Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 25

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 25
JÓLAHELGIN 23 manni, og þáð er ekki hollt fyrir neinn. En hann hefði samt getað þolað þetta og ástarkvöl sína, ef Meyer Kappelhuist hefði ekki verið. Það var nú karl, sem kom sér áfram! Ég tala ekki illa um nokkurn mann, ekki einu sinni um Klöru föðursystur, og hún má eiga gamla silfrið, ef hún getur fengið það af sér; sá, sem leggst hjá hundum, stendur flóugur á fætur. En Meyer þessi Kappelhuist! Stór, rauðbirkinn náungi frá Hol- landi, herðarnar eins og hlöðuhurð og hárið rautt á handarbökunum. Ilann hafði stóran munn til þess að eta og drekka og segja frægðarsögur, og hann talaði um Kappelhuistana í Hollandi þangað til menn hefðu getað haldið, að þeir hefðu verið búnir til úr gulli. ,-,Ég er raunar pá- fugl,“ segir tranan, ,,að minnsta kosti í móðurættina.“ En hann komst áfram, ekki verður því neitað. Hann hafði byrjað með bakpoka eins og afi afa okkar, og nú verzlaði hann við Indíána og rakaði saman pen- ingum. Jakobi fannst, að hann gæti aldrei komið svo heim til Ettelsohns, að ekki hitti hann Meyer þar og heyrði hann segja sögur um Indíána. Og þá storknuðu orðin á vörum Jakobs og hann sveið í hjartað. Ekki var afi afa okkar fyrr byrj- aður að útskýra ritningarstað eða orðskvið en hann sá, að Meyer Kappelhuist var farinn að horfa á heimasætuna. Og þegar Jakob hafði lokið útskýringum sínum og þögn hefði átt að ríkja, þá tók Meyer Kappelhuist ævinlega að sér að þakka honum fyrir, en raddblærinn var eins og hann vildi segja: „Lög- mál er lögmál, og spámenn eru spá- menn, en loðskinn er líka loðskinn, skólapiltur minn!“ Þetta svipti Jakob allri ánægju af lærdómi sínum og allri gleði af návist stúlkunnar. Hann sat sár og þögull meðan Meyer sagði tröllasögur af Indíánum og sló á lær sér til áherzlu. Og hann lét aldrei undir höfuð leggjast að spyrja Jakob, hve margar nálar og títuprjóna hann hefði nú selt í dag, og þegar Jakob sagði honum það, brosti hann og sagði blíðlega, að mjór væri mik- ils vísir, svo að heimasætan gat ékki látið vera að kíma ofurlítið. Þá lagði Jakob sig allan fram til þess að fitja upp á skemmtilegra efni. Hann sagði frá styrjöldum Makkabeanna og dýrð musterisins. En meðan liann var að segja frá, fann hann, hve fjar- lægt þetta var, en Meyer og Indíána- skrattarnir hans aftur á móti ná- lægir, og augu heimasætunnar ljóm- uðu, þegar hann talaði. Loks herti Jakob upp hugann og fór að hitta Símcn Ettelsohn. Hann varð að taka á öllu sínu tii þess, því að hann hafði ekki verið alinn upp til þess að glíma við menn, heldur' við orð. En nú var svo komið, að « honum fannst hann hvergi heyra um neitt annað talað en Meyer Kappel- huist og viðskipti hans við Indíána. Þetta ætlaði alveg að gera hann vit- lausan. Þess vegna fór hann nú að hitta Símon Ettelsohn, þar sem hann var í búð sinni. „Ég er orðinn leiður á þessari vesaldarverzlun með nálar og títu- prjóna,“ sagði hann formálalaust. Símon Ettelsohn virti piltinn gaumgæfilega fyrir sér, því að hann var maður velviljaður, þótt hann væri metnaðargjarn. „Nú?“ sagði hann. „Þetta er lag- leg verzlun hjá þér, og fólki líkar vel við þig. Hvað viltu fá meira?“ „Ég vil miklu meira,“ sagði afi afa okkar þvermóðskulega. „Ég vil eignast konu og heimili í þessu nýja landi. En með hveriu á ég að ala önn fyrir konu? Með nálum og títu- prjónum?“ „O, það hefur verið gert,“ sagði Símon Ettelsohn og brosti ögn um leið. „Þú ert gæðapiltur, Jakob, og okkur er ekki sama um þig. En að því er hjónabandið snertir, þá er hér um margt gott að velja. Asher Levy bakari á dóttur. Hún er að vísu ofur- lítið rangeygð, en hjartað er gull.“ Hann spennti greipar og brosti. „Ég er ekki að hugsa um dóttur Ashers Levys,“ sagði Jakob. Honum hafði orðið illa við orð Símonar. En Símon Ettelsohn kinkaði kolli og var alvarlegur á svip. „Jæja, Jakob,“ sagði hann. „Ég sé, hvað þér býr í brjósti. Já, þú ert gæðapiltur, Jakob, og prýðisvel að þér. Og ef við værum í gamla land- inu, þá er ekki að vita —. En hérna er ein dóttir mín gift manni af Seixas-ættinni og önnur inn í Da- Silva-ættina. Þú hlýtur að sjá, að það breytir miklu.“ Og hann brosti enn eins og þeir menn gera, sem ánægðir eru með tilveruna. „En ef ég væri maður á borð við Meyer Kappelhuist?“ sagði Jakob gremjulega. „Ja, það væri dálítið annað,“ sagði Símon Ettelsohn góðlátlega, „því að Meyer verzlar við Indíána. Hann er reyndar nokkuð óheflaður. En hann verður ríkur undir ævilokin.“ „Ég ætla líka að verzla við Indí- ána,“ sagði Jakob og hrollur fór um hann. Símon Ettelsohn leit á hann eins og hann væri genginn af göflunum. Hann leit á mjóar herðarnar á hon- um og á menntamannshendurnar. „Heyrðu nú, Jakob,“ sagði hann hóglátlega, „gerðu þig ekki að flóni. Þú ert skólagenginn og lærður mað- ur, en enginn Indíánakaupmaður. Ef til vill ættirðu betur heima í vörugeymslu. Ég gæti talað við hann Aron Kobras. Og fyrr eða síðar hitt- irðu einhverja myndarlega stúlku. En að verzla við Indíána, — ja, til þess þarf öðru vísi mann. Láttu IVleyer Kappelhuist það eftir.“ „Og dóttur þína, rósina í Saron? Á ég líka að láta Meyer Kappelhuist hana eftir?“ sagði Jakob. Símon Ettelsohn varð vandræða- legur í framan. „Hérna, Jakob,“ sagði hann, „ja, það er nú náttúrlega ekki afráðið, en —“ „Ég skal ráðast gegn honum eins og Davíð réðst gegn Golíat,“ sagði afi afa okkar og var nú reiður. „Ég skal fara út í óbyggðirnar. Og guð skal dæma milli okkar, hvor betur reynist.“ Og hann fleygði pokanum á gólfið og skálmaði út úr búðinni. Símon Ettelsohn kallaði á eftir hpnum, en hann gaf því engan gaum. Ekki var honum heldur í hug að hitta heima- sætuna. í þess stað fór hann að telja saman, hve mikla peninga hann ætti, þegar hann kom út á götuna. Það var ekki mikið. Hann hafði hugsað sér að fá vörur lánaðar hjá Símoni Ettelsohn, en nú gat hann ekki fengið sig til þess. Hann stóð þarna á sólglitaðri götunni í Fíla- delfíu, eins og maður, sem sviptur hefur verið allri von. En hann var þrautseigur maður, þótt hann visi ekki ennþá, hve þraut- seigur hann var. Og þótt hann væri vonsvikinn, tók hann samt stefnuna þangað, sem Rafael Sanchez átti heima. Rafael Sanchez var svo ríkur, að hann hefði getað keypt og selt Símon Ettelsohn tvisvar sinnum. Hann var drembilegur og hniginn á efra aldur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.