Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 46

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 46
92 HELGAFELL hann sé sætur". Höíuðeinkenni dægurlaga kemur skýrt fram í nafninu, sem þeim hefur verið gefið. Þau eru dægurflugur, sem fólk verður leitt á. Þegar búið er að leika þau nokkurn tíma eru þau lögð á hilluna, önnur taka við. Ef Þjóðleikhúsið þarf á slíku létt- meti að halda til þess að fá peninga í kass- ann, ætti það að minnsta kosti að reyna að fylgjast með tímanum. Hitt er svo aftur annað mál hvort ekki væri heppilegra fyrir menningu þjóðarinnar, að það léti Skemmti- klúbb templara dægurlögin eftir, en sneri sér að viðameiri viðfangsefnum. Aðalhlutverkið í óperettunni, Jósafína Volgelhuber, var leikið og sungið af sænsku söngkonunni Evy Tibell. Ekki held ég, að annað verði sagt en að Þjóðleikhúsið hafi farið yfir lækinn til að sækja vatn, er það réði hana til starfa. Frú Tibell kann vitanlega ekki íslenzku, og fór hún því með hlutverkið á sænsku. Nú er það svo, að söngur er harla lítill í hlutverkinu, en þeim mun meira tal, og var það vægast sagt æði ankannalegt að heyra málablendinginn á sviðinu. Það er ekki nema gott og sjálfsagt, að Þjóðleik- húsið ráði til sín erlenda gesti, þegar þess þarf með. I þetta skipti var þó engin ástæða til þess að fara út yfir pollinn, því að auðvelt hefði verið að fá íslenzka stúlku í hlutverkið. Hitt aðalhlutverkið, Leopold Brandmeyer, lék Bessi Bjarnason. Eitt sinn heyrði ég sögu af manni, sem tók veiki eina, sem hagaði sér mjög einkennilega. Maðurinn kenndi sér ekki nokkurs meins svo lengi sem hann lá útaf, en um leið og hann reyndi að rísa á fætur, var eins og hann væri í andarslitrunum. Við rannsókn kom í ljós að nál ein mikil hafði komizt inn í líkama mannsins og að hjartanu, en aðeins þegar hann stóð upp var hún honum til trafala. Eftir að nálin hafði veríð fjarlægð með skurð- aðgerð var maðurinn jafn góður. Þessi saga datt mér í hug, er ég sá og heyrði Bessa í þessu hlutverki. Hann var hinn ágæti leik- ari, sem allir viðurkenna, í upphafi sýning- arinnar, en svo fór hann að syngja, og þá var eins og nál stæði gegnum hjartað í honum. En svo var söngnum lokið, og viti menn, nálin var horfin. Svona gekk það allt kvöldið, ýmist ágæt frammistaða í leik, eða alls engin í söng. Nú vil ég ekki halda því fram, að nægilegt sé að gera einhverja aðgerð á Bessa til þess að gera hann að söngvara, því að það held ég hann verði aldrei. Hann þarf heldur ekki að taka sér það nærri, því að það eru til margir ágætis- menn, sem ekki eru söngvarar. En þeim mun meiri ástæða er til að athuga andlega heilbrigði þeirra manna, sem drógu hann upp á leiksviðið til að syngja, því að ekki trúi ég því, að hann hafi gert það ónauð- ugur. Hversvegna geta þeir ekki lofað hon- um að vera í friði það, sem hann er: góður leikari? Af smærri hlutverkum er ástæða til að geta þeirra Baldvins Halldórssonar sem Hinzelmans prófessors, Ævars Kvarans sem Giesecke forstjóra og Helga Skúlasonar sem Sigmundar Sulzheimer. Ævar er ætíð traust- ur í óperettum. Baldvin skapar í örsmáu hlutverki mjög heilsteyptan persónuleika, en um Helga er það að segja, að hann er kann- ske sá eini af þeim, sem þama komu fram, sem skilaði hlutverkinu fullkom- lega samkvæmt þeim kröfum, sem gera verður til þeirra, sem koma fram á sviði Þjóðleikhússins. Hann skapaði kómíska persónu, sem maður getið hlegið að, löngu eftir að maður er hættur að horfa á hana. Um söng Helga er það að segja, að enda þótt hann sé ekki mikill raddmaður í venju- legum skilningi, þá hefur hann vísnasöngs- stíl, sem í þessu tilfelli hæfði mjög vel. Þá er eftir að geta sviðsetningar Svend Aage Larsen. Hún var afbragðs góð að því er við kemur hraða og staðsetningum, en auðvitað tókst honum ekki betur en efni stóðu til með þá, sem fóru með hin ýmsu hlutverk. Um tónlistarstjóm Dr. Urbancic er ekki mikið að segja. Ég býst við, að honum hafi tekizt eins vel og búast mátti við að vekja upp þessa afturgöngu. Þorsteinn Hannesson

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.