Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 13

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 13
Kristján Bender: Galdur Fornar sögur herma, að þegar Hadrían hinn víðförli kom frá nyrztu byggð- um, eftir að hafa kannað austur og vestur, hafi hann um stund sezt að í fæð- ingarbæ sínum við fljótið mikla, sem kennt er við tímann og vötnin ströng. Fólkið á fljótsbakkanum gladdist mjög við komu Hadríans. Það færði hon- um ávexti og hnetur í skálum til að votta honum ást sína og virðingu. Það spurði hann frétta frá hinum miklu víðáttum, sem hann hafði kannað, — og hann sagði því sögur af fjallahindinni hvítu og af úlfum og refum, og hann sagði frá fuglum, sem tala eins og þú og ég. Og Hadrían lét kalka hús sitt innan, og hann lét þétta þakið með leir frá fljótsbakkanum. Og hann tók fáséða hluti upp úr gylltum kistum, og þegar hann hafði útbýtt gjöfum meðal fólksins, gekk hann til bústýru sinnar, hinnar trygglyndu Fatímu, og hann færði henni nýjan kjól og skuplu og men svo undurfagurt, að fólkið á fljótsbakkanum kom langar leiðir til þess eins að líta gersemina hennar Fatímu. En Hadrían hafði ekki lengi dvalizt í hinu nýkalkaða húsi, er hann hóf langar göngur upp eftir fljótsbakkanum. Sumir sögðu, að hann væri að leita grasa sérstakrar náttúru, en aðrir töldu hann vera að svipast eítir óskasteini, en nokkrir vildu halda því fram, að Hadrían væri sjúkur. Þá minntist gömul kona þess, að er hún var stödd við dánarbeð móður Hadríans, hafði hún sagt, að nóttina, er hún ól sveininn, dreymdi hana, að konur tvær kæmu í skálann. Þóttist hún vita, að þar væru völur komnar, þær, sem örlögum ráða ævi hverrar. Eigi höfðu þær fyrr litið sparlökin yfir vöggu barnsins en báðar gripu klæðið og vildu eiga. Varð togstreita á millum, þar til voðin rifnaði og hélt helmingi hvor. Voru þá báðar reiðar og skiptu litum, var önnur blá sem hel, hin rauð sem blóð. En er þær höfðu stungið klæðinu í púss sitt, gekk sú bláa að vöggu barnsins og mælti þeim orðum, að útþráin skyldi toga svein þenna til endimarka veraldar. Þá sagði sú hin rauða, að heimþráin skyldi leiða hann til baka yfir fjöll og akra heim til hússins hvíta á fljótsbakkanum. Mælti þá sú hin bláa, að á þessu skyldi enginn endir verða fyrr en Hadrían fyndi aftur klæðið góða. Gengu þær síðan á bak aftur út um skálavegginn og voru horfnar. Og fólkið talaði mjög um Hadrían, því að aldrei hafði frægari maður verið í fljótsbyggðinni, enginn svo ríkur af fáséðum hlutum, né fróðari um lönd og álfur. En á meðan fólkið talaði um auð Hadríans, sat Fatíma löngum við glugg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.