Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 34
80
HELGAFELL
UNDIR
SKILNINGSTRÉNU
_______________
Vonandi óheilbrigt lífemi.
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar efnir til tveggja
utanlandsferða í júlimánuði....Ferðalög þessi
eru miðuð við að þátttakendur geti fengið sem
bezta innsýn í líferni . . . þeirra staða, sem komið
verður til.
Alþýðumaðurinn 14. 5. 57.
Greindarleg efnisskipun.
1 32 10 Sorphreinsun Reykjavíkurbæjar Vega-
mótastíg 4
1 75 10 Sósíalistafélag Reykjavíkur Tjarnarg. 20
skrifstofan opin kl 10 til 12 og 1 til 7
1 39 50 Sóttvarnarhúsið
Kafli úr Símaskrá 1957.
Hörku kossar í Portúgal.
í sjónvarpi fyrir börn undir 12 ára í Portúgal,
má ekki sýna hnefaleika, kossa eða annað þvílíkt.
Vísir, 1. 7., 57.
Með eðlilegum hætti.
Vitni segja að morðið á Röhm hafi verið eðli-
legt.
Mbl. 11. 5., 57.
Of margir dagar fallið úr.
Bj. Pálsson sækir 2 konur í barnsnauð til
Grænlands. Önnur hefur ekki getað fætt í átta
daga — hin tíu.
Vísir 9. 5., 57.
Takmarkað bindindi.
Templarar vilja ekki vín í konungsveizlu.
Úr dagblöðunum.
Eru ekki nógir íslendingar til?
Ráðizt á útlending.
Mbl., fyrirsögn, 20. 6., 57.
Hvað segir Hermann?
Islands stærke Mand er Seminarist fra Jonstrup.
Um Hannibal Valdimarsson. Kristeligt
Dagblad 13. 6. Mbl. 20. 6., 57
Hræðileg tilhugsun.
Framsókn afnemur sínar eigin reglur.
Mbl., fyrirsögn 20. 6., 57.
Einkamál, hvort eð er.
Oddný Guðmundsdóttir hefir aldrei fengið
neitt, svo ég muni til.
Þóroddur Guðmundsson
Um úthlutun listamannalauna
Frjáls þjóð.
Óburður, væntanlega.
Franska stjórnin komin að falli.
Mbl., fyrirsögn.
Hættuleg drukknun.
Sex manns týndu lífi á þriðjudag, ýmist af
sólsting eða við drukknun.
Alþbl. 20. 6., 57.
Félagshugsjónir vinstri stjórnarinnar.
1. Höfðingjar, sem ekki hafa stjómarstörf
með höndum, skulu ekki hafa aðgang að nauð-
ungar- eða skylduvinnu.
2. Höfðingjar, sem hafa stjórnarstörf með
höndum mega hafa aðgang að nauðungar- eða
skylduvinnu, að fenginni skýlausri heimild hlut-
aðeigandi stjórnarvalds, enda sé farið eftir á-
kvæðum 10. greinar.
3. Höfðingjar, sem eru tilhlýðilega viður-
kenndir og fá ekki hæfilega greiðslu í öðru formi,
mega njóta persónulegrar þjónustu, enda sé þá
farið eftir viðeigandi reglugerðum og gerðar séu
allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í
veg fyrir misbeitingu.
Úr tillögu til þingsályktunar um full-
gildingu á nauðungar- eða skyldu-
vinnu. Lögð fyrir alþingi 1956 af
félagsmálaráðherra.
Hreinsuð Vesturbæjarstemning.
Það er víða búið að hreinsa þar sem konungs-
hjónin sænsku munu leggja leið sína um, en
hvergi er það þó eins áberandi og vestur við
fiskiðjuver ríkisins. Stærðarsvæði við iðjuverið
hefur verið hreinsað, en þar stóðu áður kofar,
bátar og ýmislegt fleira. Hafa nú flestir bátanna
verið fluttir í burtu, svo og kofarnir, en þar
standa enn nokkrir nótabátar og eru þeir þar til
augnayndis, því að þeir skapa skemmtilega Vest-
urbæ j arstemmningu.
Mbl. 28. 6., 57
Aldrei þessu vant.
Uppi í Mosfellssveit er verið að bera ofan í
veginn og sá ofaníburður ekki af lakara taginu,
því hann hefur verið „harpaður“ í gryfjunum,
svo stórgrýti er ekki í honum.
Sama.
Bót í máli.
Hans er sjaldan saknað þegar samkomur eru
haldnar, en komi það fyrir er hans saknað.
Herópið.