Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 41
BÓKMENNTIR
87
Nýtt bindi af íslenzkum foinritum er ávallt
mikill viðburður í íslenzkri bókaútgáfu, og
er ekki sízt ástæða til að fagna því, þegar
svo vel er unnið, sem raun ber vitni um
verk Jónasar Kristjánsscnar. Ekki verður
dregið í efa, að Jónas hafi vandað til textans
sem bezt, enda hlaut hann þjálfun í hinum
stranga útgáfuskóla Jóns Helgasonar í
Kaupmannahöfn. Er þess að vænta, að Hið
íslenzka fornritafélag fái Jónasi fleiri verk-
efni í hendur, enda væri heppilegra að
félagið hefði fastan starfsmann við útgáfuna
en að láta menn dunda við það í ígripum.
Hermann Pálsson
Leit að lífsskoðun
Jökull Jakobsson: Ormar, Helga-
f e 11 195 6. Ormar er önnur skáldsaga Jök-
uls Jakobssonar. Það skal þegar sagt, að um
töluverðar framfarir er að ræða frá fyrri
skáldsögunni, bæði um mál og stíl og efnis-
meðferð alla, en þótt fyrri skáldsagan væri
viðvaningslegri, var hún að sumu leyti fersk-
ari og persónulegri.
Um byggingu er þessi nýja skáldsaga
nokkuð losaraleg og hinir einstöku kaflar
eigi rökrænt háðir hver öðrum. Þeir geta
margir hverjir lesizt sem sjálfstæðar smá-
sögur án vitneskju um það, sem á undan
var komið eða eftir fer. Bræður, Á Borginni,
Heimsókn í kjallarakompu, Móðir, Betlarinn
einfætti. Allt eru þetta kaflar (fyrirsagnirnar
mínar), sem gætu með smávægilegum breyt-
ingum verið hver fyrir sig snotrar smásögur;
kaflinn Móðir meira að segja hörkugóð
saga. Beztu síður bókarinnar eru byrjun
hennar.
Það sem tengir þessa þætti saman er höf-
uðpersóna bókarinnar, ríkismannssonurinn
Ormar Arnljótur (nöfn persónanna í bókinni
eru flest nokkuð tilgerðarleg), reikull og rót-
laus sem þangið, og aðalgalli skáldsögunnar
sem heildar virðist mér sá, að þessi maður
breytist eiginlega ekkert eða skýrist eftir
fyrstu kafla bókarinnar. Hann upptreður á
einu sviðinu eftir öðru, en er raunar alltaf
að leika sömu rulluna, og við kynnumst eng-
um nýjum hliðum á honum. Það eru því eink-
um aukapersónurnar og umhverfið sjálft,
sem gefa köflunum það giidi sem þeir hafa.
„Þú talar uppúr Kiljan" iætur Jökull Ormar
segja á einum stað í skáldsögunni. Þessi orð
mætti með nokkrum rétti heimfæra upp á
Ormar sjálfan. Þegar Haukur bróðir hans
vill hafa út úr honum landsskika til að selja
Könum undir fiugvöll, er Ormar skyndilega
orðinn Arnæus í samtali við Úffelen hinn
þýzka: „Þegar ég kom heim á skipinu sá
ég Island rísa úr hafi ...". Yfirleitt gætir
áhrifa Kiljans allmikið í skáldsögu Jökuls,
og er hann vissulega ekki einn um slíkt
meðal yngri rithöfunda vorra, enda hvorki
sanngjamt né æskilegt að krefjast þess af
upprennandi rithöfundum íslenzkum, að þeir
skrifi eins og Kiljan hefði aldrei verið til.
Það er jafn óráðlegt að forðast allt sem
minnt gæti á Kiljan eins og að stæla hann;
hvorttveggja leiðir til ósjálfstæðis gagnvart
honum. Atómstöðin og Vefarinn eru þær
bækur Kiljans, sem koma manni oftast í hug
við lestur skáldsögu Jökuls. Alþingismaður-
inn og togaraeigandinn, faðir Ormars, er
einskonar Búi Árland af ætt Ylfinga. En þótt
Atómstöðin sé ekki ýkja gömul og skrifuð
beint um þann tíma, sem hún er samin á,
er Ormar þó saga yngri kynslóðar, kyn-
slóðar yngri sonar Búa Árlands, og skrifuð
af fulltrúa þeirrar kynslóðar. Og sem slík
er hún forvitnileg og langt frá leiðinleg af-
lestrar. Okkur hættir við að gleyma þeirri
staðreynd, að samfara því að áratugurinn
verður æ minni hluti af meðal-mannsævi,
markar hann, vegna hins sívaxandi hraða
á öllu, æ breiðara bil milli kynslóða.
Mér virðist bók Jökuls vera tilraun til að
segja frá leit ungs Reykvíkings að lífsskoðun
á sjötta áratugi 20. aldarinnar. Sitt hvað má
að frásögunni finna sem listaverki, en hún
virðist samin af einlægni og byggð á nokk-
urri reynslu og á það skilið, að henni sé
gaumur gefinn, ekki sízt af þeim mörgu, sem
telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir
hinni upprennandi kynslóð.
Sigurt5ur Þórarinsson.