Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 49
BLAÐAÐ í BÓKUM
95
íslendingar munu lítt kunnir George San-
tayana, hinum fræga spænsk-ameríska
heimspekingi, en hér eru fjórar stuttar
glefsur úr hinu mikla verki um pólitíska
heimspeki, Dominations and Powers, New
York, Charles Schribner, 1951.
Mannsaugað er af náttúrunnar hendi lista-
maður, sem er álagt að mála myndir til þess að
koma staðreyndum á framfæri. Af þefskyni geta
dýrin lært að gera sér fullvel grein fyrir hlut-
um, án þess að skapa sér myndir, en þær eru
fyrstu leikföngin, sem náttúran býr til handa
mannsandanum. Fyrir vísindin eru slíkar myndir
auk heldur villandi, því að kraftgildi hlutanna
eitt skiptir hagrænu máli. Að lesa af þeim fagrar
eigindir er sjónarblekking og vísir allra þjóð-
sagna. Samt er það þessum myndum, sem oss eru
gefnar í kaupbæti, fyrst að þakka, að andi vor
tekur ástfóstri við heiminn.
* * •
Öreigar eru jafnir — í eymd sinni, og enginn
annar jöfnuður er til. Það bræðraband er sterkt,
einkanlega ef öreigalýðurinn er menntaður og
andlega sinnaður, veit af eymd sinni og hefir
þegið að erfðum mál, sem gerir honum kleift að
lýsa eymd sinni glæsilega. Svo var um hina
fyrstu kristnu menn og svo er um Gyðinga enn
i dag. Rousseau var að hugarfari andlega sinn-
aður öreigamaður. Honum sýndist þjóðfélagið
prisund, en fangamir hreinar sálir, allar eins,
sem væri í lófa lagið að höndla hina dýrustu ham-
ingju, ef þær mættu leiðast tvær og tvær út í
nýjan Edenslund eins og landslag eftir Watteau.
Þannig verða til hugmyndir um, að allir menn
séu jafnir frá náttúrunnar hendi.
• * *
Hatur á eyðslu er hagrænt og snýst einatt í
ástríðu, svo að menn fara að ofsækja frjálsan
leik, íþróttir, viðhöfn og alla þá fyrirhafnarlausu
viðurkenningu, sem lífið vottar yndisleik sínum
og örlæti. Leikur verður löstur, vogun veðspil, vín-
hreifur maður drukkinn, ást kallast ráðleysi og
guðstrú fáfræði. Og vafalaust glata iðnfyrirtæki
meiru í framleiðslumagni fyrir leikhneigð manna
heldur en á vinnst í vörugæðum. Rökhyggjusið-
fræðingar eiga verkefni fyrir höndum að jafna
þá reikninga, en hagfræðingum ber að minnast
þess, að lífið sjálft er leikur og algerlega óþarft
ti. þess að stjömumar geti snúizt um sólina.
• * •
Hvers konar mannvonzka var það í raun og
veru, sem Þrasimachos eða Callicles, Machiavelli
eða Nietszche vildu að stjómmálaskörungar
þeirra ættu til að bera? Var hún eitthvað, sem
hjátrúarfullur múgur kallar þvi nafni? Eða öllu
fremur eitthvað, sem þessir heimspekingar sjálf-
ir fundu í hjörtum sínum vera af illum rótum
runnið, en höfðu samt óskammfeilni til að gera
sér dælt við, af því að þá langaði í einhvers kon-
ar rómantíska tilbreytingu? Nær eingöngu hið
síðara, álít ég. Þeir vildu gera eitthvað af sér, sáu
ekki fyrir eða létu sig einu gilda um afleiðing-
arnar, en stóðu á blístri af löngun til að brjóta
og tína. Þeir myndu hafa gert Aristides útlægan,
af því einu, að hann var kallaður hinn réttláti.
Framar öllu öðru elskuðu þeir róttækni sjálfra
sín og tilkenning þess að ganga á stultum ósvífn-
innar ofar höfðum ótínds múgsins. Og samt kann
annað að hafa leynzt með: sviði undan djúp-
stæðu og raunverulegu óréttlæti, Ijós betra
heims, sem skein yfir allri þessari óþolinmæði.
Er það nokkur ný bóla í siðfræðum, að sýndar-
gæði freisti til mannvonzku? Eru ekki allar freist-
ingar sérlega lokkandi, ef tilgangurinn er góður?
Er ekki eitthvað heillandi við hið ógerlega, eitt-
hvað, sem er sárgrætilegt að fara á mis við?
Getur verið, að þessir realpólitíkusar hafi týnt
niður einföldustu atriðum siðfræðinnar, eða hafa
þeir aldrei heyrt þeirra getið? Eru þessi ofur-
menni bara illa vandir stráklingar? Ef svo er
þarf ekki að hræðast, þótt þeir nái snöggvast
völdum: þeir eru þá rétt að hlaupa úr sér ærslin.
Þeir verða að vísu búnir að tortíma mörgu, sem
gott var að einhverju leyti, en forgengilegt allt
í sjálfu sér, og hlaut því að farast, hvort eð var.
Ef veldi þeirra stendur við, verða þeir að reisa
þjóðskipulag á hinum sama, foma grunni. . . .
Afrakstur byltingar þeirra myndar bráðlega
skorpu íhaldseminnar um hjörtu þeirra. Þegar
spámaðurinn Zarathustra er orðinn forsætisráð-
herra, situr hann með gleraugu við skrifborð
sitt og hringir í sífellu á skrifstofustúlkur sínar,
fjármálamaður kemur til viðtals og býður hon-
um lævís feitan bita. Veslings ofurmennið. Skyldi
hann, þegar fer að þrengjast um hann, sakna
hinna frjálsu, glöðu daga, þegar hann gat eins