Árbók skálda - 01.12.1956, Page 28

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 28
26 Ungbarnaásjónu mótoristans bregður íyrir í olíusvækjunni; toppurinn dillar fjörlega. Hvort trítlar hún ekki með nú? Kveldsólin er sigin í hafið og með henni allt purpuraskartið. Skýin eru ekki lengur dropalaga rauðagull heldur perlugrá regnský nokkru ofar skugga- legum fjallatindum Norðurlands. Nú drottna tungl og stjörnuljós á himni og fletir skugga og mánaljós skiptast á ofanþilja á Thule þar sem það lónar með ströndum fram við heimsskautsbauginn. Og aldan blásvört á lit eins og olía glymur við stafn, freyðir við lenzgötin og skolar dekkið á stöku stað. Allir eru komnir undir þiljur nema ég, varðmennirnir tveir í bassaskýli og Nikolja, sem er eitthvað að bauka inni í eldhúsi miðskips. Eftir þessu hef ég verið að bíða, því að hjá lenzgatinu liggja fimm síldar, fimm þrautseig kvikindi, sem fallið hafa utan við lestaropið og mjakað sér í áttina til lenz- gatsins, en gefizt upp nokkur skref frá frelsinu. Ég spyrni þeim útbyrðis, en síldarnár hafa ekki fyrr skollið í hafið en gripið er harkalega í mig. „Dreng- djöfull. Heldurðu að þú sért ráðinn hér upp á kaup til að fleygja aflanum í sjóinn. Heldurðu það, bölvaður hórusonurinn?" Ég snerist á hæl og stóð andspænis vélstjóranum, sem forðum hafði slett á mig skyrinu. Ég reyndi að slíta mig lausan, en hann herti takið og hóf handlegginn til að löðrunga mig. „Tóbías," heyrðist þá sagt með nístandi hreim að baki okkar. Nikolja stóð í eldhúsdyrunum og brá kjötsveðjunni á járnhurðina eins og til að skerpa eggina. „Slepptu honum, Tóbías, slepptu honum, Tóbías," sönglaði matsveinn- inn annarlega. „Þú skalt ekki leika sömu kúnstimar hér og þeir við mig djöflamir á kútter Marie Anne." Matsveinninn skrapp í keng, líkastur pardusdýri að búa sig undir stökk. Augun voru aðeins mjóar rifur og það glampaði á augasteininn. Vélstjórinn hikaði, en þá brá matsveinninn hnífnum aftur á hurðina og nú svo leiftursnöggt að ískrið skar gegnum merg og bein. „Þú ætlar að troða illsakir við Nikolja og hans mann!" hvæsti hann tryllingslega. Matsveinninn stökk fram, eldsnöggt, hljóðlaust, með mýkt kattarins. Vél- stjórinn sleppti mér í skyndi og reyndi að forða sér meðfram borðstokknum, en Nikolja króaði hann inni hjá vatnskössunum og fikraði sig nær honum, hægt, álútur, með hnífinn brugðinn í naflahæð. Vélstjórinn bandaði til hans hendinni og varir hans skulfu ofsalega. „Nikolja minn, Nikolja minn, stilltu þig vinur, ég ég ..." „Burt þá," hvæsti Nikolja og hopaði á hæl til að hleypa honum fram hjá. Vélstjórinn lét ekki segja sér það tvisvar, og var nærri dottinn í óðágotinu. „Komdu drengur og þvoðu pönnurnar," sagði Nikolja hvatskeytlega og vatt sér inn í eldhúsið. Góða stund var þögn. Svo skrimti lágt í matsveininum, hann var að tala við sjálfan sig; „Djöfulli var hann hræddur. Það skulfu á honum varirnar. Svona á maður að taka þá, leiftursnöggt; þá eru þeir varnarlausir."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.