Árbók skálda - 01.12.1956, Page 18

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 18
Jóhannes Helgi: Nikolja Það var tekið að rökkva. Ég hafði reikað góða stund um kirkjugarðinn og stefndi á hliðið. Það var þá sem ég rakst á leiðið í suðausturhorni garðsins. Það var á engan hátt kynleg tilviljun að mér varð starsýnt á það. Allir sem þarna áttu leið hlutu að veita því athygli. Trékrossinn, umvafinn arfa og rusli, fúinn og morknaður orðinn af vind- um loftsins og vatni himinsins, var að falli kominn ofan í rotnaðan blómsveig með upplituðu slitri af silkiborða, sem einhverntíma fyrir löngu hafði verið blár. Leiðið gat ekki borið því Ijósara vitni að enginn dauðlegur maður hirti um beinin sem þarna hvíldu. Og nafnið, það eina sem virtist vera eftir af þeim dauða, var svo óskýrt orðið og máð, að eftir nokkur ár verður það líka horfið með öllu. Það virðist vera sameiginleg ástríða með öllum, sem reika um kirkjugarða, að mega ekki reka augun í illlæsilega grafskrift án þess að hefja þegar í stað glímu við máða stafina. Og þolinmæði manna við þessa iðju eru lítil tak- mörk sett; jafnvel bráðlyndustu menn sýna í þessu efni þolinmæði, sem jaðrar við að vera yfirnáttúruleg. Stundum er engu líkara en lífshamingja kíkjandans sé fólgin í nafni hins dauða. Og eins fór fyrir mér. Ég gleymdi brátt stund og stað og byrjaði að stauta mig fram úr stöfunum, fyrst í stað án nokkurs árangurs, en ég gafst ekki upp. Ég gerði hverja tilraunina á fæt- ur annarri, þolinmóður og þrautseigur eins og allir kíkjendur á undan mér. Loks uppskar ég laun erfiðis míns — og las NIKOLJA JÓNSSON MATSVEINN Mér varð ónotalega við, líkt og ég hefði verið staðinn að ámælisverðu at- hæfi, því að nafnið hljómaði kunnuglega •' eyrum mínum, þótt ég kæmi því ekki strax fyrir mig. En svo rann allt upp fyrir mér í einni svipan og ónota- tilfinningin jókst. Ég vissi, að það var aðeins mannleg forvitni — ef til vill blandin einhverjum öðrum óskýranlegum kenndum, sem þó eru öllum mönn- um sameiginlegar — sem rak mig til að leggja slíkt kapp í að lesa úr graí- skriftinni. Samt gat ég ekki varizt þeirri hugsun, ag ég væri hér kominn á vit annarlegra hluta. Hér gat ekki verið um nema einn Nikolja að ræða. Mér hafði ekki komið hann í hug áratugum saman; ég hafði sannast að segja gleymt honum fyrir löngu, en nú þegar ég rakst svo óvænt á þetta sjaldgæfa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.