Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 28
74
HELGAFELL
hlutveruleikans. Menn spyrja nú ekki. Eiga
hlutirnir sér tilvist? Heimspekingar fást á
hinn bóginn við að greina, hvað við eigum
við, er við tölum um hluti. Viðfangsefni
þeirra er greining á hugtakinu. Þeim mundi
því aldrei detta í hug að telja staðhæfingu
Brynjólfs „stjórnarráðið er hlutverulegt hús''
bull og þvætting. Brynjólfur virðist te!lja
þessa staðhæfingu stórvæg sannindi. Þeir
munu aftur á móti telja þetta sjálfsagðan hlut,
varla þess virði að setja það á prent. Frá
heimspekilegum sjónarhóli hefur staðhæf-
ing þessi hins vegar ekkert gildi, þar eð
hún varpar á engan hátt Ijósi á hugtakið
„hlutverulegur". Ég er þeirrar skoðunar,
að merkingarlaust sé að segja „hlutveru-
leikinn er ekki til". Læt ég lesandanum
eftir að reyna að gera sér grein fyrir, hvaða
merkingu þessi orð geta haft. Ennfremur
mundi ég telja ómögulegt að efast um
tilvist efnisveruleikans í heild. Ég get að
vísu efast um, hvort einstakir hlutir sóu
efnislegir. Er mús að gægjast undir hurðina
hjá mér, eða er þetta aðeins skuggi? Ef
ég held því fram, að ég efist um tilvist
efnisheimsins í heild, er augljóst, að merk-
ingu orðsins „efast" er breytt. Ég get gengið
úr skugga um hvort mús er að gægjast undir
hurðina hjá mér með því að opna hurðina.
Hvernig get ég sannreynt, hvort réttlætan-
legt er að efast um tilvist efnisins í heild. Ef
ég held, að ég „efist" um þetta, er aðeins
ein leið til að losna við „efann". Ég get
leitað til sálfræðings eða geðlæknis. Brynj-
ólfur virðist vilja sanna tilvist efnisheims-
ins. Það er varla ástæða til þess, og óþarft
að ráðast hatramlega á þá kenningu,
að efnisheimurinn sé einungis „hugarfóstur
mannsins". Jafnvel Berkeley sjálfur efaðist
ekki um að borð og bekkir ættu sér tilvist
óháða skynjunum hans sjálfs. Ef hugsun
manna hefur leitt til þeirrar niðurstöðu, að
skynjanir augnabliksins séu einar öruggar,
„þekking" okkar takmarkist við þær, hafa
þeir með örfáum undantekningum tekið þetta
sem merki um, að eitthvað só bogið við
röksemdafærsluna. Það er því ekki mikill
sigur fyrir „díalektíska efnishyggju" að
kveða þessa kenningu í kútinn.
Höfundur Gátunnar miklu sýnir í gagnrýni
sinni heimspekilegan skilning, þótt æskilegt
hefði verið, að hann hefði tekið til athugunar
skoðanir þeirra núlifandi heimspekinga,
sem afneita hughyggjunni algjörlega, en
geta þó ekki talizt Marxistar. Sem dæmi má
nefna brezka heimspekinginn Gilbert Ryle.
Síðasti kafli bókar Brynjólfs Bjarnasonar
er viðbætir um afstöðu Marxista til trúmála,
sem varpar á engan hátt nýju ljósi á „gát-
una miklu". Finnst mér höfundur hefði átt
að taka tilmæli sjálfs sín til greina, er hann
segir í upphafi kaflans, að „í rauninni ætti
þessu riti að vera lokið."
Satt að segja virðist mér aðalefni þessa
kafla frekar ómerkilegur áróður. Höfundur
reynir að sýna fram á, að hann hafi ekki
gerzt stuðningsmaður kirkjuvaldsins. Enn-
fremur virðist hann leggja mikla áherzlu á
að sannfæra lesandann um það, að hægt
sé að vera hvort tveggja í senn, góður trú-
maður og góður kommúnisti. Lítið er hér
um rök, en mikið í tilvitnanir í Lenín og Marx.
Eitt það versta í þessum kafla er þó það,
að höfundur virðist gefa í skyn, að aðaltil-
gangur hans með hugleiðingunum um ann-
að líf sé sá, að hann vilji slá öflugt vopn
úr höndum kirkjunnar. „Það mun reynast
auðveldara að losa menn undan dávaldi
trúarbragðanna, ef þessi sannleikur er viður-
kenndur" (bls. 138). Sannleikurinn, sem hér
um ræðir, er auðvitað skoðun Brynjólfs
Bjarnarsonar á réttlætingu trúar á fram-
haldslíf. Manni dettur í hug, hvort nú eigi
að ginna menn til fylgis við Marxisma með
því að sýna fram á, að trú á framhaldslíf
sé góð og gild marxistísk kenning.
Hvað er framhaldslíf?
Tími er nú kominn til að snúa sér að mergi
málsins, og er þá fyrst og fremst nauðsyn-
legt að gera sér grein fyrir því, hvað átt
verður við með orðinu „framhaldslíf" í þess-
ari grein. Menn nota þetta orð stundum í
svo víðri merkingu, að þeir telji sig eiga