Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 22

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 22
20 JÓLAHELGIN sem er beinlínis tilheyrandi guði sjálfum, en ekki mönnum. Jón: Ja, það er nú raunar — ég var ekki vel inni í því þegar ég skrif- aði það. Dj.: Ja, það er hreint makalaust, að hlaupa sona á sig, sursum flösk- una, hlauptu, en hlaupt’ ekki um koll, Jón Guðmundsson, ljúgðu, en ljúgðu þá eins og geníin Ijúga. Skál! Jón: Það gerir mér sérdeilislega illt, þetta allt, en ég vona það lagist, það er ekki annað en snúa blaðinu í aðra átt. Dj .: Ja, í alvöru að tala — þú ferð annars til helvítis, Jón. Jón: Það væri leiðinlegt, ég væri til með að gefa Álftnesingum innan úr áttatíu kindum; ég hefði átt að gera það þegar ég var í Kirkjubæj- arldaustri. Dj .: Hefurðu verið í Kirkjubæjar- klaustri, Jón? Jón: Já, ég var klausturhaldari Dj.: Varstu klausturhaldari? Þá hefurðu verið ábóti, Jón Guðmunds- son; þú ert kaþólskur, lifi Þjóðólfur. Skál! Sursum, Jón. Jón minn! Minn Jón, minn einasti Jón! Skál! Surs- um corda! Jón: Nei, mikill andskoti! Ég var klausturhaldari, en enginn ábóti, ég hef aldrei verið kaþólskur, fari það norður og niður! Dj.: Hvaða sorgleg fáráðlingsþoka er yfir mannsins syni í þessum dimma dal og dauðans skugga! Fact- us est sicut vespertilio in tekto, et desenut sol pelecanum salitarium in valle lacrymarum! Er ekki ábóti sama sem forstöðumaður eins klaust- urs? Jón: JÚ, Djúnki. Dj.: Er ekki klausturhaldari líka forstöðumaður eins klausturs? Jón: Ja, það er greinilegt, en ka- þólskur hef ég aldrei verið. Dj.: Ja, það er helvíti, Jón Guð- mundsson. Jón: Þér haldið það geri mikið til? Þér haldið enginn komizt í himna- ríki, nema munkar og jesúítar? Dj .: Þú tekur stórlega feil í þínum himnesku spekulationum, Jón amice, sannleikurinn er einungis einn, og sá, sem hefur ekki sannleikanh, hann hefur lygina, en lyginnar höf- undur er djöfullinn, sursum corda. Jón: Gefið þér mér þá ráð, Djúnki, ég vil ekki hafa djöfulinn. Dj.: Við skulum fyrst væta okkur innan, skál, sursum. Jón: Hvað á ég að gera, Djúnki? Dj.: Þú átt að verða kaþólskur, Jón! Jón: Það get ég ekki íengið af mér. Skál! Dj.: Sursum corda! Trúirð’ á guð, Jón Guðmundsson? Jón: Já, í kröftugasta máta, Djúnki! Dj.: Sursum, trúirð’ á Krist, Jón Guðmundsson? Jón: Já, víst — Dj.: Trúirð’ á heilagan anda, Jón Guðmundsson? Jón: Já, þetta er hreinasta medi- cin, þetta konjak, ég man ekki að ég hafi smakkað betri spíritus. — Skál, Djúnki. Dj.: Ja víst, konjakið er óaðfinn- anlegur spíritus. Heldurðu að Þor- lákur helgi hafi trúað á marga gúði ? Jón: Nei, einn guð, svo sannheil- agur maður. Dj.: Þú trúir þá eins og Þorlákur helgi á einn guð. Jón: Já. Dj.: Ja, Þorlákur helgi var ramm- kaþólskur, og ergo Jón Guðmunds- TÉKKÓSLÓV AKÍUVIÐSKIP TI. I- FRA FERROMET. Saumur, skrúfur, boltar, rær. Gaddavír, vírnet, sléttur vír, rafsuðuvír, steypustyrktarjárn. Vatnsleiðslurör, fittings. Járn- og stálplötur, smíða- járn og margt fleira. II. FRÁ KOVO. Raflagningaefni, lampar, ljósakrónur, rafmagnsheimilisvélar og margt fleira. III. FRÁ OMNIPOL. Baðker, vaskar og önnur hreinlætistæki, hurða- og gluggajárn, búsáhöld og margt fleira. Útvegum ofangreindar vörur með stuttum fyrirvara. Verðið er hagkvæmt. R. JÓHANNESSON H.F. Lækjargötu 2. — Reykjavík. — Sími 7181.

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.