Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 36
82
HELGAFELL
að gefa út. 1 þess stað verður ekki betur séð
en útgáían haíi talið sér standa næst að
efna til samkeppni við aðra útgefendur um
sölubækur. Má t. d. undarlegt vera, ef ríkis-
vald nokkurs annars lands hefir styrkt út-
gáfu á bókum eftir Somerset Maugham. Nú
nýverið hefir framlag ríkissjóðs til útgáfunn-
ar verið stóraukið án nokkurra kvaða um
endurskoðun útgáfunnar, og enda þótt ekki
hafi beinlínis verið tilkynnt útgáfa á Mickey
Spillane á næstunni, virðist full ástæða til
að bera fram þá ósk, að því fé sem greitt
er til útgáfunnar, verði varið til útgáfu þarf-
legra verka, sem þjóðin á síður kost á með
öðru móti.
K. K.
Með pálmann í höndunum
Þórbergur Þórðarson. Steinarnir
tala. Helgafell 1956. Ef íslenzkir höfund-
ar vildu hafa ráð Stendhals og lesa á hvferj-
um morgni góðan pistil til að „liðka sig”
á máli og stíl, væri Þórbergur Þórðarson
tilvalin lesning. Mér er ekki ljóst, hvort hann
skrifar „fegurst mál" á Islandi, af því að
ég veit ekki sem bezt, hvað átt er við með
því hugtaki, en hann skrifar öðrum fremur
smekklegt mál og stíl. Sá smekkur á ekkert
skylt við ólistræna tilburði eins og málhreins-
un og því síður velsæmi; hann er fyrst og
fremst hagnýtur. Og hann er að nokkru leyti
meðfædd gáfa eins og hver önnur hagsýni.
Þess vegna er fáum hent að stæla Þórberg,
sem betur fer: hann er of persónulegur, en
stíll hans lætur menn samt ekki afskipta-
lausa. Það er eins og felist í hverri setningu
spotzk ögrun að láta af ýmsum listrænum
ósiðum, hátíðleik, feimni, tilgerð, fínheitum.
Steinarnir tala er lýsing á bemsku höfund-
ar að Hala í Suðursveit. Vera má, að ein-
hverjir sakni á köflum hins mikla leiks og
fjörspretta, sem einkenndu t. d. frásögn Is-
lenzks aðals og Ovitans. En því má ekki
gleyma, að höfundur er hér að lýsa frið-
sælum heimi og tíma, sem standa næstum
því kyrrir í vitund hans. Og stíll sögunnar
er afburða skýr, rólegur og fumlaus. Hann
er klassískur, hagnýtur stíll, sem teflir aldrei
á tvær hættur. Hið dularfulla og óskýran-
lega á ríkan þátt í vitundarlífi drengsins,
og það er mikil list að láta það aldrei komast
yfir stílinn, til að gera hann dularfullan og
óskýran.
Þórbergur Þórðarson er fyrst og fremst
mikill stílsnillingur og mikill rithöfundur af
því, að hann hefir frumlega og óspillta sjón.
Að lesa hann er að uppgötva það, sem
böm skilja stundum í leyfisleysi, en full-
orðnir vilja ekki skilja, að þeir séu yfirleitt
ekki annað en stórvaxin böm, sem hafi
ánetjast mjög flóknum ósiðum og beri þar
á ofan sligandi byrðar af steinrunnum hug-
myndum. Húmor hans er í því fólginn að
taka afleiðingunum af þessari vitneskju.
Hann hefir alla tíð barizt gegn hugsana-
leti, efnishyggju, fordild, hræsni, sjálfbirg-
ingshætti: í stuttu máli fullorðinshætti, með
öllum þeim herbrögðum, sem listagáfa hans
leggur honum til, og þau eru ekki fá. Ef
annað bregzt, haslar hann óvininum völl á
sviði raunvísinda. Ég held, að fyndnasti
kaflinn af mörgum fyndnum í Steinamir tala,
sé frásögnin um landmælingar hans, þegar
hann er að stika út vegalengdir í grennd
við Halabæinn. Hann varð auðvitað að gera
það með leynd, t. d. í rökkri, til þess að hann
yrði ekki álitinn „algjör fákur". „Þetta vóru
mikilvægar vegalengdir, af því að fólk þurfti
að ganga þær daglega," en allir nema Þór-
bergur Þórðarson létu sér nægja að vita þær
svona nokkum veginn. Álíka sinnuleysi
ríkti um áttimar. „Það var sagt, að hádegis-
staður frá Hala væri vestur frá Breiðabóls-
staðarbænum. Var það rétt hádegi, rétt
suður? Hver hafði sigtað það út? Og hvemig
gerði hann það? Eftir klukku? En var sú
klukka rétt? Og hvaðan frá Hala sigtaði
hann það út? Frá hvaða dyrum? Eða af
öðru hvoru hlaðinu? Það gat munað
nokkm..." En hann verður að láta sér nægja
„að slumpa til". Það er ekki kvalalaust.
Það er ósigur vísindamannsins, sem skortir