Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Qupperneq 22
Föstudagur 10. ágúst 200722 Hin hliðin DV xxxxxx HIN HLIÐIN n Nafn: „Páll Óskar Hjálmtýsson.“ n atvinna: „Tónlistarmaður, söngvari, plöstusnúður og lífskúnstner.“ n Hjúskaparstaða: „Á laflausu.“ n Fjöldi barna: „Ekkert.“ n áttu gæludýr? „Pass.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildirðu þá vera og hvers vegna? „Porsche af því hann byrjar á P.“ n Hefurðu komist í kast við lögin? „Ég var handtekinn 1992 fyrir að halda splatter- myndasýningu í MH. Grunur lék á að myndbrotin væru á bannlista kvikmyndaeftirlitsins. Myndbrotin voru gerð upptæk en ég brosti út í annað. Þetta voru nefnilega bara kópíeríngar af upprunalegu myndbrot- unum sem ég á ennþá.“ n Borðar þú þorramat? „Já, ég fíla kjamma og kók á BSÍ.“ n Hefurðu farið í megrun? „Nei, ég trúi ekki á svoleiðis. Ég trúi á að halda jafnvægi milli mataræðis og hreyfingar.“ n græturðu yfir minningargreinum um ókunnuga? „Nei.“ n Hefurðu tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, oft.“ n Lestu blogg? „Nei, ég forðast það eins og heitan eldinn. Bloggið hefur misst marks vegna allra slæmu bloggaranna sem menga internetið.“ n trúirðu á framhaldslíf? „Já.“ n Er líf á öðrum hnöttum? „Já, það væri fáránlegt að halda því fram að við værum ein að þvælast hérna.“ n Kanntu dónabrandara? „Já, fullt af þeim.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Já, og ég næ meira að segja hæstu tónunum.“ n Kanntu trúarjátninguna? „Já, ég lærði hana utanbókar þegar ég var lítill í KFUM.“ n spilarðu á hljóðfæri? „Ef söngur telst hljóðfæri, þá já.“ n styðurðu ríkisstjórnina? „Nei.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Jákvæðni að morgni og þakklæti að kvöldi.“ n Hvaða fræga einstakling myndirðu helst vilja hitta og af hverju? „George Clooney því ég er svo skotinn í honum.“ n Hefurðu eytt peningum í vitleysu – þá hvaða? „Já, ég hef keypt ýmislegt á eBay sem hefur valdið mér vonbrigð- um þegar pakkinn loksins kemur til landsins.“ n Heldurðu með einhverju íþróttafélagi? „Mér liði betur ef þú myndir spyrja mig um Eurovision.“ n Hefurðu ort ljóð? „Já, textarnir mínir eru ljóð. Stanslaust stuð að eilífu og Allt fyrir ástina eru fín ljóð.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Eins í öllum öðrum brönsum eru atvinnumenn og fúskarar og er nauðsynlegt að greina þarna á milli. Því miður sinna fæstar fatafellur starfi sínu að eigin frumkvæði.“ n Eru briddsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Nei.“ n af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Miðaldra hvítum karlmönnum með of mikil völd.“ n á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ n stundarðu íþróttir? „Já, það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að fara í ræktina.“ n Hefurðu látið spá fyrir þér? „Já, en ég læt bara bestu vinkonur mínar spá fyrir mér. Við spáum í spilin einu sinni á ári til að fá smáyfirsýn.“ Páll Óskar Hjálmtýsson tÓnlistarmaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.