Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 32

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 32
78 HELGAFELL með allri reynslu, en þótt við gerum ráð fyr- ir þessu, vitum við mætavel, að fyrir miklu er að þerjast, sumt hefur gildi og annað ekki, og þegar höfundur kastar fram þeirri spurn- ingu, hvort nokkur sé svo nægjusamur, að hann sé ánægður með að lifa 60-90 ár, get- ur svarið við þeirri spurningu engu breytt um það, hvort réttlætanlegt sé að gera ráð fyrir framhaldslífi. Þótt ég sé ekki ánægður með þau veraldargæði, sem mér eru veitt, réttlætir slíkt á engan hátt trú mína á það, að einhvern tímann muni ég eignast mikið ríkidæmi. Höfundur gerir ráð fyrir því, að eilíft líf þurfi að vera ákveðins eðlis, ef það á að réttlæta þá skoðun okkar, að máli skipti, hvernig við breytum og hvers við njótum. Ef eilíft líf er hrörnun, getum við enn spurt: Til hvers er barizt? Skoðun hans er sú, að við hljótum að gera ráð fyrir þróun í fram- haldslífi, þannig að gildi þess aukist, að við getum ekki gert ráð fyrir, að svo verði ekki? Hvers vegna getum við það ekki? Mér finnst ekkert óhugsandi við þetta. Það er ekki ómögulegt, að líf mannsins hrömi, skyn- semi okkar sljóvgist. Þetta gæti meira að segja orðið af okkar eigin völdum. Er ekki hugsanlegt, að við leysum úr læðingi geisla, sem leiddu til þess, að í heiminn fæddust eintómir hálfvitar? Þetta mundi sennilega leiða til þess, að Marxistar yrðu að endur- skoða kenningu sína um söguþróun að ein- hverju leyti. Það er oskynsamleg bjartsýni að telja, að hlutirnir séu góðir einungis vegna þess að framtíðin ber þá í skauti sér. Ef hið stéttlausa ríki kommúnismans hefur gildi, er gildi þess ekki fólgið í því, að það hlýtur að komast á, heldur er réttlætanlegt að stuðla að því, að svo verði, ef líf í slíku ríki verður hamingjuríkara. Ef einhver segir við íhaldsmann „þú átt að gerast kommún- isti vegna þess, að kommúnisminn mun sigra í heiminum", eru þetta veigalítil rök. Ástæð- an fyrir þessu er sú, að íhaldsmaðurinn get- ur sagt: „Vel má vera, að þú hafir rétt að mæla, er þú segir, að kommúnismi muni komast á í heiminum, en ég mun þó reyna að halda í kapítalismann meðan ég get, þar eð ég tel hann ákjósanlegri." Hvers vegna skyldi hið óumflýjanlega vera gott? Ég veit, að dauði minn er óumflýjanlegur, en þó tel ég mér ekki bera neina skyldu til að flýta komu hans. Við höfum ekki ástæðu til að ætla, að allar breytingar hljóti að verða til batnaðar, og er því engin bein ástæða til að telja, að framhaldslíf geti ekki átt sér stað nema sem þróun. Ef einhver segði við mig, „hvers vegna skyldi ég ekki kvelja og myrða, þar eð ég mun deyja og vitund mín slokkna?", mundi mér ekki finnast hann mæla óskynsamlega. Ég mundi á hinn bóginn telja hann siðlaus- an mann. Sem betur fer hugsa ekki margir á þennan veg, og ekki virðist réttlætanlegt að telja, að ástæðan fyrir því sé ætíð sú, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því, hvað eilífur dauði merkir. Sannleikurinn er sá, að rnerrn eru ekki alltaf að hugsa um dauðann, og ekki er nokkur ástæða til að áfellast þá fyrir það. Margs er að njóta í líf- inu, og jafnvel þeir, sem engir hamingju- menn eru, lifa oftast í von um, að úr rætist, og svipta sig því ekki lífi. Við verðum að gera ráð fyrir tilvist efnisins í einhverri mynd, ef við eigum að geta gert skynsamlega grein fyrir þekkingu okkar og reynslu. I þessu efni virðumst við Brynjólfur Bjarnason á eitt sáttir. Hins vegar neita ég því afdráttarlaust, að hver sá, sem ekki trúir á annað líf, hljóti að komast að þeirri nið- urstöðu, að engu máli skipti, hvemig hann breyti, að ekkert hafi gildi. Staðhæfingamar „líf mitt hefur gildi" og „líf mitt er ekki eilíft" geta báðar verið sannar. Mér finnst þetta nokkuð augljóst, og hef ég í þessari grein reynt að færa nokkur rök máli mínu til stuðnings. Brynjólfur Bjarnason staðhæfir, að hver sá sem þannig hugsar afneiti sjálf- um sér sem siðgæðisveru. Á • þessari stað- hæfingu byggist öll röksemdafærsla hans, en hún fellur um sjálfa sig, ef ég hef haft rök að mæla í þessari grein. Vel má vera, að örva megi menn til meiri dáða með því að telja þeim trú um, að þeir eigi eilíft líf

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.