Árbók skálda - 01.12.1956, Side 24

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 24
22 bergnuminn og lifi í huganum hin furðulegustu æfintýri með þeim víðförlu í þessum káta hóp. 1 einni andránni hleyp ég á eftir hlæjandi eskimóastúlku upp jökla Grænlands eða daðra við kynblending í Portúgal. Ég upplifi líka glímuskjálfta Hlölla, er hann tekur glæpamann fjölbragðaglímutökum á hóru- húsi í Marrokkó. Og ég heyri líka að Hlölli, sem ráðið hefur sig sem mótor- ista á skipið, hefur ekki hundsvit á vélum. Hins vegar hefur hann fengizt við ýmislegt annað miklu skemmtilegra, til dæmis sveiflað montpriki og klæðzt hvítum buxum og sólhjálmi á Tokkópillu og Valparæsó. En vélarl Hann vísar slíku tali á bug með glæsilegri handsveiflu og fer að tala um það, þegar hann tók greifafrúna í misgripum fyrir gleðikonu á Champs Élyssées. Mótor- istinn hlær og hártoppurinn dillar fjörlega. Sól er í hádegisstað og logheitir geislar hennar steypast yfir þúsund skipa síldveiðiflotans. Huld reykmekki eins og orrustuskip í stríði plægir þessi vold- uga flotadeild hafið meðfram strandlengju Norðurlands. Alira þjóða skip og allra þjóða kvikindi heyja hér miskunnarlaust kapphlaup um síldina, hið fljótandi silfur hafsins. Hér eru Piússar, Svíar, Danir, Portúgalar, Spánverjar, Norðmenn, Islendingar. Og hraðskreiðir leitarbátar rússneskra móðurskipa þjóta hér fram og aftur með 30 mílna hraða og blóðrauðan fána Sovéts blakt- andi við hún; tveir menn standa í lyftingu, klæddir svörtum einkennisbúningi íshafsflotans, skimandi yfir hafflötinn; glampa slær á sjóngler. Thule er líkast orrustuvelli ofanþilja, kork, garn, spýtur og herpinætur — allt í einni bendu; kaðalspottar dinglandi í rám, loftið þrungið tjörudaun og dekkið logandi undir fótum manns. Skipstjórinn Grímsi æðir fram og aftur um bátadekkið, líkastur blótneyti ásýndum, rauðhærður og mikilúðugur, sóp- andi burt með fótunum spýtnabraki, netanálum og garni, nemur svo öðru hvoru staðar og beinir blóðhlaupnum augum að mótoristanum og Suður- Ameríkufaranum Hlölla, sem situr makindalega uppi í stjórnborðsbátnum og kemur ekki vélinni í gang. Skip eru að kasta allt í kring. „Fleiri rafgeyma," segir mótoristinn og lætur ekkert á .sig fá. Stöðugur straumur manna, sem klyfjaðir eru rafgeymum, skunda milli stjórnpalls og bátadekks. Og í hundraðasta skipti leggst skipstjórinn upp á bátinn og fylg- ist með hverju handtaki mótoristans. „Hvern fjandann ertu að fálma með putt- ana maður? Það þýðir ekkert að losa og losa; maður verður líka að geta sett saman aftur. Hvert ætlarðu með þetta skrúfjárn? Hvað á þessi apa- og slöngu- leikur kringum vólina eiginlega að þýða? Ha? Þú ræður þig hér sem mótor- ista, en hefur álíka vit á vélum og jötunuxi. Hvað segirðu? Svaraðu maður!" „Við getum ekki talað báðir í einu," segir mótoristinn kaldur og rólegur og losar skrúfu, skoðar hana íbygginn, potar í kveikjuna og veltir vöngum. „Hefurðu heyrt söguna um apann, sem átti að skipta ostinum?" Grímsi horfði stórum augum á mótorista sinn og sagði síðan með sann- færingu: „Ég held þú sért ekki með öllum mjalla."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.