Árbók skálda - 01.12.1956, Side 28
26
Ungbarnaásjónu mótoristans bregður íyrir í olíusvækjunni; toppurinn dillar
fjörlega. Hvort trítlar hún ekki með nú?
Kveldsólin er sigin í hafið og með henni allt purpuraskartið. Skýin eru ekki
lengur dropalaga rauðagull heldur perlugrá regnský nokkru ofar skugga-
legum fjallatindum Norðurlands. Nú drottna tungl og stjörnuljós á himni og
fletir skugga og mánaljós skiptast á ofanþilja á Thule þar sem það lónar
með ströndum fram við heimsskautsbauginn. Og aldan blásvört á lit eins og
olía glymur við stafn, freyðir við lenzgötin og skolar dekkið á stöku stað.
Allir eru komnir undir þiljur nema ég, varðmennirnir tveir í bassaskýli og
Nikolja, sem er eitthvað að bauka inni í eldhúsi miðskips. Eftir þessu hef
ég verið að bíða, því að hjá lenzgatinu liggja fimm síldar, fimm þrautseig
kvikindi, sem fallið hafa utan við lestaropið og mjakað sér í áttina til lenz-
gatsins, en gefizt upp nokkur skref frá frelsinu. Ég spyrni þeim útbyrðis, en
síldarnár hafa ekki fyrr skollið í hafið en gripið er harkalega í mig. „Dreng-
djöfull. Heldurðu að þú sért ráðinn hér upp á kaup til að fleygja aflanum í
sjóinn. Heldurðu það, bölvaður hórusonurinn?"
Ég snerist á hæl og stóð andspænis vélstjóranum, sem forðum hafði slett
á mig skyrinu. Ég reyndi að slíta mig lausan, en hann herti takið og hóf
handlegginn til að löðrunga mig.
„Tóbías," heyrðist þá sagt með nístandi hreim að baki okkar. Nikolja stóð
í eldhúsdyrunum og brá kjötsveðjunni á járnhurðina eins og til að skerpa
eggina. „Slepptu honum, Tóbías, slepptu honum, Tóbías," sönglaði matsveinn-
inn annarlega. „Þú skalt ekki leika sömu kúnstimar hér og þeir við mig
djöflamir á kútter Marie Anne."
Matsveinninn skrapp í keng, líkastur pardusdýri að búa sig undir stökk.
Augun voru aðeins mjóar rifur og það glampaði á augasteininn.
Vélstjórinn hikaði, en þá brá matsveinninn hnífnum aftur á hurðina og
nú svo leiftursnöggt að ískrið skar gegnum merg og bein. „Þú ætlar að troða
illsakir við Nikolja og hans mann!" hvæsti hann tryllingslega.
Matsveinninn stökk fram, eldsnöggt, hljóðlaust, með mýkt kattarins. Vél-
stjórinn sleppti mér í skyndi og reyndi að forða sér meðfram borðstokknum,
en Nikolja króaði hann inni hjá vatnskössunum og fikraði sig nær honum,
hægt, álútur, með hnífinn brugðinn í naflahæð.
Vélstjórinn bandaði til hans hendinni og varir hans skulfu ofsalega. „Nikolja
minn, Nikolja minn, stilltu þig vinur, ég ég ..."
„Burt þá," hvæsti Nikolja og hopaði á hæl til að hleypa honum fram hjá.
Vélstjórinn lét ekki segja sér það tvisvar, og var nærri dottinn í óðágotinu.
„Komdu drengur og þvoðu pönnurnar," sagði Nikolja hvatskeytlega og
vatt sér inn í eldhúsið.
Góða stund var þögn. Svo skrimti lágt í matsveininum, hann var að tala
við sjálfan sig; „Djöfulli var hann hræddur. Það skulfu á honum varirnar.
Svona á maður að taka þá, leiftursnöggt; þá eru þeir varnarlausir."