Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 26

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 26
PALL S. ARDAL: Hugleiðingar um Gátuna miklu 1 bókinni, Gátunni miklub, fjallar Bryn- jólfur Bjarnason um það, hvort hægt sé að styðja gildum rökum trú á framhaldslíf. I þessari grein mun höfuðáherzla lögð á að meta svar höfundar við þessari „miklu gátu'. En þar sem hann gagnrýnir einnig ýsmar heimspekistefnur, virðist ekki úr vegi að fara í upphafi nokkrum orðum um þann þátt bókarinnar. Erkifjendur höfundar eru nýpósitívistar, pragmatistar og hughyggjumenn. Gagn- rýnin er víða skarpleg og oftast algjörlega réttmæt, þótt lesandinn verði að hafa það hugfast, að ýmsir aðrir en Marxistar hafna þessum kenningum í þeim búningi, sem Brynjólfur Bjarnason gefur þeim. Rudolph Carnap er t.a.m. tekinn sem dæmi um ný- pósitívista, en hann og Neurath gengu lengra í formalismanum en nokkrir aðrir, og fáir núlifandi heimspekingar munu fallast á þær skoðanir, sem settar eru fram í Logische Syntax der Sprache. Einnig er rétt að geta þess, að pragmatisminn, sem Brynjólfur ræðst á, er nú að mestu úrelt kenning, og hughyggjumönnum af skóla Hegels fer stöðugt fækkandi. Rétt virðist að taka þetta fram, þar eð nokkur hætta er á því, að lesendur bókar þessarar dragi þá ályktun af því, sem þar er sagt, að engir aðrir en Marxistar trúi því, að til sé efnis- 1) Gátan mikla eftir Brynjólf Bjamason, Heimskringla 1956. veruleiki óháður skynjunum okkar og reynslu. Menn geta að sjálfsögðu talið tilvist efnis- veruleikans óvefengjanleg sannindi, án þess að játast þeirri trú, að kapitalistísk þjóðfélög muni líða undir lok vegna innri „mótsagna" og af rústunum muni rísa hið stéttlausa þjóðfélag, hvort sem okkur líki það betur eða verr. Skylt er að geta þess, að Brynjólfur Bjarnason staðhæfir hvergi, að hver sá, er játar tilvist efnisveruleika óháðs skynjimum okkar og reynslu, hafi í raun viðurkennt réttmæti marxistískrar söguskoð- unar, en sumum lesendum kann að virðast hcmn gefa það í skyn. Bertrand Russell er á bls. 29 sakaður um að kenna „solipsisma", einkatilvist sjálfs- verunnar. Það er öldungis rétt, að rökstyðja má þá skoðun, að um tíma hafi kenningar Russels rökrétt leitt til þeirrar niðurstöðu, að hann einn, Bertrand Russell, ætti sér til- vist, væri í rauninni veruleiki. Flestir seinni tíma fylgjendur reynslustefnunnar (empiri- cism á ensku) hafa tekið Berkeley sem læri- föður sinn, en þar eð þeir voru flestir ófúsir að leita á náðir guðs til að tryggja tilvist hlutanna, þegar enginn skynjaði þá, hætti þeim að sjálfsögðu við að lenda í sjálfs- verukenningunni. Þeir hafa oftast talið alla þekkingu reista á beinum skynjunum, en við virðumst ekki hafa beina reynslu af hug- um, enda var hinn skarpskyggni David Hume ekki seinn á sér að benda mönnum á þetta. Berkeley neitaði tilvist efnisins, en

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.