Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 39

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 39
BÓKMENNTIR 85 eru mikil að vöxtum, en áhrif hans eru þó hvergi nærri einskorðuð við hið skrifaða orð. Ég er ekki fær um að hlaða Sigurði þann lofköst sem ég vildi og vert væri, enda er hér ekki staður til þess. En í sam- bandi við hið nýprentaða úrval er ástæða til að benda á eitt einkenni hans: Enginn íslenzkur rithöfundur hnitmiðar jafn vand- lega byggingu verka sinna. Hann hefur ætíð í huga síðasta orð ritgerðar þegar hann skrifar hið fyrsta, hann mælir og vegur lengd og þunga hverrar málsgreinar nákvæmlega við hæfi efnisins. Það er því ærið áhættu- samt að hrófla við nokkru riti sem Sigurður Nordal hefur gengið frá. En styrkur hans sannast enn á nýstárlegan hátt í þessari sýnisbók, því verk hans standast fullkom- lega þá raun sem hér er fyrir þau lögð. Þau hafa raunar ekki lengur fullan stuðning frá hinni skarplegu heildarsjón höfundar, en þau birtast hér í nýju Ijósi, eins og það leiftrandi brotasilfur sem hann hefur sjálfur lýst svo fagurlega endur fyrir löngu. Baugabrot er einkar snotur bók að ytri gerð: smekklegt brot og kápa, titilblaðið og upphöf kafla skreytt af Ásgeiri Júlíus- syni. Jónas Kristjánsson Prýðisgott verk Eyfirðinga sögur. Islenzk fornrit IX. Jónas Kristjánsson gaf út. I boðs- bréfi Hins íslenzka fomritafélags (1933) segir svo um væntalega starfsemi þess: „Islenzk fornrit eru gefin út af félagi, sem heitir Hið íslenzka fomritafélag, og er tilgangur þess, að láta gera vandaða útgáfu allra helztu íslenzkra fomrita og endumýja hana eftir þörfum. — Útgáfa þessi á að vera vísinda- leg alþýðuútgáfa, sem í senn er aðgengileg hverjum manni, sem vill lesa fomritin sér til skemmtunar, og veitir þeim kost á skýr- ingum og leiðsögn, er óska þess að kynnast þeim til hlítar." Fyrsta ritið, sem fornritafélagið gaf út, var Egils saga, sem Sigurður Nordal bjó forkunnarvel úr garði, enda hafa síðari útgefendur notað þá útgáfu að fyrirmynd. Nú eru alls komin út 14 bindi á vegum fomritafélagsins, þar af eru 11 bindi Islend- ingasögur og 3 Noregskonungasögur (Heims- kringla). 1 boðsbréfinu var gert ráð fyrir 35 bindum alls, svo að félagið á enn langt og mikið starf fyrir höndum. Enginn getur efazt um mikilvægi þessarar útgáfustarfsemi. Fomritafélagið hefur á allan hátt vandað til útgáfimnar, bækurnar eru mjög vel gerðar að ytri frágangi, vandaður pappír og ágæt leturgerð. Um ytri gerð bókanna er það einna helzt til lýta, að sumar myndimar eru illa heppnaðar. Hitt er þó miklu meira um vert, að þeir fræðimenn, sem um bæk- urnar hafa vélt, hafa gert ritin aðgengileg handa íslenzkri alþýðu með ýtarlegum skýr- ingum og formálum, og verður það verk seint fullþakkað. Formálamir eru einkum mikils verðir, enda má ýkjalaust segja, að þeir séu fullkomnustu drög að forníslenzkri bókmenntasögu, sem til er á íslensku. Því hefur stundum verið haldið fram, að útgáfu fornritafélagsins miði hægt áleiðis. En þeim, sem eru óþolimóðir að bíða eftir skápfyllingu, er rétt að hafa það í huga, að hvert bindi krefst geysimikils undirbúnings, enda munu áratugir líða, áður en öll bindin em komin út. Útgáfa Jónasar Kristjánssonar á Víga- Glúms sögu, Svarfdælu, Valla-Ljóts sögu og eyfirzkum þáttum er prýðisgott verk, eins og vænta mátti. 1 formálanum ræðir hann ýtarlega um uppruna þessara sagna, heimildir, tímatal, varðveizlu og stöðu þeirra í íslenzkum bókmenntum. Jónas dregur saman það helzta, sem vitað verður um þessi rit, og eru niðurstöður hans yfirleitt sannfærandi, þótt sum atriði hljóti að verða umdeilanleg. Eins og sjálfsagt er, varast hann að fullyrða of mikið, en hins vegar rökstyður hann tilgátur sínar af miklum lærdómi. Jónas heldur því fram, að Víga-Glúms saga sé ekki rituð af klerki, þar sem klerklegra áhrifa gætir ekki í sögunni. En þessi athuga- semd hans virðist vera mjög hæpin. Af

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.