Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Síða 40

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Síða 40
38 JÖLAHELGIN heild, efla og auka áhrif þessarar helgi- og sorgarstundar. Magni myndarjnnar og dulúð verður ekki með orðum lýst. Hún hefur heillað alla dáendur sannrar og háleitrar listar. Þótt ítalskra áhrifa þyki gæta í byggingu myndarinnar og notkun myndflatarins, er alhir blær hennar óneitarílega spænskur. Þarna getur að líta spænska jarðarför. Andlit myndarinar, mögur, toginleit og al- vörugefin, eru andlit spænskra manna. — Þetta snilldarlega mál- verk er geymt í Santo l^oré dóm- kirkjunni í Toledo. Stormur yfir Tolcdo. Svo nefnist ein frægasta mynd snillingsins, Hún sýnir hluta af borginni Toledo, ^em stendur á klettabelti, rauðbrúríum grunni, en borgarturnarnir teygja sig mót himni, þar sem skýin hrann- ast og hrekjast til fyrir óveðrinu. Þessi stormur er líkastur gerninga- veðri. Mynd þessi er svo skáldleg og stórkóstleg, að henni hefur helzt verið hkt við stormþáttinn fræga í Lear konungi eftir Shakespeare. Litir þessarar myndar eru óviðjafn- anlegir og hið hrannaþa loft svo frá- bærlega málað, að jfiar kemst fátt að til samjafnaðar. Myndin er stór- fengleg og dularfull í senn, svo að því er líkast, sem umhverfið sé fremur úr heimi töfrasýna en jarð- neskt. Og þó birtast þar fyrst og fremst sérkenni spænsks landslags. Margar hir.na smáu mynda, sem E1 Greco málaði, eru afburða lista- verk. Hann var mjög vel að sér í líffærafræði og hafði varið löngum tíma til að kanna stærðarhlutföll mannslíkamans. En þá er hann mál- aði myndir af mönnum, eigi sízt síð- ari hluta ævinnar, hikaði hann eigi við að ýkja lengd línanna og raska hinum hefðbundnu hlutföllum, ef hann taldi það þjóna betur eðli myndarinar. Andlitið og hendurnar voru þeir líkamshlutar, sem hann taldi bezt gefa til kynna og túlka það, sem inni fyrir byggi. Þó lagði hann sig sérstaklega fram við hend- urnar. Um hendur þær, sem E1 Greco rnálaði í myndum sínum, hef- ur svo verið að orði kveðið, að þær „séu í beinu sambandi og snertingu við heilann, speglanir tilfinninga og hughrifa“. Lítum á nokkrar þessara mynda: María og Jósef mcð barnið, Kristur ber grossinn, Guðspjallamaðurinn, Hinn licilagi Jakob, María Magda- lcna og María guðsmóðir. Hver þess- ara mynda hefur sín ákveðnu sér- kenni og alls staðar eru hendurn- ar einn mikilvægasti þáttur mynd- arinnar, spegill sálarinnar. Sagan um E1 Greco og myndir hans, er ævintýrið um snillinginn, sem endurfæddist, eftir að hafa leg- ið þrjár eldir í gleymdri gröf, og talar nú máli sínu til nýrrar kyn- slóðar, máttugri í list sinni en nokkru sinni áður. (Lauslega þýtt og endursagt úr ensku). Læknir (við lítinn snáða): — Nú ætla ég að binda um veika handlegg- inn, svo drengirnir í skólanum láti hann ekki verða fyrir neinu hnjaski. Snáðinn: — Viljið þér ekki gera svo vel og binda líka um hinn handlegginn? Þér þekkið ekki dreng- ina í mínum bekk. frá Kjólabííðhini, Bergpórugólu 2. Áva]lt eitthvað af vefnaðarvörum og barnafatnaði. Daglega teknir fram dömukjólar. Kjólabúðin, Bergpórugötu 2.

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.