Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 40

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 40
86 HELGAFELL sögunni verður í rauninni ekkert ráðið um menntun og stétt höfundar, og kristileg áhrif þurfa ekki að koma fram, þótt höfundur væri klerkur. Islenzkar fomsögur munu yfirleitt hafa sprottið upp í skjóli klaustra og höfð- ingja, og verður naumast hjá því komizt að setja ritun Víga-Glúms sögu í samband við klaustrið á Munkaþverá. Ef það er rétt til getið, að höfundur hafi stuðzt við ritaðar heimildir, þá verður það sennilegra, að sagan hafi verið rituð þar. Af bókaeign íslenzkra klaustra í kaþólskum sið verður ráðið, að munkar hafi lesið sitthvað fleira en guðs orð eitt saman. Þannig átti Möðru- vallaklaustur árið 1461 eftirtalin rit auk ýmissa annarra: Hrólfs sögu kraka, Völs- unga sögu, Hrólfs sögu Gautrekssonar og Skjöldunga sögu. Og ekki verður því með neinum sanni haldið fram, að minna frjáls- ræði hafi ríkt í eyfirzku klaustri á 13. öld en á 15. öld. Þá finnst mér Jónas gera fulllítið úr heim- ildargildi þeirra vísna, sem höfundur hefur eftir Glúmi. Þótt atburðirnir, sem þær víkja að, séu ekki stórkostlegir, þá lýsir Glúmur sjálfum sér svo mikið í vísunum, að þær hafa orðið höfundi mikilvæg hjálp til að skilja persónu Glúms. Yfirleitt má gera ráð fyrir því, að vísur í íslendinga sögum hafi stuðlað mjög að heiðnu andrúmslofti þeirra. Vísumar minntu höfunda sagnanna stöðugt á fortíð, sem þeir þekktu ekki ag eigin reynslu, og þær voru oft eini lykillinn að hugarfari persónanna. Hitt er svo annað mál, að höfundum lét misvel að notfæra sér fornan kveðskap. Um Svarfdælu gefur Jónas í skyn, að höfundur hennar hafi notað þessar sögur: Örvar-Odds sögu, Vatnsdæla sögu, Víga- Glúms sögu, Egils sögu, Hrólfs sögu kraka. Og enn bendir hann á fleiri rit, sem komið geti til mála, að höfundur Svarfdælu hafi þekkt. Nú er Svarfdæla svo seint rituð, að þetta getur vel staðizt, en um hitt má deila, að hve miklu leyti hægt er að gera ráð fyrir rituðum fyrirmyndum. Eins og aðrir útgefendur íslenzkra fornrita hefur Jónas margar orðskýringar neðanmáls, þar sem hætt er við, að lesandi skilji ekki eða skýring getur á einhvern hátt komið sér vel. Um þær verður ekki fjölyrt hér, en þær virðast vera vel gerðar. Þó þykir mér rétt að gera athugasemd við skýringu hans á viðurnefni Þorsteins svarfaðar. Jónas telur, að orðið svörfuður merki óeirðarmann, og má vel vera, að það sé rétt, en viðumefni Þorsteins mun þó eiga sér annan uppruna. Það mun vera dregið af norsku staðarheiti eins og sum önnur viðurnefni landnáms- manna. Má í því sambandi minna á Ketil raum úr Raumsdal og fleiri. Þorsteinn svörf- uður (eða svarfaður) var upprunninn í Naumudal, en á þeim slóðum eru þrír bæir, sem nú eru kallaðir Svarfar, en munu upp- haflega hafa heitið Svarfaðr. Það má telja mjög sennilegt, að Þorsteinn sé kennd- ur við einhvern þessara bæja í Naumdæla- fylki. Þess má geta til gamans, að á öðrum stað í Noregi kemur fyrir örnefnið Svarfaðar- dalur, en það mun vera dregið af árheitinu Svörfuð, eins og norskir fræðimenn hafa bent á. Vísur þær, sem eignaðar eru draugnum Klaufa, bera sumar með sér kristileg áhrif. Þannig minnir ein vísan á Sólarljóð: Sét höfum sólheim/sjá munuð annan/eruð ér sem vér/alls um duldir. I þessari vísu kemur fram aðvörun, og virðist mér útgefandi leggja vafasaman skilning í boðskap hennar. Hann segir, að orðið sólheimur merki líklega mannheim, en slíkt nær engri átt. Hinn dáni er að vara lifendur við og sýna þeim fram á, að þeir muni ekki sjá sólheim, heldur annan (og verri) heim, það er að segja, að þeir munu fara í verri staðinn. Orðið sól- heimur hlýtur að merkja sælubústaði annars heims. Mér þykir ekki ósennilegt, að hér sé um að ræða vísu, sem var ort í ákveðnum kristilegum tilgangi, en hörundur sögunnar hefur .af einhverjum ástar.'ðum gripið til hennar og eignað hana hinum ókristilega draug, Klaufa. Svipuðu máli gegnir um 16. vísu sögunnar, sem hægt er að skýra á allt annan hátt en útgefandi geiir.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.