Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Síða 54

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Síða 54
52 JÓLAHELGIN Gleðileg jól! Gott nýtt ár! Trýggingastofnun ríkisins Gleðileg j ól! r U tvegsbanki íslands h.f. Færir þér hann faðir þinn fíkjurnar og sykurinn. En aldrei kemur Hjaltalín með hripið. Sagt er, að síra Björn hafi ort fleira um þetta mál, einnig í gaman- sömum tón, sumir segja tvö kvæði önnur,'en hvorugt þeirra hef ég séð. Væri þarft verk, að safna kvæðum síra Bjarnar Halldórssonar saman í eina heild og gefa þau út. Er þess að vænta, að einhver vcrði svo fram- takssamur og geri þar með góðu skáldi og miklum gáfumanni þau skil, sem minningu hans eru samboð- in. Síra Björn mun að vísu aldrei hafa „tekið sig alvarlcga“ scm skáld, nema helzt er hann orti sálma. Hann mun t. d. aldrei hafa safnað kvæð- um sínum í syrpu né haldið þeim til haga. En sum þeirra, einkum gamankvæði og kvcðlingar, bárust um landið, ýmist á vörum fólks eða í uppskriftum. Svo var um Gríms- eyjarkvæðið, og þá eigi síður um vísurnar alkunnu og sárbitru: ,,Ég er konungkjörinn, kross og nafnbót fæ“ o. s. frv. Slíkur hagleiksmaður var síra Björn Halldórsop á mál og rím, að nálega öll kvæði hans eru að einhverju inerkileg; sum eru af- bragð. LOK „GRÍMSEYJARMÁLS“. Eigi fer um það miklum söguin, hverra ráða stiftsyfirvöldin leituðu til eflingar sáluhjálpar Grímseyinga, eftir að Oddur Gíslason hafði bjarg- azt frá eyjarvist á vottorðinu land- læknisnaut. Svo mikið er víst, að sýnilegur árangur varð enginn. En út af þesu stímabraki mun það hafa verið, sem stiftsyfirvöldin vildu fá gleggri og ótvíræðari ákvæði um það, að þau mættu „skikka“ prestaskóla- kandídat.a t.il að þjóna útkjálka- brauðum. Þetta veittist þeim með konungsbréfi 17. maí 1862, þar sem segir, „að kandídötum af prestaskól- anum, sem þar hafa notið fjáx-styrks af hinu opinbera til lærdómsiðkana sinna, verði gert að skyldu, þegæ? nauðsyn ber til, að taka á móti kölV un til hinna rýru prestakalla á ífc1' landi, sem enginn sækir um.“ Grímseyingar urðu enn um sin:a að búa við sálusorgun síra Sigurðar Tómassonar. Mun prestskapur og hafa gengið stórslysalaust fyrir hon-- um það, sem eftir var ævinnar. Þjónj aði hann Grímseyjarprestakalli ti: banadægurs 1867. Þá var kirkju.’ stjórnin enn í vanda stödd með Grímseyjarbrauð. Var nú til þess ráðs gripið, með konungsúrskurði 10. marz 1868, að veita Pétri Guðmundssyni, nemanda í öðrum bekk lærða skó’i- ans, Grímseyjarbrauðið, og leyft að vígja hann þangað. Fylgdi þar með loforð til Péturs um miðlungsbrauC eftir sex ára þjónustu þar nyrðrat en það fór á aðra leið. Fékk hann aldrei annað prestsembætti, þótt hann sækti, og var þar um fuli’ komna brigð að í'æða. Þjónaði síra Pétur Grímseyjarprestakalli í 27 á?s unz hann fékk lausn frá prestskap og fluttist til Akureyrar 185b. Síra Pétur var merkismaður a ýmsa lund, skáldmæltur nokkuð, hneigður til fræðimennsku og bu- sýslumaður góður. Varð hannGríms- eyingum góður prestur. „Bætti harm menningu og hag Grímseyinga á aU’ ar lundii', og tók eyjan brátt ótri:- legum framförum, svo orð fór a; því um land allt..“ Lýkur hér sögunni um Grímsey-' inga, Hjaltalín og hripið.

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.