Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Qupperneq 14

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Qupperneq 14
12 JÓLAHELGIN varð hún svo æst, og þegar ég var að borða, kom Stefán í búðinni og þau fóru inn í stofu og létu aftur hurðina, og þau voru eitthvað að tala saman. Ég ætlaði að tala við mömmu, en stofan var lokuð, og ég kallaði, en mamma sagði mér að fara út og vera úti, og hún var ergileg. Hún er alltaf hálf vond, og hún talar aldrei við mig á kvöldin, og ég klæði mig alltaf á undan henni á morgnana og fer út. Það er búið að kveikja á öllum Ijósum og þau sjást líka í tjörninni. Mér er orðið voðalega kalt, en ég ætla ekki heim. Ég ...... ég........ Pabbi minn, komdu til mín, ég er svo einn og mér er svo kalt .... ég .... Ég er ekki með vasaklút........ Það sagði annar strákur í morg- un, að Stefán í búðinni væri að taka hana mömmu af honum pabba, og það sagði stelpa, að þau væru búin að reka pabba burt af heimilinu. Ég ætlaði líka að spyrja mömmu um þetta, en þorði það ekki af því, að hún var svo æst. í nótt vaknaði ég einu sinni og heyrðist hún vera að gráta, en það var svo dimmt, að ég sá ekki neitt, ég þorði ekkert að segja, en lá bara vakandi og hlust- aði á hana gráta. Hann Stefán á bíl, og einu sinni í sumar sá ég, að mamma var frammi í hjá honum. Það var vestur á Mel- um; þá var ég nefnilega að leika mér vestur í gömlu bílunum. Ég hef aldrei fengið að sitja í bílnum hans Stefáns. Nú ætla ég að fara þangað, sem hríslurnar eru. Ég finn varla til í fótunum, af því að mér er orðið svo kalt....... Ég ætla að reyna að hlaupa þangað......... Ég ætla að leggjast hérna í lautina okkar pabba. Nú ætti pabbi að koma til mín og vera hérna hjá mér. Það er miklu kaldara hérna en í sumar, þegar við pabbi vorum hérna stundum. Það eru komnar stjörnur. Ég ætla að leggjast á bakið og horfa á stjörnurnar, ég ætla að látahendurn- ar undir hnakkann og liggja svo- leiðis.....Nei, það er ekki hægt, því að mér verður svo kalt á hönd- unum. Það eru engin græn blöð á hríslunum núna. Þau eru öll. farin. Það er kominn vetur, hann kom um daginn, og um kvöldið var Stefán í búðinni hjá okkur, og þau voru þá að drekka úr flösku, og ég féklc kon- fekipoka og mamma sagði mér að borða úr honum og vera rólegur í rúminu.......Þá fór ég að gráta, það er að segja á eftir, því mig lang- aði svo að pabbi kæmi heim. Stefán í búðinni reif í hárið á mér og meiddi mig á eyranu........Það er svo erfitt að vera lítill drengur, þeg- ar pabbi manns er farinn frá manni. Ég ætla ekki að fara heim, en mér er orðið svo voðalega kalt. . .. Einu sinni sagði amma mér sögu. Það var áður en hún dó, og ég man Varla eftir því, en hún sagði, að stjörnurnar væru englaaugu. Stjörn- urnar eru svo skærar og nú sjá englarnir mig hérna undir hríslunni og þá vita þeir hvað mér er kalt. Englunum er aldrei kalt, hugsa ég, en skyldu þeir eiga pabba? Hann pabbi er stór, og á daginn er hann í vinnufötum, en á sunnu- dögum er hann fínn. Hann gerir við rafmagnið, þegar það bilar, og hann er svartur á putunum. Ilann pabbi er voðalega sterkur. Þegar hann heldur á manni, þá er maður alveg fastur; mamma hefur aldrei haldið á mér, held ég, ég veit ekki af hverju, en hún hefur svo mikið að gera og svo er hún alltaf að reykja. Pabbi reykir ekki svoleiðis, hann reykir bara pípu, og hann er aldrei með flöskur. Pabbi sagði einu sinni, að mamma væri taugaveikluð, og þá varð hún líka æst....... Mig langar til að sofna hérna undir hríslunni, en það glampar svo mikið á tjörnina, og svo eru ljósin þarna hinum megin alltaf að koma og fara, og stundum koma þau beint í andlitið á mér, og þó mundi enginn sjá mig hérna í lautinni undir hrísl- unni okkar pabba. Ég heyrði að mamma sagði inni í stofu: Ilann er farinn fyrir fullt og allt og kemur ekki meir. — Pabbi minn kemur aldrei meir .... en .... en af .... af hverju .... fó .... fór hann svona bu .... burtu frá .... frá mér ..,. ? Ég .... ég get .... get ekki verið .... hérna í lautinni ok . . . okkar pabba. Mér er svo kalt. Ég sé svo lítið, af því að tárin eru; ég vil ekki gráta .... en ég get það ekki......Ég ætla að ganga hægt, því að ég finn ekkert til fótanna; ég ætla að þurrka mér með húfunni minni, svo að enginn sjái neitt. Það er að koma nótt og ég á hvergi heima, en allir þarna út frá eiga heima..Þarna er mað- ur að ganga, . . . hann er alveg eins og ég, .... kannski á hann líka hvergi heima....Ég verð að vara mig á bílunum á götunni..Mer er svo kalt, ég ætla að reyna að vera pabbalaus, en kannski get ég Hka fundið hann einhvern tíma, þegar eg fer að verða stór .... og ég fer að verða stór...Það rennur svo úr nefinu á mér og svo eru tárin alltaf að koma. Ef það er ljós heima, þa ætla ég bara að læðast inn og hátta í rúmið mitt og láta engan vita um mig....Og .... svo á .... morg- un .... ætla ég að reyna að ... • að leita .... að pabba mín .... mínum- Engla .... englaaugun .... Æth engl .... englarnir gráti ekki líkfl stundum, eins og .... eiiis og lítill drengur, sem er búinn að týna pabba sínum? .... asaii Ritstjórinn: ■— Greinin er ekki sem verst, en þér verðið að skrifa svo ljóst og einfalt ,að hver aula* bárður geti skilið. r Rithöfundurinn: — Hvað er það * greininni, sem þér skiljið ekki? Prófessor nokkur kom heim í bíln- um sínum, opnaði bílskúrinn og lah inn, þaut upp í bílinn aftur og ók í skyndi á lögreglustöðina. Lögregluþjónn, sagði hann og stoð á blístri af ósköpunum. Bílskúrinn minn er tómur. Það hefur einhver stolið bílnum, meðan ég var að heim- an! Læknirinn: — Fer maðurinn yðar ekki eftir þessum reglum um matar- æði, sem ég gaf honum? Konan: — Ekki aldeilis. Hann seg' ist ekki vera svo vitlaus, að íara að drepa sig úr hungri, til þess eins að geta tórt fáeinum árum lengur. — Og bölvað hundkvikindið, er hann ekki búinn að rífa í sig félags- skírteinið mitt í Dýraverndunarfe- laginu! Ég skal aldeilis berja þig, sv0 að þú finnir til!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.