Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 15

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 15
FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKÍNNl 61 ingin hefir verið reynd í fjölda landa og verið svikin í allt að því eins mörgum, a.m. k. þegar eigin þegnar landsins áttu hlut að máli. Það þýðir ekkert að bera því við, að nú sé aðeins verið að hugsa um að koma á því siðferðilega réttlæti, að þeir skuldunautar, sem græða á verðbólgunni eins og nú er, verði látnir skila sínum rangfengna auði aftur. Mér er sem ég sjái framan í siðferðið á sumum þeirra, þegar þeir koma í lánastofnanirnar og finna alls- konar átyllur til þess að koma öllum sínum skuldum á stutta víxla, fædda undir merki hinnar eilífu framlengingar, til þess að komast hjá vísitölu- eða gulltryggingar- skuldum. I stað þess að skapa réttlæti, yrði þetta undirrót enn nýrrar tegundar rang- lætis. Aður en varir hefðu „ósúnnu“ pen- ingarnir útrýmt hinum heilbrigðu. Aðalatriðið er þetta. Það læknast enginn af rauðum hundum, þótt hann velti sér upp úr hveiti, og verðbólgan læknast ekki, þótt reynt sé að fela eitt og eitt af ein- kennum hennar. Verðbólga hefir verið skýrgreind þannig, að ein stétt þjóðfélags- ins væri að stela eignum annarrar. (A nútímamáli væri það þó líklega kallað „eignatilfærsla milli stétta“). Málfræðing- ar segja, að sögnin að stela geti verið jöfnum höndum áhrifssögn og áhrifslaus. Vísitöludýrkendur virðast vera þessu sam- mála, því að þeir segja, að unnt sé að lofa verðbólgunni að halda áfram, án þess að neitt. sé frá neinum tekið. En ég vil fullvissa menn um, að sögnin að stela er áhrifssögn. Sá verknaður hefir enn aldrei verið framinn, án þess að einhverju væri stolið og frá einhverj- um. Það, sem þarf að gera, er því að handsama þjófinn, binda enda á verð- bólguna. Þá hverfur þörfin fyrir sýndar- ráðstafanir eins og vísitöluuppbætur, út- flutningsstyrki, verðtrygging sparifjár o. s. frv. Því verður ekki haldið fram hér, að það sé vandalaust að leysa þetta mál, en Islendingum er það engin ofætlan, ef þeir fást til að átta sig á því, að þjóðin getur aldrei grætt eyri á verðbólgu, heldur aðeins haft af henni mikinn kostnað. Það er sorgleg sjón að sjá hóp af greindum og dugandi mönnum, auk hersingar af öðrum, sem eru svona upp og ofan, hafa það fyrir lífsstarf að vera þjónar í hofi vísitölunnar, safnandi einskisverðum skýrslum og gang- andi frá verr en einskisverðum útreikning- um. Alla þessa ósegjanlegu fyrirhöfn við það að komast að röngum niðurstöðum mætti spara sér með því einfalda ráði að hafa heilbrigða peninga í umferð, láta krónuna vera krónu — og láta þar við sitja.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.