Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 17

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 17
JÓLAHELGIN 15 ar eru þeir, sem sjá með eigin aug- um og á sinn persónulega hátt hið sama og allir aðrir sjá, og kunna að finna fegurðina í því, sem öðrum er of hversdagslegt. Lélegir listamenn sjá ævinlega allt gegnum annarra gleraugu. Mest er vert af öllu að geta látið hrífast og hrærast, að elska, vona og lifa. Fyrst og fremst skuluð þér vera menn, síðan listamenn. Hin sanna mælska kærir sig kollótta um mælskuna, segir Pascal. Hin sanna list kærir sig kollótta um listina. Ég bencþ aftur á dæmi Eugéne Carri- ére. Á sýningum eru flestar myndir aðeins málverk, hans myndir eru meðal hinna eins og opnir gluggar, og gegnum þá blasir við lífið sjálft. Takið vel sanngjarnri gagnrýni. Ilún er auðþekkt. Það er hún, sem gefur yður styrk, þegar eíasemdir ásækja yður. En látið þá gagnrýni, sem samvizka yðar viðurkennir ekki, eins og vind um eyrun þjóta. Óttist ekki rangláta dóma. Þeir særa vini yðar og neyða þá til að gera sér ljósa samúð þá, sem þeir hafa með yður, og þeir munu verða skeleggari að verja yður, þegar þeir hafa gert sér grein fyrir afstöðu sinni. Ef gáfa yðar er sérkennileg, munuð þér fyrsta sprettinn eignazt fáa formælendur, en fjölda óvina. En missið ekki móðinn! Vinir yðar munu sigra, því að þeir vita, .hvers vegna þeir slá skjaldborg um yðui'. Þeir munu berjast eins og ljón fyrir sannleikanum og sífellt afia honum nýrra liðsmanna. Hinir geta ekki varðveitt varanlegan áhuga til þess að berjast fyrir röngum skoðunum. Vinir yðar eru þolgóðir, hinir vind- hanar. Sannleikanum er sigur vfs. Sóið ékki tima með því að flækja yður í samkvæmislíf né stjórnmála- vafstur til þess að afla vináttusam- banda. Þér munuð sjá marga starfs- bræður yðar komast til auðs og met- orða með brögðum og undirferli, cn þeir eru ekki sannir listamenn. Meðal þeirra kunna ýmsir að vera vel gáfaðir, og ef þér takið upp bar- áttu við þá á þeim velli, sem þeir hafa haslað sér, kastið þér á glæ jafnmiklum tíma og þeir, það er að segja, ævinni allri. Elskið köllun yðar af alhuga. Ekk- crt fégurra er til. Það er raiklu göf- ugra en almennt er ætlað. Listamaður er fyrirmynd. Hann ann verki sínu. Æðstu laun hans eru þau, að geta unnið það vel. Heimurinn'verður aldrei hamingju- samur fyrr en allir menn hafa á- unnið sér lund listamannsins, fvrr en þeir hafa lært að gleðjast af verk- um sínum. Listin er líka hinn ágætasti skóli til að kenna einlægni. Sannur lista- maður birtir ávallt í verkum sínum hvað, sem í huga hans brennur, jafnvel þótt hann eigi á hættu að stugga óþyrmilega við hefðbundnum hleypidómum. Kann er meðbræðrum sínum læri- meistari í einlægni og hreinskilni. Hugsið yður, hvílík dásamleg fram- för það væri, ef ómengaður sannleik- ur ríkti meðal mannanna. Ilversu fljótt mundu þjóðfélögin þá losa sig við lýti og vammir, se'm þau hlytu að sjá í fari sínu og hversu skjóít mundi þá þessi veröld vor verða sælustaður. Guðjón Guðjónsson þýddi. ' ^ ^ . ^ Látið okkur hreinsa fyrir yður jólafaínaðinn. Fullkomnar vélar. - Fullkomin vinna, Efnalaugin Lindin h.f, Afgreiðsla Skúlagötu 51 og Ilafnarstræti 18.

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.