Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 11
FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNl
57
frjálst að bítast um það, hve stóran skerf
til viðbótar hin almenna velmegun skyldi
veita hvorum um sig.
★ ★ ★
Þannig hófst ævintýri vísitölunnar.
Hingað til höfðu hagfræðingarnir notað
hana í snatt og snúninga, en ýmsir þeirra
höfðu þó ekki haft allt of miklar mætur
á henni, þótt hún pasturslítil og ákaflega
hneigð til ósannsögli. En nú hækkaði hag-
ur Strympu. Hún var sótt í öskustóna,
og hver einn af stjórnmálamönnunum, sem
fylgdi henni þaðan í ráðskonustöðuna, sá
sjálfan sig í hlutverki kóngssonarins í
ævintýrinu af Oskubusku, sem nú var að
endurtaka sig á sviði stjórnmálanna.
Nú gekk allt vel um stund, Meðan nóg
voru efnin, skammtaði nýja ráðskonan
hverjum sitt. Hún varð vinsæl, því að hún
hét launþegunum því, að hvernig sem allt
veltist, skyldu kjör þeirra þó aldrei versna.
Fyrir hvert vísitölustig, sem viðurværið
hækkaði í verði, fengi þeir samsvarandi
kauphækkanir. Aðrar stéttir komu brátt
auga á þessa dásamlegu úrlausn, og þannig
varð t. d. landbúnaðar-vísitalan til, og
enn fylgdu fleiri tekjutryggingar í kjöl-
farið.
En einn góðan veðurdag hafði hjól lukk-
unnar snúizt. Tekjur útflutnings-fram-
leiðslunnar entust ekki lengur til þess að
gjalda hið sama kaupgjald sem fyrr. Is-
lenzkar vörur urðu of dýrar til þess að þær
gætu selzt á erlendum markaði, ef þær áttu
að bera það kaupgjald, sem vísitalan sagði
til um. Eitthvað hlaut undan að láta. Eðli-
legt hefði mátt virðast að segja vísitölunni,
þessari nýju viðbót. við hagkerfið, upp vist-
inni. Hún hafði verið ráðin til starfa undir
vissum forsendum, og nú voru þær brostn-
ar. Þótt hún væri meinlaus, meðan verð-
hækkanir — og kauphækkanir — innan-
lands höfðu ekki við verðhækkunum ís-
lenzkra afurða á erlendum markaði, var
ekki þar með sagt, að hún væri til nokkurs
nýt, þegar þetta hafði snúizt við.
Þessa leið mátti ekki fara. Nú hafði
skapazt einskonar átrúnaður á vísitöluna
sem verndara launþeganna, árás á hana
var orðin hið sama og árás á velmegun
alþýðu landsins. Mönnum gleymdist það,
sem þó hlýtur að vera grundvöllurinn fyrir
öllurn kaupgreiðslum, að peningarnir eru
aðeins ávísanir á verðmæti. Einstaklingur,
sem gefur út ávísun, sem engin innstæða
er fyrir, fer strax að hlusta eftir því, hvort
ekki sé farið að marra í tukthúsdyrunum.
Verði hinu opinbera peningavaldi hin sama
yfirsjón á, þarf það ekki að óttast neina
hegningu. Hún lendir á þeim, sem taka við
ávísununum. Verðmæti þeirra verður þeim
mun minna, sem innstæðan er minni. Á
þetta hefir áður verið bent bæði af mér og
mörgum öðrum á undan mér, en það verð-
ur að halda áfram að hamra á því, þangað
til allir kunna það eins vel og faðirvorið,
eða betur.
Verðþenslan, sem þjakað hefir fjármál-
um þjóðarinnar síðan á ófriðarárunum, á
sér margar orsakir, og til þess að lækna
hana, þarf ekki að stinga á einu kýli, held-
ur mörgum. Einn öflugusta bandamann
sinn á hún í vísitöluátrúnaðinum. Vorið
1950 var reynt að taka djarflega á þessum
vanda með gengisfellingunni, en brátt sótti
í sama horfið. Vísitölubinding kaupgjalds-
ins átti ekki hvað minnstan þátt í að koma
í veg fyrir, að gengislækkunin næði til-
gangi sínum.
Til þess að þurfa ekki að horfast í augu
við staðreyndirnar um raunverulegt gengi
krónunnar og til þess að komast hjá því
að stugga við vísitölunni, hefir styrkja-
leiðin verið valin. En styrkirnir þýða nýja
skatta, skattarnir þýða aukna dýrtíð í
landinu, aukin dýrtíð þýðir hærri vísitölu
framfærslukostnaðar, hærra kaupgjald,
hærri styrki, hærri skatta, aukna dýrtíð
o. s. frv. í hið óendanlega.
★ ★ ★
„Skattarnir þýða aukna dýrtíð,... aukin
dýrtíð þýðir hærri vísitölu framfærslu-
kostnaðar“. Þar kom ég fallega upp um
mig, að fylgjast ekki með almæltum tíð-