Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 13

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 13
FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNI 59 á hvert stig að ala hana á smjörlíki eða kindakjöti, en frá tæpum 6 upp í 6,5 miljónir, ef henni er gefin mjólk eða smjör. Nú mætti ætla, að fórnirnar væru færðar að mestu eða öllu leyti í saltfiski eða kartöflum, þar sem það væri heildinni ódýrast og réttirnir engan veginn óþekktir á matborði flestra Islendinga. En það er eins og eimi eftir af þeim gikkshætti, að þetta sé ófínn matur, því að þrefalt hærri fjárhæð er eytt til niðurgreiðslu á smjöri en kartöflum og þrítugfalt hærri til niðurgreiðslu á mjólk en saltfiski. En er þetta ekki eintóm vitleysa? spyr sá sem utan að kemur og ekki þekkir til. Nei, svara æðstu prestarnir, þarna sýnir þú aftur skilningsleysið á samhengi efnahags- lífsins. Það hefir nefnilega verið reiknað út, að bændur þurfi ákveðið verð fyrir sínar afurðir. Ef þeir fá það ekki, raskar það vísitölu framleiðslukostnaðar landbúnaðar- ins, og sé neytendunum ætlað að greiða þetta sannvirði úr eigin vasa, verða vörurn- ar svo dýrar, að enginn kaupir þær. Þetta er allt tiltölulega einfalt, meðan við höldum okkur við styrki til innlendrar framleiðslu. Hitt er miklu erfiðara að sjá, hvort gefið er með innfluttum vörum eða ekki. Þegar svo til öll útflutningsfram- leiðsla er komin á hreppinn og með henni gefið, og þessa meðgjöf verður að fá með sköttum af innflutningnum, ætti hag- fræðingunum þó ekki að vera ofvaxið að finna „vísitölu" fyrir meðalálagi á innflutn- inginn til greiðslu á iitflutningsstyrkjunum. Ég hygg, að reikna megi með a. m. k. þriðj- ungs meðalálagi sem nauðsynlegu lág- marki, og þá eru allar þær vörur, sem greiða lægri innflutningsgjöld í dag, á opinberu framfæri sem því svarar. ★ ★ ★ Þegar fregnir fara að berast af merkilegri nýjung, er eðlilegt, að þær veki forvitni og löngun til að reyna nýmælið. Það var því engin furða, þótt bændur leggði við hlust- irnar, þegar þeir fréttu, að nú hefðu þeir í kaupstaðnum fundið ráð til þess að vernda menn gegn öllum illum afleiðing- um verðhækkananna. „So ein Ding muss Ieh aueh haben“, sagði bóndinn (og talaði þýzku, til þess að kaupakonan skildi hann). Þessu var fljótlega komið í kring, eins og lauslega hefir verið drepið á hér að framan. Síðan vega bændur og launamenn salt á verðhækkunarásnum, og við hverja sveiflu keinst hvor aðili um sig nokkru hærra en næst á undan. Vísitala framfærslukostn- aðarins hækkar að vetri og vori, verðlag landbúnaðarafurðanna fylgir í fótspor meistarans næsta haust og gefur þar með tilefni til nýrrar hækkunar vísitölunnar, og svo koll af kolli. Skylt er þó að geta þess, að ekki hefir þessum rétti verið fylgt eftir til fulls hverju sinni, en hinu gleyma menn þó aldrei, að þarna er dýrmætur „rét,tur“, sem þeir mega alls ekki glata. Þarna hafði vísitalan tekið að sér að bjarga bæði launamönnum og bændum frá böli verðbólgunnar. En hvað um framleið- endur fiskiafurða og aðra, sem eru upp á útflutning komnir með afkomu sína? Við minnumst þess, að eftir að ófriðnum lauk sótti æ meira í það horf, að útflutn- ings-framleiðslan gæti ekki borið hinn inn- lenda tilkostnað. Það hefði verið eftir öðru að finna vísitölu útflutningsþarfanna og greiða umsvifalaust verðbætur í samræmi við hana. Ekki hefir þetta þó komizt í framkvæmd skírum stöfum, en ekki munar það miklu. Menn viðurkenna, sem rétt er, að varla sé til sá íslenzkur varningur sem unnt sé að framleiða til útflutnings með núverandi verðlagi. Eyrst svo er, segja menn, þá er ekki annað en að bæta mönnum það upp með styrkjum. Hugsana- gangurinn er hinn sami og hjá vísitölu- dýrkendum. Um styrkjastefnuna mun ég ekki fara fleiri orðum hér, enda hefi ég fyrir skemmstu reynt að gera því efni fyllri skil á öðrum vettvangi. Launamenn, framleiðendur til sveita og sjávar, öllum er þeim haldið uppi á hinu falska flotholti. En er þá enginn eftir í

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.