Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 43

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 43
LISTIR 89 Hér verður yíirleitt ekki getið nema hinna stærri verka, sem flutt voru á hátíðinni, og farið fljótt yfir sögu. Tilbrigði fyrir orgel eftir Björgvin Guð- mundsson við sálmalagið „Dýrð sé guði í hæstum hæðum" sýndu tilbrigðaformið í einfaldri og frumstæðri mynd, sem minnti stundum á hina gömlu orgeltilbrigðalist frá því fyrir daga Bachs og Handels. Iburðarmeiri var sónata fyrir orgel (samin 1956) eftir Þórarin Jónsson, byggð á öðru gömlu kirkjulagi, „Upp á fjallið Jesús vendi." Þetta er langt verk og allsundurleitt. Það mundi vafalaust aukast að áhrifamætti, ef það væri stytt allverulega og efninu betur þjappað saman. Helgi Pálsson átti á hátíðinni tvö verk: Strokkvartett í tveim þáttum og Canzone og vals fyrir hljómsveit. Bæði þessi verk eru áheyrileg og lipurlega unnin, en virðast hafa lítinn boðskap að flytja, einkum hið síðar nefnda. Hefði þar mátt ná stórum meiri áhrifum, ef betur hefðu verið notaðir þeir möguleikar, sem fullskipuð hljómsveit býr yfir. Eftir Pál Isólfsson voru flutt tvö sönglög, sem bæði eru áður nokkuð kunn, og auk þess tveir þættir úr Skálholtskantötu. Kant- atan er tækifærismúsik, ætluð til flutnings undir berum himni, og ber þess merki. Orkar mjög tvímælis að flytja slíkt verk úr sínu rétta umhverfi, fá það í hendur stór- um fámennari kór en það er samið fyrir og setja orgelundirleik í stað hljómsveitar. Sönglagið „Heimir”, sem að þessu sinni var flutt með undirleik hljómsveitar, er efnis- mikið lag og áhrifamikið. Andante fyrir celló og píanó eftir Karl O. Runólfsson virtist einhvernveginn aldrei ná fluginu og stendur sem sjálfstæð tónsmíð langt að baki mörgum verkum Karls, sem áður eru kunn. En sem þáttur í stærra tón- verki kann það að geta gegnt ákveðnu hlut- verki. Sogið, forleikur fyrir hljómsveit eftir Skúla Halldórsson er líklega fremur léttvæg tón- smíði, en hljómar vel í hljómsveitinni og er áheyrilegt. En eigum við að trúa því, sem stendur í efnisskránni, að það sé „sam- ið um sumarmorgun árið 1950 við Sogið, þar sem það rennur úr Þingvallavatni um Þrengslin", þegar menn eru farnir að bera brigður á, að Mozart hafi raunverulega getað samið forleikinn að „Don Giovanni" á heilli nóttu? Fimm þættir fyrir lúðra og píanó eftir Victor Urbancic er heldur léttúðugt verk, á pörtum næstum í dægurlagastíl í anda ár- anna upp úr 1920, enda kannske samið þá. (A yfirlitstónleikum sem þessum væri fróðlegt að geta glöggvað sig á aldri verk- anna, sem flutt eru). Höfuðspámaður hinnar þjóðlegu tónlistar á Islandi er sem kunnugt er Jón Leifs. Eftir hann voru flutt á hátíðinni þrjú sálmalög ætluð til kirkjusöngs, sem undirritaður hefir ekki heyrt áður, öllu „hlutlausari" í stíl en flest önnur þekkt verk höfundarins og mundu sóma sér vel við messugerðir; ennfremur tvö gamalkunn einsöngslög og loks for- leikurinn „Minni Islands", sem einnig hefir heyrzt hér alloft áður. Síðastnefnda verkið gæti eitt fyrir sig orðið tilefni langra hugleið- inga, sem ekki er tími fyrir eða rúm að þessu sinni. Það er sett saman úr „rímna- lögum gömlum eða nýsömdum í gömlum stíl (?)" en uppistaðan er lagið „Island farsælda frón". Samkvæmt skýringu höfund- ar er „lögð rík áherzla á að birta þjóðlögin ómenguð og stíl þeirra, án þess að trufla með tæknilegum aðferðum eða tónsmíðalegri fræðimennsku". — Nú er það staðreynd að engin tónsmíð verður samin, nema með viss- um „tæknilegum aðferðum", hversu frum- stæðar sem þær kunna að vera, alveg eins og hús verður ekki byggt né skurður grafinn án „tæknilegra aðferða". Aðferðir Jóns Leifs í þessu verki eru þær frumstæðustu, sem ég þekki í nokkru sambærilegu tónverki, — líkjast helzt vinnubrögðum þess manns, sem byggir sér bjálkakofa með stórviðaröxi eina í höndunum. Slíkt hús getur vakið athygli okkar, og við getum haft samúð með íbúum

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.