Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Qupperneq 27

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Qupperneq 27
JÓLAHELGIN 25 augun svört og hvöss, en skeggið hvítara en mjöll. Hann bjó einn sér í stóru húsi ásamt dótturdóttur sinni. Hann fékk orð fyrir að vera lærður maður, en þótti líta smátt á aðra, og það var sagt, að hann kallaði ekki Gyðinginn Gyðing, nema hann væri kominn af óblönduðu Sefardakyni, en svo nefndust Gyðingar þeir, sem átt höfðu heima á Spáni. Jakob hafði séð hann í samkundu- húsinu, og honum hafði þótt hann minna sig á örn, vera grimmilegur eins 03 örn. En nú fór hann í nauð- um sínum og' drap á dyr hjá þessum manni. Rafael Sanchez kom sjálfur til dyra ,,Hvað er til sölu í dag, farand- sali?“ sagði hann og horfði fyrirli:- lega á axlirnar á Jakobi, þar sem treyjan var snjáð undan burðaról- unum. „Lögmálsfræðingur er til sölu,“ sagði Jakob í reiöi sinni, en hann mælti ekki á tungu þá, sem hanri hafði lært í þessu landi, heldur á hebresku. , Gamli maðurinn starði á hann um stund. „Nú fallast mér hendur," sagði hann, „því að þú talar tungumálið. Gakk þú inn, gestur.“ Og Jakob snart veggskrautið hjá dyrastafnum og gekk inn. Þeir settut að miðdegisverði við borð Rafaels Sanchezar. Borðið var smíðað úr dökkum, skír.andi rauða- við, sem birtan sökk í líkt og sólar- ljósið sekkur í tjörn. Margt gersema var í stofunni, en Jakob gaf því engan gaum. Þegar máltíðinni var lokið og borðbæn hafði verið lesin, leysti hann frá skjóðunni, en Rafael Sanchez hlýddi á írásögn hans og strauk skeggið með annarri hend- inni. Þegar ungi maðurinn þagnaði, tók hann til máls: „Ungi menntamaður,“ sagði hann ekki óþýðlega, „þú hefur farið yfir úthaf, svo að þú héldir lífi, en misstir það ekki, og þó kemurðu ekki auga á neitt annað hér en stúlkuandlit.“ „Vann ekki Jakob í siö ár fyrir Rakel?“ sagði afi afa okkar. „Tvisvar sjö, lærði maður,“ sagði Rafael Sanchez þurrlega, „en þá voru blessaðir tímar.“ Hann strauk aftur um skeggið. „Er þér kúnnugt, af hverju ég kom hingað til lands?“ sagði hann. „Nei,“ sagði Jakob Stein. „Það var ekki til þess að verzla,“ sagði Rafael Sanchez, „Við frændur höfum lánað konungum fé. Fiskseiði og nokkrir feldir, — hvað er það mér og mínum? Nei, það var vegna fyrir- heitsins, loforðsins, sem Penn gaf, að þetta land skyldi verða hæli og heimili ekki aðeins fyrir hina van- trúuðu. Nú, við könnumst við loforð kristinna manna. En við þetta loforð hefur verið staðið enn sem komið er. Er hrækt á þig hér á götunum, lög- málsfræðingur?" „Nei,“ sagði Jakob. „Ég er kall- aður Gyðingur endrum og eins. En Vinirnir (þ. e. kvekararnir. — Þýð.). eru viðmótsgóðir, þótt vantrúaðir séu.“ „Það er ekki svo í öllum löndum,“ sagði Rafael Sanchez og brosti heift- arlega. „Nei,“ sagði Jakob hógværlega, „það er það ekki.“ Öldungurinn kinkaði . kolli. „Já, slíkt gleymist ekki,“ sagði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.