Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 25
23
Ljósi hártoppurinn upp úr hnakka Hlölla dillar íjörlega. „Ég? Það er ekk-
ert í veginum með mig; það er vélin, hún vill ekki trítla með."
„Ha?" Skipstjórinn opnaði munninn betur, en lokaði honum svo snögglega,
snerist á hæl og skundaði upp í brú til konu sinnar. Hann var þó ekki hættur
við eftirlitið, því uppi í brúnni lagðist hann á gægjur, þrýsti andlitinu upp að
brúarglugganum, látandi öllum illum látum á meðan, kreppandi hnefann og
skælandi sig framan í mótoristann.
Þá kvað skyndilega við vélagnýr og nef skipstjórans varð flatt á rúðunni.
Mótoristinn hneigði sig hirðmannlega í áttina til skipstjórans og konu hans,
fleygði sér síðan með sígarettustubb ofan á herpinótina. Ég lagði frá mér
skolpfötuna og klifraði upp á bátadekkið til hans, því hann var alltaf fús
til að segja sögur, allar af sjálfum sér. Og hvílíkar sögur gat hann ekki sagt
manni þessi þrítugi æfintýramaður, sögur sem áttu fyrir vettvang næstum öll
lönd jarðkringlunnar. Einu sinni lagði hann upp frá Bombay með ávexti og
virðulegt föruneyti á fund Yoga nokkurs í þorpi þar hjá og fékk blessun
að launum, og þust hafði hann yfir sólbakaða sanda Egyp.talands til að heilsa
upp á píramída Kúfu. Hann var hreinasta gullnáma, óþrjótandi náma af
skemmtilegri lýgi. Sá heimssögulegi atburður var ekki til, þar sem hann hafði
ekki komið eitthvað við sögu, það afrek ekki verið unnið í friði eða stríði,
að hann væri þar ekki fremstur í flokki vaskra drengja. Hann var með í pólför
Scotts 1912 og viðstaddur krýningu Georgs V. 1911, gott ef hann léi ekki kór-
ónuna á hinn ágæta kóng með eigin hendi.
„Hvernig var það á Súrabæja eða Tokkópillu?" spyr ég.
Mótoristinn blæs frá sér bláum reykjarstrók og toppurinn dillar, bjartur sem
platína í sólskininu. En það er einhvern veginn ekki hægt að endursegja sög-
urnar hans Hlölla. Þessi stórbeinótti maður með ungbarnsásjónuna talaði
líka með andlitinu, höndunum, öllum fingrunum — jafnvel með toppnum líka.
En þegar hann byrjar að segja frá, þá er ég ekki lengur skítugur hjálpar-
kokkur á herpinót. Ég er prúðbúinn kavaler á hvítum stuttbuxum með sól-
hjálm á höfði í fylgd með Hlölla um götur Valparæsó á leið til húss nokkurs
við ströndina, þar sem eru pálmar, safírblár sjór og fallegar brúnar stúlkur,
klæddar aðeins í þetta eina dásamlega laufblað eins og Eva . . .
„Fíra bátunuml I ! "
Það er eins og blásið hafi verið í herlúður. Skipið nemur staðar í freyðandi
röst. Skipshöfnin bregður skjótt við og bátarnir skella með gusugang í hafið.
Skipsmenn hlaupa fyrir borð, ofan í bátana, hver maður á sinn stað, og niður
á dekkið hlunkast nú Grímsi eins og loftsteinn af himnum ofan, gustmikill og
knálegur, klæddur skinnskreyttri úlpu og með kúrekastígvél skrautleg á fót-
unum, konu sinni til heiðurs. Nú á að gera stóra fígúru, því það er tru sjo-
manna að fyrsta kastið á veiðunum spegli í smækkaðri mynd veiðiárangur
sumarsins í heild. Og þetta var skemmtilegur dagur. Kona Grímsa stóð á brúar-
vængnum með kíki í hendi. Hún þekkir aðeins af spurn hvernig síld sé veidd,
en hún hefur heyrt að maður sinn sé mikill bassi, og nú er tilhlökkunin slík,
að það er eins og hún viti ekki í hvora löppina hún eigi að stíga. Andlit hennar