Árbók skálda - 01.12.1956, Page 23

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 23
21 vöknaði um augu. Mér varð litið á matsveininn. Augu okkar mættust, en hann leit strax undan og hélt áfram að brytja kjötið, þegjandi og illúðlegur. Ég harkaði af mér og hélt áfram störfum mínum. Seinna um daginn fór matsveinninn með mig niður í búrið og lokaði vandlega á eftir sér. Hann gæddi mér á franskbrauði með jarðarberjasultu. Þetta var mikill heiður, því að sjálft búrið var helgidómur. Hann bar lyklana að því í bcmdi um hálsinn og dvaldi oft þarna inni tímunum saman og enginn vissi hvað hann var að gera. „Þú verður að harðna," sagði Nikolja. Mér kom móðir mín í hug, þetta lítilsvirta hjú, og ég minntist andlátsorða hennar: „Þú skalt launa illt með góðu, Ljótur minn, Þá mun þér famast vel." Svo var hún dáin, södd lífdaga. Hún var góð kona en fáfróð. Eg kyssti líkið á kinnina, en grét ekki. Nikolja vissi betur: „A'uga fyrir auga og tönn fyrir tönn," sagði hann. „Það gildir fyrir okkur, hitt kann að gilda fyrir aðra, það veltur á því hvemig maðurinn er. Menn og tilviljanir lyfta sumum, aðrir eru troðnir ofan í duftið." Það var stund- ar þögn, síðan hélt matsveinninn áfram og andlit hans varð torkennilegt og drættimir kringum munninn grimmdarlegir: „Rétti mótleikurinn, hvuti litli, rétti mótleikurinn er að bíta frá sér stax, leiftursnöggt, láta kné fylgja kviði; þá eru þeir vamarlausir, strax, leiftursnöggt!" Hann þagnaði skyndilega; andlitsdrættimir mýktust, hann tvísteig eins og hann væri á báðum áttum með eitthvað. Síðan klappaði hann mér á kollinn og sagði fljótmæltur: „Ljúktu nú við kökuna og komdu svo upp." Ég skildi lítið af því sem hann sagði, en eitt skildi ég. Þessi maður átti bágt. Ég hafði heyrt orð og orð í borðsalnum. Hann hafði brotið eitthvað af sér; ég vissi ekki hvað. „Þú hefur verið mér góður," sagði ég í barnslegu sakleysi. Hann klökknaði. „Við erum báðir lausaleikskrakkar." Hann þagnaði snögg- lega og flýtti sér út. Þetta var upphafið að vináttu okkar. Hann talaði fátt, var jafn-fálátur sem fyrr og blandaði ekki geði við skipshöfnina. Það litla sem hann talaði, það talaði hann við mig. —o—- Eleiri menn flykkjast fram á sjónarsviðið. Þarna er Hlölli í skærri birtunni frá lampanum í loftinu á borðsalnum. Ég sé skýrt fyrir mér andlit hans og hið ógleymanlega bros. Þegar hann brosir myndast djúpar hrukkur kringum augun, og það er ungbarnsásjóna sem blasir við manni, áhyggjulaus og heillandi. Silkimjúkt ljóst hárið fellur slétt og þunnt aftur með eyrunum nema einn óstýrilátur hártoppur, sem rís beint upp úr hvirflinum og dillar fjörlega í hvert sinn er mótoristinn hlær. Hann er grannvaxinn og útlimalangur. Kring- um hann í borðsalnum sitja raðir manna og flöktandi skært ljósið leikur um andlitin. Kvöldið hefur haldið innreið sína og með því einustu töfrar sjó- mennskunnar fyrir utan heimkomu, félagslífið: samræður fléttaðar skrítlum og stuttum sögum, hvoru tveggja mótað af þeirri frásagnarlist sem langvar- andi einangrun og gnótt æfintýralegs efniviðar hefur þroskað í sál sjó- mannsins allt frá því siglingar hófust langt aftur í grárri forneskju. Ég hlusta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.