Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Side 18
Það er ekki rétt af Vísi og það er ekki rétt af veitingamanni að bera það upp á dómsmála- ráðherrann að hann vilji loka miðborg Reykjavíkur. Björn Bjarna- son er ekki þannig maður. Það er ekki rétt af Vísi að láta misskilning sinn verða til þess að blaðamenn séu sendir um allan bæ og látnir spyrja asnalegra spurninga, spurninga sem ekkert er á bak við nema misskilningurinn einn. Þetta er ekki heppilegt. Það er þó bót í máli að fórnarlamb misskiln- ings var dómsmálaráðherrann, Björn Bjarnason. Hann kann að svara fyrir sig, hann Björn. Hann hefur meiri reynslu af því en aðrir menn. Björn hefur skrifað meira á net- ið en almennt ger- ist, jafnvel meira en flestir aðrir og kannski meira en nokkur annar, allavega meira en Össur Skarphéðins- son og þá hlýtur hann að hafa skrif- að meira á netið en nokkur annar stjórnmálamaður. Þannig er Björn, hann liggur ekki á skoðunum sínum. Hann segir það sem hann meinar. Björn er maður orðanna. Þetta vita allir núorðið. Samt á Vísir ekkert með að vera að misskilja ráðherrann og segja að hann vilji loka miðborg Reykjavíkur eins og Akureyri var lokað. Björn er ekki skræfa, Björn er maður áskorana og átaka þegar þeirra er þörf. Það sýnir sagan og segir. Björn er ekki þannig maður að hann vilji banna allt og loka öllu. Nema kannski stund- um, en það er annað mál og kemur Vísi og miðborg- inni barasta ekkert við. Miðborgin á að vera opin öllum, bæði ungum og gömlum, stórum og litlum og það allt saman. Hitt er aftur rétt að Björn hefur svo sem bannað. Hann hefur ekki bannað fólki að koma í miðborgina. Eins og áður segir er Björn ekki þannig maður og það skal haft í heiðri. Björn er allt annars kon- ar maður. Hann vill eðlilega að mið- borgin sé öllum opin, alltaf. Það er annað sem Björn vill banna og hef- ur bannað og fyrir það verður hans minnst. Björn er staðfastur maður og hefur með starfi sínu og þreki komið málum á þann veg að eftir hefur ver- ið tekið. Frjálslyndi hefur á sér margar myndir. Frjáls- lyndir stjórn- málamenn eru í mörgum flokk- um. Sumir þeirra eru svo frjálsyndir að þeir amast ekki við því hvaða fólk og á hvaða aldri er í miðborginni. Svo víðsýnir geta þeir verið, blessaðir. Það hefur ekkert með frjálslyndi og víðsýni Björns dómsmálaráðherra að gera að hann vill ríkisafskipti af ráða- hag ungs fólks. Hann hefur komið því þannig fyrir, og ekki að ástæðulausu, að ungt fólk má ekki án ríkisafskipta giftast fólki frá öðrum löndum og stofna með því heimili. Þannig ráð- herra er Björn, hann skiptir sér ekki af því hvort ungt fólk komi í miðborgina, hann skiptir sér bara af því hverjum þetta unga fólk giftist, eða giftist ekki. föstudagur 10. ágúst 200718 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúMer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsíMi 512 7005, auglýsingar 512 70 40. Lok, Lok og Læs Grímþór Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Fræðin nemur hann í fangelsinu að Litla-Hrauni, glæpaskóla ríkisins. Glæpaskóli ríkisins Leiðari Þarna lærir maður meira um glæpi og hvað maður á ekki að gera,“ sagði ungur síbrotamaður við blaðamann DV í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í vikunni. Þar er fanginn ungi að tala um Litla-Hraun þar sem hann segist læra til afbrota og hvað afbrotamönnum ber að forðast. Fullyrðing- ar fangans koma sennilega ekkert á óvart. Flest höfum við haft grun um að á Litla-Hrauni læri ungir afbrotamenn af þeim eldri og það verði til þess að ungir fangar komi harðari og ákveðnari úr fangelsi en þeir voru áður en til refsivistarinnar kom. Stúlka, nýorðin sextán ára, er fréttaefni þessa dagana. Hún var tekin með kókaín í Leifsstöð. Hún var í fylgd með nán- ast tvöfalt eldri manni, manni sem er sagður hafa ítrek- að komist í kast við lögin, og eflaust lítur hún upp til mannsins og er að læra af honum glæpina, en hann hefur ekki náð að kenni henni það sem á ekki að gera, eins og ungi fanginn á Litla-Hrauni er að læra í glæpaskólanum á Litla-Hrauni. Með aukinni fíkniefnaneyslu ungs fólks leiðast fleiri ungmenni út á glæpabrautina. Ungi fanginn réðst að næsta manni og rændi þegar hann vantaði pening til að kaupa fíkniefni. Saklausir borgarar eru í meiri hættu en áður var. Vandasamt er að finna leiðir til refsingar ungum afbrotamönnum. Greinilega er ekki rétt að þeir séu innan um útlærða og þaulreynda glæpamenn. Eins eru rök fyrir að ekki sé heppilegt að ungir afbrotamenn séu í sérfangelsi þar sem tengsl myndast og klíkur verða til. Vand- inn er til staðar og það er yfirvalda að finna lausnina. Lítil von eða engin er í að ungt afbrotafólk nái áttum meðan málum er háttað eins og nú er. Sú er von okkar að ungt fólk nái að vinna sig af braut afbrota og finni eðlilega lífshamingju og lífsfyllingu. Til að það verði mögulegt þarf að bregðast við. Í DV í dag er fjallað um ungt fólk í afbrotum. Þetta er alvarlegt mál sem má ekki vanmeta. Fylgifiskar óreglu eru meðal annars af- brot og teikn eru um að þau verði sífellt grófari og miskunn- arlausari. Unga fanganum sem DV ræddi við fannst ekkert að því að leggja fyrir sig lærdóm í afbrotum og því sem afbrotamenn eiga ekki að gera. Fræðin nemur hann í fangelsinu að Litla-Hrauni, glæpaskóla ríkisins. Það er aðeins eitt sem hann fann að vistinni á Hrauninu, maturinn mætti vera betri. Þetta viðhorf fangans lýsir hroka. DómstóLL Götunnar Hvað á að gera í málum ungra afbrotamanna? „Börnum sem ekki hafa náð lögaldri og eru flækt í fíkniefnaneyslu þarf að hjálpa. Það er ekki vænlegt til árangurs að stinga þeim á litla-Hraun.“ Kristín Einarsdóttir, á eftirlaunaaldri og hætt að vinna „Það er skelfilegt að sleppa börnum á götuna sem komist hafa í kast við lögin án þess að reyna að veita þeim aðstoð, til dæmis hjá barnaverndaryfirvöldum.“ Guðlaug Elísa Kristjánsdóttir, á eftirlaunaaldri og hætt að vinna „sextán ára gömul eigum við víst að hafa vit á því að geta alið upp börn og samkvæmt því ættu krakkar á þeim aldri að hafa hugmynd um muninn á réttu og röngu.“ Kristín Sigurðardóttir, stílisti, 28 ára „Mér þykir ekki rétt að setja sextán ára unglinga í fangelsi. fólk sem hefur náð sextán ára aldri þarf engu að síður að byrja að axla ábyrgð á eigin lífi með einhverjum leiðum.“ Jóna Kristín Jónsdóttir, hárgreiðsludama, 28 ára sanDkorn n Hæfileikakeppni fræga fólks- ins, sem til stóð að hafa sem sjónvarpsefni á Stöð 2 í vetur, hefur verið slegin af. Keppnin, sem ganga átti undir nafninu Celebrity X-Factor, hafði verið í undirbún- ingi fram eftir vori, en eitthvað var áhugi á keppninni dræmur á íslenska stjörnuhimninum. Reyndar hefur því verið velt upp hversu margar hæfileika- keppnir íslenskir sjónvarps- áhorfendur þoli á einum vetri. Það á nefnilega eftir að finna náunga í hljómsveit fyrir Bubba Morthens auk þess sem fjórðu Nylonskvísunnar verður leitað. n Sá kvittur gekk í Bretlandi fyrr á árinu að til stæði að skipta Eggerti Magnússyni, framkvæmdastjóra West Ham, út fyrir annan ónefndan Ís- lending. Jamie Jack- son, íþrótta- fréttarit- ari breska blaðsins The Observ- er, hefur dvalið hér á landi til þess að kanna málið. Hann hefur komist að því að sagan var ekki á rökum reist. Hann fékk hins vegar viðtal við Björgólf Guðmunds- son og Eggert Magnússon og situr sáttur við sinn keip. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem breska pressan tekur ítarlegt viðtal við Björgólf. n Sumarfrí innan raða lögregl- unnar koma oft ekki vel við fjölmiðlafólk í leit að svörum. Á efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra er til að mynda ótrú- lega rólegt þessa dag- ana. Helgi Magnús Gunnarsson saksókn- ari efna- hagsbrota er í fríi, það sama á við um staðgengil hans Björn Þor- valdsson. Grímur Grímsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er sömuleiðis frá vinnu og því eru fáir eða réttara sagt enginn eft- ir til að svara spurningum um efnahagsbrotamál. Sumarið er tíminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.