Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 21

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 21
RITHÖFUNDAÞÆTTIR 67 gera sér þeirra fulla grein eins og er. Hið knappa, stælta, orðfáa tungutak og hinn vöflulausi, hlutlægi stíll hefir sett mark sitt á hundruð skáldsagna undanfarin þrjátíu ár, svo að nærri liggur, að Hemingway sé sjálfur orðinn fangi þeirrar hefðar, sem hann skapaði. Sjálfsagi hans og óbilgjöm listræn vandvirkni hafa tvímælalaust orðið til þess að gera kröfur manna um skáldsagnagerð strangari en áður. Hitt er til marks um það, hve list hans er ósvikin, að illa hefir tekizt að stæla hann. Hvimleiðar eftirhermur og óvitaðar skopstælingar fylgja verkum hans eins og skuggar. Stíll hans hefir blasað við mörgum byrjanda eins og auðveldasta leið að marki, atrennulaus, fullreynd, óbrigðul. Hann virðist í senn afar auðkennilegur — og ópersónulegur eins og klassískur stíll. Hann minnir, eins og ýmsir hafa sagt, á tækni langþjálfaðs íþróttamanns. Sú líking er góð, en nær samt helzti skammt, því að samkvæmt henni ætti slyngum höfundi ekki að verða skotaskuld úr því að leika hana eftir. Af meiri nærfæmi mætti ef til vill lýsa honum svo, að harrn minnti á tækni fatlaðs íþróttamanns (ef svo má til orða taka, án þess að gefa í skyn, að stíllinn sé ankanna- legur), sem hefir með sérstöku lagi, sem ekki hentar heilbrigðum, fullkomnazt í íþrótt sinni. „Hemingway," sagði vinkona hans Ger- trude Stein í ævisögu sinni, „Hemingway er stökkur, hann er alltaf að brotna." Hún var að henda gaman að alkunnri slysni hans. En reyndar liggur dýpri merking í orð- um hennar. Hemingway kemur fyrir sjónir sem óvenjulega og allt að því óeðlilega við- kvæmur maður. Sú viðkvæmni er kvika list- ar hans. Hann. hefir einhvers staðar kallað listina hið eina vopn gegn fjandsamlegum heimi. Án hennar gengi hann fatlaður til leiks. Hinn harðsnúni, agaði frásagnarstíll er í senn vopn hans og verja. Að kunna eitthvað vel, að gera hlutskipti sitt í lífinu að íþrótt og víkja ekki frá list- rænum leikreglum íþróttar sinnar, þó að allt farist og enginn sigri, það er siðferðilegt lög- mál mannlegrar hegðunar í veröld Heming- ways. Slík kenning fullnægir hvorki þeim, sem játa yfimáttúrleg né þjóðfélagsleg sið- ferðilögmál og Hemingway hefir löngum ver- ið brugðið um nihilisma, algjöra afneitun á varanlegum lífsgildum. Slíkum gagnrýnend- um vaxa í augum frásögur hans af ósigrum og dauða, en þeir gæta þess síður, sem er miklu fremur inntak flestra þessara sagna: hugrekki og stolt í ósigri, staðfesta og þor til að horfast í augu við dauðann. Kjarninn í lífsskoðun Hemingways er einskonar róm- antískur stóismi, æðruleysi, og persónur hans eru rómantískar hetjur, dæmdir menn. Hins vegar brá svo við, þegar hann reit hina miklu skáldsögu sína úr Spánarstyrjöldinni, að menn þóttust sjá hann í nýju Ijósi. Hann átíi að hafa tekið nýja lífstrú, hann hafði auk þess markað sér ákveðna afstöðu í bar- áttu líðandi stundar og skipað sér í fylkingu andfasista. Hverjum klukkan glymur kom út árið 1940, þegar Spánarstyrjöldin var ennþá prófsteinn á pólitískan manndóm og einlægni manna á Vesturlöndum. Sjálfur hafði Hem- ingway lengi dáð Spánverja meir en aðrar þjóðir og fundið hjá þeim það stolt og það æðruleysi, sem hann mat dyggða mest, en taldi landa sína skorta. Hann hafði verið fréttaritari amerískra blaða í styrjöldinni og jafnvel tekið sér vopn í hönd í bardögunum um Madrid. Og Hverjum klukkan glymur er indæl bók. Hvergi hefir Hemingway tekizt betur „að lýsa hlutunum eins og þeir eru", ilman þeirra, áferð og lit. Og hvergi hefur hinn karlmannlegi vísdómur hans um merk- ingu dauðans farið betur en í munni Spán- verjanna. Er ekki ófróðlegt að bera tal þeirra saman við hina leiðigjörnu og yfirlætisfullu ferðabók Hemingways, Grænar hæðir Afr- íku, þar sem hann hefir sjálfur orðið. Og samt hefir Hverjum klukkan glymur varla enzt eins vel og sumar aðrar sögur hans, sem hann ætlar minna, t. a. m. Sólin rennur upp, sagan af hinum „alþjóðlegu landeyð- um á Montparnesse" eins og einhver gagn- rýnandi kallaði hana í gremju sinni eða Vopnin kvödd, ástarsaga Katrínar Barkley

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.