Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 31

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 31
SIÐGÆÐÍ ÖG EILlFT LÍF 77 rétt, að þú ert 65 ára, en þú skalt nú samt trúa því, að þú sért tvítugur, því þá munt þú leggja þig betur fram''. Einnig er ástæða til að leggja áherzlu á, að við getum ekki staðfest, að framtíðin muni bera eitthvað í skauti sér, á þeim forsendum, að siðferði manna mundi breytast til hins verra, ef menn tryðu ekki, að svo muni verða. Það er augljóst, að höfundur vill ekki halda mönn- um í falskri von um framhaldslíf á þessum forsendum einum, þar eð hann telur, að trú- in á framhaldslíf sé lífsnauðsyn, sem verði að röknauðsyn. Nú er augljóst, að ef það er röknauðsyn að gera ráð fyrir eilífu lífi, byggist staðhæfingin ekki á reynsluþekk- ingu, þar eð við gætum ekki neitað því, að við eigum eilíft líf í vændum, án þess að komast í mótsögn við sjálí okkur. Höfundur sýnir heldur ekki fram á, að þessu sé svo háttað, heldur er röksemdafærsla hans byggð á því, að án framhaldslífs hafi engar mannlegar athafnir og engin mannleg reynsla neitt gildi. En er nokkur ástæða til að segja, að barátta okkar fyrir bættum hag annarra núlifandi manna og eftirkomend- anna yrði fánýt blekking, ef ekki er fram- haldlíf? Mér virðist þetta staðlausir stafir. Skiptir engu máli hvort ég kvel og myrði, ef ekki er eilíft líf? Auðvitað skiptir það máli. Skiptir það okkur engu máli, hvort við lifum í kvöl og eymd það sem eftir er ævi? Getur Brynjólfur Bjamarson sagt, að honum væri alveg sama, hvort dagar hans ótaldir yrðu kvalafullir eða hamingjuríkir, ef eilífður dauði biði hans að æviskeiði loknu? Þessu verður ekki svarað nema á einn veg. Honum stæði alls ekki á sama um þetta. Nú emm við gædd ímyndunarafli og skynsemi og getum því með nokkuð öruggri vissu gert ráð fyrir, að aðrir menn hafa tilfinningar, bæði þeir sem nú lifa og næsta kynslóð. Það er því full ástæða til að taka tillit til þeirra og gera dvöl þeirra hér, þótt stutt sé, sem ánægju- ríkasta. Eilífur dauði að lífi loknu breytir engu um skyldur okkar við náungann. Á hinn bóginn mætti ef til vill segja, að okkur beri engin skylda til að vernda líf manna hér á jörðu, ef þeir flytjast við dauðann á æðra tilverustig. Siðgæði og eilíft líf Sumir heimspekingar hafa haldið því fram, að gildi sé að nokkru leyti óháð vit- undarlífi. Brezki heimspekingurinn G. E. Moore telur t. d. betra, að fagur heim- ur væri til en ljótur heimur, jafnvel þótt eng- in skyni gædd vera væri 1 þessum heimum. I fljótu bragði virðumst við neydd til að segja, að hinn fagri heimur mundi hafa meira gildi. Þetta væri þó rangt vegna þess, að við flytjum hér gildishugtök okkar inn í þessa heima, en gleymum því, að við úti- lokuðum þau, er við lýstum þeim í upphafi. Ef ekki er neitt vitundarlíf, hefur ekkert gildi. Brynjólfur Bjamaso.n virðist sammála þessu sjónarmiði, en hann virðist ganga of langt, er hann gefur í skyn, að ekkert hafi gildi nema það hafi eilíft gildi. Reynsla, sem við höfum gleymt, hefur ekkert gildi nú, en Brynjólfur virðist álíta, að þetta merki, að hún hafi aldrei haft neitt gildi. Hér virðist mér vera um rugling á hugtökum að ræða. Ef eitthvað hefur gildi nú, er augljóst, að það mun rétt um alla eilífð, að það hafi haft gildi nú. Þetta er þó einungis sams konar eilííð og eilífðargildi allra sannra staðhæf- inga. Ef það er satt, að ég sit og skrifa nú, mun það halda áfram að vera satt um alla eilífð. Á hinn bóginn getum við sagt, að Mona Lisa sé fögur mynd. Hún er fögur vegna þeirrar nautnar, sem aðdáendum hennar er veitt, er þeir horfa á hana. Við segjum þess vegna, að Mona Lisa hafi gildi sem lista- verk, þótt við þykjumst vita, að einhvem tímann muni þetta listaverk hverfa úr heim- inum. Þetta breytir engu um það, að Mona Lisa hefur gildi og mun hafa gildi meðan smekkur manna breytist ekki og málningin helzt lítt spillt. Á svipaðan hátt getum við gert ráð fyrir, að líf margra manna, sem nú eru fallnir í gleymsku og enginn kann nöfn á, hafi haft gildi, verið hamingjurík og aukið á harningju annarra. Ef vitundin hverfur úr veröldinni, hverfur að sjálfsögðu allt gildi

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.