Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Síða 27
DV Helgarblað Föstudagur 10. ágúst 2007 27
lega svalir og góðir! (Hlær.) Nei, við náðum
bara réttu blöndunni. Við treystum bara sjálf-
um okkur og ef hljómurinn var ekki nógu góð-
ur hentum við honum út og sögðum: „Þetta
er rusl.“ Það góða við að vera í fjögurra manna
hljómsveit þar sem allir hugsuðu mjög líkt
var að það var alltaf einhver tilbúinn að segja:
„Mér finnst þetta ömurlegt,“ ef eitthvað virk-
aði ekki alveg. Þú gætir hins vegar sjálfur sagt:
„Sko, þetta virkar næstum alveg. Ég get þetta
ennþá.“ Það var alltaf einhver sem gat sagt:
„Heyrðu, þetta er rusl.“ Þannig að hvað sem við
gerðum var það eitthvað miklu meira en sjálf-
hverft og það varð bara að virka. Og svo höfð-
um við auðvitað George Matin, ekki gleyma
því, sem átti síðasta orðið. Við vorum eins kon-
ar yfirmaður. Við vorum eins og fjórhöfða yfir-
maður en George var upptökustjórinn okkar
og allt sem við gerðum þurfti að standast kröf-
ur hans líka. Svo við höfðum fimm ágæt höfuð
í öllu sem við gerðum. Það var bara góða efnið
sem komst í gegnum sigtið.“
Í heimildarmyndinni Anthology viður-
kenndi Ringo að hann hefði lært skák meðan
þið tókuð upp Sgt. Pepper vegna þess að hann
þurfti að bíða mestan hluta tímans. Finnst
þér að þið hafið útilokað hann frá ævintýrinu
í stúdíóinu eða gat hann ekki – eða vildi ekki
– halda í við ykkur?
„Ég veit ekki hvers vegna það var en ég var
í dálitlu stuði þegar við gerðum Sgt. Pepper.
Ég bjó í London og fylgdist með öllu sem var
að gerast. Maður talar um að fara á klúbba,
að maður komist ekki út, nú við vorum
augljóslega miklu frægari, miklu vinsælli, þá
en ég fór samt á allt. Ég fór á tilraunatónleika,
avant garde dót, alls konar dót. Þannig að ég
var líka fullur orku svo að þegar kom að því að
gera plötuna talaði ég um þetta allt við félaga
mína (talar hratt og hljómar spenntur) og ég
held að strákarnir, sem voru úr úthverfunum,
ég var einnhvern veginn á miklu meiri hraða
en þeir. Þannig að ég get skilið að ef þetta
hefði verið hinsegin og Ringo hefði verið
á fullri ferð hefði ég kannski sagt: „Ó, ókei.
Nú, hvað viltu að ég geri, maður? Hvernig
viltu að ég trommi? Ókei, ég geri það þá!“
Ég held að Ringo hafi ekki tekið jafnmikinn
þátt í þessu. Ég held það hafi samt bara verið
líkamlegt. Það var ekki út af neinu öðru en
því að hann fór ekki að sjá allt það sem ég sá.
Að sjá Cornelius Cardew (enskt avant garde
raftónskáld) í University of London, fara í
Wigmore Hall til að sjá Luciano Berio (ítalskt
tilraunatónskáld), kaupa Stockhausen-
plötur, ná í skrýtnar bækur – Flann O’Brien...
Bara fullt af hlutum, verða fyrir áhrifum
frá sumum af vinum mínum í avant garde
senunni. Einn náungi, Barry Miles, sem
skrifaði síðar ævisögu mína, átti íbúð sem
var full af bókum og plötum og öðru dóti og
í hvert skipti sem ég fór til hans sagði hann:
„Hefurðu heyrt þetta?“ og kom mér á bragðið
með eitthvað. Þannig að ég fékk fullt af
svona, ég fékk mikinn innblástur. Þannig að
ég hef sennilega verið í stuði og þess vegna
hefur Ringo fundist: „Sko, allt í lagi (hlátur)
þú getur gert þetta.“ Ég meina, ég veit ekki,
vegna þess að ég gerði bara það sem ég gerði
en sennilega var þetta svona.“
George sagði líka að hann hefði ekki lagt
sál sína í plötuna, hún væri enn í Indlandi og
honum hefði þótt þetta verða meiri vinna en
áður og að hann hefði ekki sama áhuga fyr-
ir Bítlunum. Er óhætt að segja í þessu ljósi að
Sgt. Pepper hafi fyrst og fremst verið þín plata
fyrst George var áhugalaus, Ringo lagði lítið
til og John var andvígur konseptplötu?
„Ég veit það ekki. Ég byrjaði eiginlega á
konsepthugsuninni – veistu? Við kölluðum
það samt aldrei konseptplötu, rétt eins og
við kölluðum hana aldrei merseytakt; Veistu,
þetta eru bara orð. „Þetta er konseptplata.“ Ó,
er það? Nei, þetta var hugmynd. Og ég held
að þú gætir sagt það sama um nýju plötuna.
Memory Almost Full. Þetta er ég að reyna að
kveikja neista í sjálfum mér mestallan tím-
ann, sem ég held vel að merkja að sé það sem
flestar hljómsveitir, tónlistarmenn og lista-
menn reyna að gera, reyna að ná til fólks með
hugmyndum sínum. En þegar þeir gera það
reyna þeir um leið að gæða það lífi. Þannig
að konseptdæmið... ég fékk bara þessa hug-
mynd að við ættum að láta sem við værum
einhver önnur hljómsveit. Þetta var svo ein-
falt. Við fengum hugmyndina – eða ég fékk
hugmyndina – að Sgt. Pepper og sannfærði
svo strákana um hana. Ég sagði: „Hvað ef
við gerum þetta allir saman?“ Og þeir sögðu:
„Ókei, þetta hljómar spennandi.“ Veistu? En
ég þurfti að halda hugmyndinni að þeim. Ég
held að það að sundurgreina hana og skoða
hver gerði hvað skili engu. Við unnum þessa
plötu allir og þetta var galin hugmynd og
það var sumar og við vildum allir gera þetta.
Fjölmiðlarnir sögðu: „Þeir eru orðnir uppis-
kroppa með hugmyndir. Bítlarnir eru orðnir
uppiskroppa með hugmyndir. Þeir eru búnir
að vera.“ Við vorum samt enn eins og dverg-
arnir sjö – dvergarnir fjórir – í námunni að
grafa eftir demöntum og sungum: „Hehe.
Veistu, við erum ekki búnir að vera.“ Veistu,
við vissum hvað við vorum að gera? Við viss-
um hvað ætti eftir að koma frá okkur. Svo
kom það. BANG! Hásumar í London, dagur
eins og í dag, og veistu, maður, það varð allt
vitlaust. Við gáfum Sgt. Pepper út á föstudegi
og á sunnudegi byrjaði Jimi Hendrix tónleika
með Sgt. Pepper. Hann var búinn að læra
hana – Jimi Hendrix var búinn að læra hana?
Svona maður. Gefist upp. Ekki slæmt. Veistu
hvað, þetta var mín hugmynd, en við hrint-
um henni allir í framkvæmd og við vorum all-
ir hluti af henni.“
Tónleikarnir á Glastonbury 2004 voru
meiriháttar endurnýjun á ferli þínum. Hvað
flaug í gegnum huga þinn þegar þú varst beð-
inn um að spila?
Mig hafði lengi langað til að spila á Gla-
stonbury af því að hátíðin er engri lík. Þannig
að ef maður er í tónlist á annað borð er það
nokkuð sem maður verður að hafa í huga
að gera. Maður veltir því fyrir sér hvort ekki
væri gaman að spila á Glastonbury. Ótrú-
lega margir vina minna og svo margir sem
ég þekki láta verða af þeirri pílagrímsför. En
það var eitthvað við hátíðina sem ég hafði
efasemdir um. Kannski var þetta ekki vett-
vangurinn fyrir mig. Það sem gerðist var það
að fólk sem ég þekkti hafði spilað þarna eitt
árið og ég spurði hvernig það hefði verið. Þau
sögðu að það hefði verið alveg frábært, þetta
væri geggjuð hátíð og einhver sagði: „Veistu
hvað, við vorum á heimleið á miðnætti eftir
að hafa verið að hlusta á... „ Hver sem það var,
ég held að það hafi verið Radiohead, „...og
allir sátu í kringum varðelda og sungu Bítla-
lög.“ Og eitthvað gerðist innra með mér og ég
hugsaði með mér: „Ég get gert það!“ Þannig
að ég ákvað bara að ég gæti það vel og að ég
ætti að láta verða af því. Og þegar bandið var
komið á fullt – við vorum á tónleikaferðalagi
um Rússland og nokkra aðra staði í þeim dúr,
og við vorum í banastuði. Við fengum tilboð
og tókum því. Michael Eavis spurði hvort ég
vildi spila á Glastonbury og ég sagði já. Og
það var frábært maður, alveg geggjað.“
Þú grættir fullorðna menn – á jákvæðan
hátt, auðvitað! Sumir nefna þessa tónleika
þína enn sem uppáhaldstónleikaatriðið sitt í
öllum heiminum. Hafðir þú ráðgert að gera
eitthvað sérstakt eða vissir þú að lögin sjálf
myndu ná í gegn?
„Já, við ætluðum bara að koma fram á Gla-
stonbury. Við völdum lögin að einhverju leyti
með tilliti til þess, sérstaklega vegna þess að
atriðið var styttra en það sem við erum van-
ir að gera. Við völdum einfaldlega lög sem
við héldum að myndu ganga. Og svo fórum
við bara og höfðum gaman af. Þetta var bara
eitt af þessum skiptum, við sögðum við okk-
ur sjálfa: „Hvað sem við gerum, verum ekki
stífir. Þetta er Glastonbury. Förum á flug með
stemningunni.“ Þetta var frábært kvöld, það
var æðislegt, og áhorfendur virtust skemmta
sér vel. Það var auðvitað rigning en það var
eins og að horfa yfir vígvöllinn á Agincourt
með öllum þessum fánum og slagorðum.
Maður hugsaði: „Geðveikt, fólk hefur náð
saman!“ Það var frábært. Mjög upplyftandi.“
Svona að lokum, Bítlarnir gerðu ýmsar
tilraunir, bæði í stúdíóinu og utan þess. Þeir
gerðu svo miklar tilraunir með tónlistina að
það er eins og það sé ekkert eftir sem þið haf-
ið ekki þegar reynt. Heldurðu að þið hafið
skemmt fyrir öðrum hljómsveitum hvað varð-
ar að færa út mörkin í tónlistinni?
„Sko, þú veist, eiginlega ekki (hlær). Mað-
ur gerir bara það sem maður gerir. Það var
tímabil, kannski undir lok áttunda áratug-
arins fram í byrjun þess níunda, þegar fólk
spurði sig hvað meira væri hægt að gera því
búið væri að reyna allt. En maður hugsaði
sitt, en núna... Það er alltaf fullt eftir að gera.
Það er til fólk sem vottar Bítlunum virðingu
sína, eins konar erfingjar Bítlanna, og enn
aðrir sem kasta því algerlega fyrir róða og fara
í allt aðra átt. Þannig að ég held ekki að við
höfum tæmt alla möguleika á að gera tilraun-
ir með eitthvað nýtt, þeir sem vilja gera það
verða bara að finna upp á því sjálfir, það er
allt og sumt. Og hey, hvað varðar nýju plöt-
una mína, þá varð ég sjálfur að finna upp á
því líka. Hið sama gildir um alla hina. En það
er gamanið, það er spennan; maður verður
að finna það. Maður getur ekki bara setið og
beðið eftir því að það komi til manns. Ef mað-
ur er í þessu á annað borð verður maður að
finna upp á einhverju sem er spennandi. Það
er allt þarna. Málið er bara að finna það.“
Þýtt og endursagt nýtt viðtal tímaritsins Clash sem
kom út á dögunum.
McCartney og Lennon
Það var bara góða efnið sem
komst í gegnum sigtið, segir
Paul þegar hann hugsar til
baka og um samvinnu
Bítlanna.
Langur ferill – mörg atvikPaul hefur sérstöðu í mörgu. Hann hefur átt mikilli velgengni að fagna og hefur á löngum ferli reynt margt, bæði í tónlist og einkalífi.