s\7o að ég hætti.
„Um hvaða leyti býstu við að ég fari
að deyja?“
„Hvað?“
„Hvað verður langt þangað til ég dey,
á að gizka?“
„Þú deyrð ekkert. Af hverju læturðu
svona?“
„Jú, ég dey. Ég heyrði hann sagði
hundrað og tvö.“
„Fólk deyr ekki úr hundrað og tveggja
stiga hita. Það er heimskulegt að tala
svona.“
„Ég veit það deyr. Strákarnir sögðu mér
í skólanum í Frakklandi, að maður lifði ekki
með fjörutíu og fjögur stig. Ég er með
hundrað og tvö.“
Hann hafði verið allan daginn að bíða
þess að deyja, síðan klukkan níu um morg-
uninn.
„Aumingja kútur,“ sagði ég. „Aumingja
gamli kútur. Það er eins og með mílur