Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2007, Side 43
yrsta sólóplata söngkon- unnar Elízu, Empire Fall, kemur út á mánudaginn en Elíza gerði garðinn frægan á tíunda áratug síðustu ald- ar sem söngkona stúlknasveit- arinnar Kolrössu krókríðandi sem seinna varð að Bellatrix og vakti mikla athygli víða um heim. Elíza M. Geirsdóttir Newman byrjaði snemma að leggja tónlistina fyrir sig en hún var einungis sex ára gömul þegar hún hóf blokkflautunám í Tónlistarskóla Keflavíkur. „Maður þurfti alltaf að læra fyrst á blokkflautu áður en mað- ur lærði á eitthvað annað hljóðfæri og ég sló svo í gegn á blokkflautunni að eftir tveggja ára undirbúningsnám á flautunni var ég örugglega ein af fáum sem vildi alls ekki hætta en ætlunin var þó að læra á selló. Sellókennslan var hins vegar ekki í boði svo ég fór að læra á fiðlu í staðinn og harkaðist á henni í mörg ár. Þegar við stofnuð- um svo hljómsveitina hætti ég í fiðlu- náminu,“ segir Elíza sem var einung- is sextán ára gömul þegar hún ásamt vinkonunum úr Keflavík tók ákvörð- un um stofna hljómsveitina Kolrössu krókríðandi. „Við vorum bara svona fjórar saman í nördagengi sem hafði verið í leiklistarfélaginu og með ein- hverja brjálaða athyglissýki. Ég hafði ekki sungið svo mikið sem eina nótu en við völdum bara hver ætti að gera hvað í sveitinni og ætli söngkon- an hafi ekki bara þurft að vera með mesta „attitjúdið“ og ég þess vegna látin í það hlutverk,“ segir Elíza hlæj- andi en alltaf er stutt í húmorinn og brosið hjá þessari hressu söngkonu. „Þetta byrjaði sem einhver ægilega fyndin hugmynd bara og voðalega gaman. Við vorum alltaf alveg á fullu að grúska í tónlist og okkur fannst einfaldlega bara betri hugmynd að stofna okkar eigin hljómsveit og eign- ast okkar eigin grúppíur í stað þess að við værum grúppíur hjá einhverri annarri sveit.“ Þótt stelpurnar hafi ekki haft neina reynslu af hljóðfæra- leik þegar sveitin var stofnuð stóð það ekki í vegi fyrir þeim. „Bíbí var kannski búin að læra á píanó í eitt ár eða eitthvað svoleiðis. Ég samdi alltaf textana en svo bara spunnum við lög- in. Það var ekkert verið að vinna þetta út frá neinum nótum eða neitt slíkt. Stelpurnar píndu mig svo til að spila á fiðluna sem mér fannst þá alveg hrikaleg hugmynd og fannst ég alls ekki nógu góð til þess en það opnað- ist bara alveg nýr heimur með því að bæta fiðluleiknum inn í lögin.“ Alltaf til í eitthvað nýtt og spennandi Kolrassa krókríðandi hafði ein- ungis verið starfandi í nokkra mánuði þegar stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í Músíktilraun- um árið 1992. „Þetta var á miðju dauðarokkstímabilinu og það voru bara dauðarokkssveitir sem tóku þátt þetta árið. Við vorum kannski bara svolítið svona öðruvísi og eitthvað nýtt og ferskara í gangi hjá okkur. Það var alltaf rosaleg orka í okkur á svið- inu og við byrjuðum kannski tónleik- ana á að öskra geðveikt hátt eða gera eitthvað allt annað en hin böndin. Það leiddi svo í rauninni til þess að árið á eftir voru fleiri svona indí- og nýbylgjuhljómsveitir sem tóku þátt í keppninni.“ Elíza segir að það hafi ekki verið neitt hrikalegt sjokk fyrir hana þegar í ljós kom að þær hefðu sigrað. „Ég hef alltaf óbilandi trú á öllu og finnst allt æðislega sniðugt og tilbúin í að taka þátt í einhverju nýju og spennandi. Stelpurnar voru kannski aðeins meira skelkaðar og það lá við að þær þyrðu ekki upp á sviðið.“ Með góðan stuðning frá mömmu Í kjölfar sigursins í Músíktil- raunum hlutu stelpurnar að laun- um plötusamning hjá Smekkleysu útgáfufyrirtækinu en undir þeirra merkjum gaf Kolrassa krókríðandi út þrjár plötur auk einnar safnplötu sem gefin var út í Bandaríkjunum. „Síðustu plötuna tókum við upp í Bandaríkjunum og hún var gefin út þar. Sú plata var svona samansafn af því besta af hinum þremur plötun- um. Þetta var algjört ævintýri en við vorum náttúrulega allar undir aldri í Bandaríkjunum, rétt orðnar tvítugar. Við spiluðum á nokkrum tónleikum þar en það mátti ekkert fara mikið fyrir því þar sem við vorum ekki með neitt atvinnuleyfi.“ Aðspurð hvernig foreldrar þeirra hafi tekið í það þegar litlu stelpurnar þeirra voru allt í einu byrjaðar í rokksveit og túrandi um allt land, segir Elíza þá bara hafa tek- ið nokkuð vel í þetta framtak. „Móðir mín studdi alltaf vel við bakið á okkur þótt foreldrar okkar hafi eflaust líka haft smááhyggjur í fyrstu. Í byrjun vorum við bara litlar stelpur úr Kefla- vík sem voru kannski örlítið barna- legar í hugsun og allt í einu var bara allt voða gaman og spennandi.“ Karlmaður bætist í stúlkna- sveitina Ári eftir sigurinn í Músíktilraun- um bættist þó einn karlmaður í stelpuhópinn en það var hann Karl Ágúst trommuleikari sem fyllti upp í skarð Birgittu sem áður hafði mund- að kjuðana. „Við vissum af Kalla og að hann væri rosalega góður trommu- leikari og ég held að hann hafi bara haft eitthvað pervertískt gaman af því að vera eini karl- maðurinn í hópnum. Nema kannski þegar við vorum all- ar eitthvað að tuða í honum en þá var Kalli bara vanur að stynja, Oh er þetta þessi tími mánaðarins núna,“ segir El- íza glottandi en segir þær þó oft hafa fundið fyrir nei- kvæðni frá karlmönnum sem voru ekki alveg á því að samþykkja stelpurokk- sveit á þessum tíma. „Karl- mennirnir skiptust svolít- ið til helminga eftir að við sigruðum í Músíktilraunum. Einn helmingurinn sá sér leik á að reyna aðeins við okkur því nú hlytum við náttúrulega að vera orðnar frægar en hinn helmingurinn var frekar á neikvæðu nótunum. Það er reyndar nokkuðð sem við höfum alltaf fengið að finna fyrir en við leiddum það bara hjá okkur.“ Úr Kolrössu krókríðandi í Bellatrix Þegar plötusamningurinn við Smekkleysu rann út árið 1998 fannst hljómsveitarmeðlimum kominn tími til að breyta til. „Við vorum einhvern veginn búin að gera allt sem okk- ur langaði að gera sem Kolrassa kró- kríðandi svo við poppuðum þetta allt saman upp og hentum örlitlu elektró inn í stílinn okkar og breyttum nafn- inu í Bellatrix,“ segir Elíza sem hugs- aði á þessum tíma með sér í sinni óbil- andi jákvæðni að nú væri kominn tími á að fara út og fá plötusamning í Bret- landi. „Við sendum eitthvað efni út og vorum svo heppin að fá strax viðbrögð frá gæja sem heitir Trevor Holdin sem ég hef svo starfað mikið með í gegnum tíðina. Trevor vann þá hjá Fire Rec- ords sem var mjög frægt indí-útgáfu- fyrirtæki en hann var að fara að stofna sitt eigið fyrirtæki, Global Warning, og bauðst til að gefa plötuna okkar út og þá byrjaði allt að rúlla.“ Allt rúllaði á hugsjónum og sam- vinnu Hljómsveitarmeðlimir flökkuðu mikið á milli Bretlands og Reykjavík- ur fyrsta árið eftir að útgáfusamning- urinn við Global Warning var und- irritaður. „Á þessu ári gáfum við út plötu sem hét G. og tvær smáskífur. Í kjölfarið byrjuðum við svo að fá mjög mikla og jákvæða athygli frá bresku pressunni enda vorum við heppin með aðilana sem unnu frítt í þessu með okkur úti. Það voru til dæmis tvær konur sem sáu alfarið um alla fjölmiðla og við vorum bara hérna heima að hafa það voða gaman og vissum í rauninni ekkert hvað var í gangi þegar við vorum allt í einu far- in að fá rosa mikið af flottum dómum úti og farið var að seljast upp á alla tónleikana okkar. Þetta gerðist allt svo hratt og það var svo skemmtileg þessi grasrótarstemning þar sem allt rúllaði bara á hugsjónunum og sam- vinnunni.“ Gjafir frá aðdáendum Nú þegar allt var farið að ganga vel hjá Bellatrix erlendis tóku með- limirnir ákvörðun um að flytja út til Bretlands og gera samning við Fierce Panda sem er mjög svo leiðandi indí- útgáfufyrirtæki og hafa margar af þekktari hljómsveitum heims gefið út sína fyrstu plötu hjá fyrirtækinu meðal annars sveitirnar Death Cab For Cutie, Placebo og Coldplay. „Við unnum mikið með þeim og gáfum út nokkrar smáskífur og eina plötu. Allt í einu var bara alltaf troðfullt hús á tónleikum og aðdáendur farnir að færa manni einhverjar gjafir. Þegar maður lítur til baka var þetta í raun- inni bara eins og einhver draumur. Ég man sérstaklega eftir einum að- dáanda sem stóð alltaf fremst upp við sviðið á öllum tónleikunum okk- ar úti og hélt á rauðri rós sem hann gaf mér. Í eitt skiptið ákvað ég svo að spjalla við hann og þakka honum fyr- ir en þá fríkaði hann bara út og mætti ekki á fleiri tónleika eftir það. Ég man líka eftir einum sem gaf mér einhvers konar heimatilbúið Star Wars-dót sem var búið að skrifa Elíza á og mað- ur gat fest það svona í sig. Það var orð- ið svolítið þekkt á meðal aðdáenda okkar hvað við vorum miklir Star Wars-aðdáendur eftir að við gáfum út smáskífuna JediWannabe. Fólk fór meira að segja að mæta í svona Jedi- búningum á tónleika og það varð allt í einu eitthvað voðalegt költ.“ Coldplay hitaði upp Bellatrix spilaði með mörgum hljómsveitum og voru dugleg í tón- leikahaldinu en það sem stendur þó upp úr er væntanlega tónleikaferð með hinni heimsfrægu hljómsveit Coldplay. „Rétt áður en fyrsta platan þeirra kom út og þeir voru nánast á barmi heimsfrægðar fórum við sam- an í tónleikaferð þar sem við skipt- umst á að hita upp fyrir hvort annað. Eitt kvöldið var Coldplay aðalnúm- erið en daginn eftir hituðu þeir svo upp og við vorum aðalnúmerið,“ seg- ir Elíza og gantast með þá staðreynd að svo fræg hljómsveit hafi eitt sinn hitað upp fyrir Bellatrix. „Við vorum í sama vinahópnum á tímabili en ég get ekki sagt að við séum í miklu sam- bandi í dag,“ segir Elíza. Sex mánaða pása varð sex ár Árið 2001 ákvað Bellatrix svo að taka sér sex mánaða pásu sem í dag er orðin að sex árum en Elíza úti- lokar ekki endurkomu hljómsveit- anna. „Það er aldrei að vita nema við verðum með smá „comeback“. Það er samt spurning hvort við myndum þá bara spila sem Kolrassa fyrir hlé en sem Bellatrix eftir hlé,“ segir hún hlæjandi. Meðlimir Bellatrix hafa þó ekki getað slitið sig alfarið frá tónlist- arbransanum og hafa flestir haldið áfram að vinna með tónlistina. „Ég hafði farið í óperunám í Söngskól- anum í Reykjavík þegar ég var tví- tug og kláraði það svo ég ákvað að skella mér í framhaldsnám í óperu- söng útí Bretlandi þar sem ég lærði í þrjú ár hjá Sigríði Ellu í góðu yfirlæti en hún er alveg frábær manneskja. Ég vil alltaf vera að gera eitthvað nýtt og spennandi en fannst kominn tími til að kúpla mig aðeins út úr popp- inu og glamúrnum svo það var gam- an að fara aftur í agann. Það er mjög djúsí og krefjandi að vera í svona óp- erunámi,“ segir Elíza sem var þó ekki lengi að finna sér nýtt hljómsveitar- verkefni og setti saman hljómsveitina Skandinavíu. „Ég hafði eitthvað ver- ið að íhuga að fara sóló en fannst ég bara ekki tilbúin í það ennþá svo ég stofnaði frekar hljómsveit. Það voru allt Bretar í þeirri hljómsveit nema ég. Kærastinn minn spilaði á bass- ann og svo auglýsti ég bara í tónlist- artímaritinu NME eftir fólki,“ seg- ir Elíza sem á breskan kærasta sem henni hefur nú tekist að drösla með sér heim til Íslands eins og hún sjálf orðar það. „Honum finnst bara ágætt hérna. Honum finnst sumt við Ísland svolítið skrítið en er samt smátt og smátt að fatta hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hérna.“ Þjóðernisremban fór að segja til sín Elíza segist hafa verið farin að finna fyrir mikilli þjóðernisrembu og var far- ið að dreyma um íslenskt vatn og fjöll svo hún ákvað að flytjast aftur hingað heim og hóf nám í tónlistarkennslu- námi við Listaháskólann síðastliðið haust. „Þetta var nám sem mig lang- aði líka bara að taka hér heima. Það er svo gott að koma heim og tengjast aftur við fólk og jörð og svo var námið líka æðislega gefandi,“ segir hún en El- íza hefur nú lokið námi og hefur haft í nógu að snúast. Ekki nóg með að hún hafi samið heila plötu sem kemur í verslanir hérlendis á mánudag, heldur stofnaði hún líka eigið útgáfufyrirtæki, Lavaland Records, og gaf plötuna út sjálf. „Heimurinn er orðin svo breytt- ur í dag með allri þessari nýju tækni. Nú kemur tónlistarfólk sér bara sjálft á framfæri í gegnum myspace og inter- netið og maður þarf ekkert að reiða sig á stóru karlana lengur. Grasrótin hefur þar af leiðandi miklu meiri áhrif í dag og ég hugsaði bara með mér að fyrst ég hefði borgað sjálf fyrir mínar upp- tökur hlyti ég líka bara að geta gefið sjálf út. Þannig ræð ég mér sjálf og á allan útgáfurétt að lögunum mínum. Þetta er mjög spennandi á þessu stigi en ef eitthvað brjálað gerist getur vel verið að eitthvað stærra fyrritæki grípi inn í en þegar maður er bara svona sólóartisti og gerir allt sjálfur held ég að þetta sé eina leiðin.“ Tekur hlutunum eins og þeir koma Plötuna, sem nefnist Empire Fall, tók Elíza upp í hinu fræga stúd- íó Geimsteini í Keflavík og stúd- íó Sýrlandi í Hafnarfirði í samvinnu við Kidda í hljómsveitinni Hjálm- um. „Kiddi er búinn að vera æðis- legur samstarfsmaður. Ég spila sjálf á píanó, klukkuspil og eitthvað alls kyns drasl og að sjálfsögðu á fiðluna en ég þarf að finna með mér hljóm- sveit til að spila með mér á tónleikum samt.“ Elíza stefnir á að ná að halda útgáfutónleika hérlendis í septemb- er en í október kemur Empire Fall út í Bretlandi og Bandaríkjunum, auk þess að vera dreift um allan heim í stafrænu formi. „Þetta verður örugg- lega allt alveg rosalega spennandi. Efnið á þessari plötu er öðruvísi en það sem ég hef gert hingað til. Þema plötunnar var frekar mínímalískt og söngurinn einfaldari. Við leituðumst líka mikið við að skapa stemningu og sumar upptökurnar eru bara fyrsta eða önnur taka sem er mjög óalgengt nú til dags. Við tókum þetta upp aft- ur á bak og byrjuðum á píanó og söng og enduðum á trommunum sem oft- ast er byrjað á að taka upp. Ég ætla náttúrulega bara að taka hlutunum eins og þeir koma og ef einhver vill fá mig til að spila geri ég það en ég ætla alls ekki að vera að rembast eitthvað brjálað við að reyna að fá að halda tónleika einhvers staðar. Ég hef fulla trú á að allt geti gerst og hef mikla trú á að þetta geti gengið,“ segir hin jákvæða og skemmtilega söngkona að lokum en þeir sem vilja fá smjör- þefinn af því sem heyra má á Empire Fall er bent á myspace-síðu Elízu þar sem heyra má nokkur lög af plötunni. Slóðinn er myspace.com/elizanew- man. krista@dv.is DV Helgarblað Föstudagur 27. apríl 2007 43 GANGI UPP MEÐ ÓBILANDI TRÚ Á AÐALLT Bellatrix á tónleikum í London árið 2000 gríðarleg orka var alltaf á tónleikum sveitarinnar. Ljósmyndari Gísli Egill Hrafnsson Hljómsveitin Kolrassa krókríðandi í æfingahús- næðinu gryfjunni í Keflavík. Ljósmyndari Björg Sveinsdóttir Elíza Það er alltaf stutt í húmorinn hjá söngkonunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.