Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 5

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 5
2. HEFTI II. ÁRG. MAÍ—JÚLÍ 1957 Bls. 51 Forspjall 55 Hannes Pétursson: Garður blárra augna 56 Pétur Benediktsson: Flagð undir íögru skinni 62 E. Hemingway: Tvær sögur 66 Kristján Karlsson: E. Hemingway 69 Kristín Jónsdóttir: Myndir 72 Páll S. Árdal: Siðgæði og eilíft líf 79 Jón Jóhannesson: Hrafnsunginn minn svarti 80 Undir skilningstrénu 81 Bókmenntir. Kristján Karlsson, Jónas Kristjánsson, Hermann Pálsson, Sigurður Þórarinsson 88 Tónlist. Jón Þórarinsson 91 Leiklist. Þorsteinn Hannesson 93 Myndlist. Kristján Davíðsson, Ragnar Jónsson 95 Blaðað í bókum RITSTJÓRN: Tómas Guðmundsson Ragnar Jónsson ábm. Kristján Karlsson R Jóhannes Nordal i VER LIFUM A OLD tölfræðinnctr. Allt er vegið og mælt og í tölum talið, og fátt er nútímamönnum tamara en að leggja mælikvarða talnanna á öll verðmæti og meta það mest, sem er hæst, stærst, lengst, eða flest. Það er í fullu samræmi við þetta, að vér búum við þjóðskipulag, sem reist er á þeirri forsendu, að fjöldinn eigi að ráða, meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér og engan mun skuli gera á hundrað fá- vísustu og hundrað réttsýnustu mönnum þjóðfélagsins. Þetta fyrirkomulag er svo fáránlegt í sjálfu sér, að það hlýtur að vera undrunarefni, að á grundvelli þess skuli hafa tekizt að byggja réttlátustu stjórnarhætti, sem saga mannkynsins grein- ir. Enda verður það ljóst, þegar nánar er að gáð, að meirihlutastjórn er ekki eina skilyrði réttlátra lýðræðisstjórnarhátta og jafnvel ekki það mikilvægasta. Ef henni fylgja ekki önnur mannréttindi, svo sem skoðanafrelsi og hlutlaust réttarfar, er hún harla lítils virði. Það gerði ekki harðstjórn þeirra Hitlers og Stalíns að lýðræði, þótt meirihluti þjóða þeirra hefði verið blekktur og kúgaður til fylgis við þá. Rangsnúning- ur lýðræðishugtaksins er ein af harmsögum

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.