Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 20
18
kctssa í bás í fjósi undir Snæfellsjökli annó 1880. Hundamundi sagði mér
það. — Hann var viðstaddur mitt fyrsta kapphlaup við milljónirnar. — Þá
sigraði ég. — Við sigrum allir fyrst, síðan töpum við, sumir alltaf — eins og
ég."
Matsveinninn stútaði sig aftur á flöskunni og leit flýrulega á mig. Síðan
leit hann út í buskann og augu hans Ijómuðu eins og hann sæi þar eitthvað
guðdómlegt. Og það kom einhver ókyrrð í lappimar á honum eins og hann
langaði til að fljúga.
„Hann var þarna í fjósinu þessa Jónsmessunótt," hélt hann áfram, „uppi
á mæninum og hafði ágætt útsýni yfir upphaf lífs míns og fyrstu snertingu
móður minnar við pendúl sem allt snýst um á himni og jörð."
Augu matsveinsins lýstu af andagiftinni sem fylgir íslenzkum Svartadauða.
„Það sprakk gúmmí, sérú. Ég er sígilt dæmi um hvað hefst uppúr svona fikti
í meinum."
„Já," sagði ég.
Matsveinninn ropaði löngum ropa, veifaði síðan flöskunni og hrópaði há-
stöfum: „Hæ, hæ Óli fiðla!"
Tilvonandi yfirmaður minn breiddi út faðminn og þusti burt á fund Óla
fiðlu, en ég skundaði upp á Hótel Hjálpræðishersins eftir dótinu mínu. Að
hálftíma liðnum var óg aftur kominn niður á bryggju með aleigu mína í
sængurveri — bleiku.
Ég heyri skip flauta; það er Thule, skipið mitt, hundgamall flutningakláf-
ur, sem nú hefur verið dubbaður upp til að fara á síld. Ég hika andartak
meðan ég er að velta því fyrir mér, hvort svona skip muni geta flotið, það
ar svo ólíkt þeim skipum sem ég sá á póstkortum í sveitinni. Síðan staulast
ég um borð, og meðan ég er að bauka við sængurverið verð ég var við, að
það horfir kona á mig úr brúarglugganum, og ég get ekki betur séð en hún
hafi skemmtun af vandræðaskap mínum og klæðaburði. Ég virði fyrir mér
sauðskinnsskóna, sem voru síðasta verk móður minnar heitinnar, margþæfða
ullarsokkana og heimatilbúnu brækurnar, lít síðan aftur á konuna, roðna af
blygðun og skunda aftur eftir dekkinu með sængurverið. É'g er nærri dottinn
í fuminu og konan hlær í brúarglugganum. Ég fæ kökk í hálsinn, en þríf aftur
til sængurversins til að halda áfram för minni. Ég hef ekki stigið nema fáein
skref, er ég hrekk við — hörfa hratt, og blygðun mín hverfur skyndilega fyrir
öðrum sterkari geðhrifum.
Út um hurð aftan til á skipinu hendist beinagrind skrýdd stromphúfu og
svuntu. Allir angar eru á lofti, og þessi stormsveipur í mannslíki stefnir á
mig hraðbyri gegnum rökkrið: framrétt hönd, brennivínsblautar varir og óða-
got í hverjum lim.
Ég kenni þar Nikolja matsvein, legg frá mér sængurverið og tek í snatri
ofan húfuna að sveitamannasið — og bíð. En það varð ekkert úr venjuleg-
um kveðjum. Orð matsveinsins steypa stömpum út í veður og vind eins og
útvarpstruflun, og tennurnar úr honum, báðir gómarnir, gusast á dekkið. Og
áður en ég næ andanum hefur hann fleygt sér á fjóra fætur til að hand-
sama þetta ómissandi verkfæri úr andliti sínu.