Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 30

Árbók skálda - 01.12.1956, Qupperneq 30
28 þekktur maður, í áríðandi erindagerðum, að panta kost fyrir sitt skip — þarf að tala í gegnum símann. Og þarna sem ég stend og fylgist með hinum ágæta matsveini verð ég vitni að hörmulegu atviki: Skyndilega er kallað. Nikolja nemur staðar. Maður gengur í veg fyrir hann, þrífur í hann. Nikolja streitist á móti; það varð handapat og læti, flaska á lofti, ryskingar, þá rykský og tvisvar glampi af gleri. Síðan hverfa þeir saman inn í port, dveljast þar drykk- langa stund — og svo kemur matsveinninn aftur í ljós og hleypur nú við fót uppá símstöð þorpsins. Þá vissi ég hvað klukkan sló, fyrst hann fór að hlaupa. Og grunur minn reyndist réttur, því að dagur leið að kvöldi án þess að bólaði á Nikolja — og þar við sat unz Hlölli kom um borð um sexleytið með þær fréttir, að það hafi verið eitthvað meira en bara brauðin sem Nikolja hefði pantað frá Akur- eyri, því að hann sæti nú ofurölvi uppá Hótel Hesteyri og væri illur viður- eignai'. Mótoristinn hikstaði og þótti viðeigandi að bæta við: „Ég skil ekkert í mönnum sem drekka sig svona fulla." Sjálfur stóð hann varla á fótunum. Það var ekki um annað að gera en leggja land undir fót og hafa tal af matsveininum. Kvöldverðinn um borð varð að hafa til á réttum tíma. Ég hitti Nikolja einan í veitingasalnum. Aðra gesti var hann búinn að flæma burt fyrir löngu, en í hliðarherbergi sat að snæðingi mötuneyti yfir- manna í verksmiðjunum, forstjórar, skrifstofumenn og annar aðall þorpsins. „Púh!" sagði hótelstýran maddama Jona, sem í þessu sigldi hjá, hnarreist og holdmikil, með nýja krás á fati handa mötuneytinu. „Getið þér ekki komið þessu svíni út, hann sénerar Fólkið." Það var ekki ofsögum sagt, að matsveinninn væri illa til reika. Hann hafði marghellt ofan í borðdúkinn, stráð tóbaksösku þar yfir, og hvíta kollinn á kaskeitið vantaði, en gjörð húfunnar lá á borðinu og vínglasið innan í henni. Tveir pokar með brauðum lágu í gluggakistunni. Matsveinninn leit upp þegar ég settist. Hann var slappur í framan og skuggalegur til augnanna. Hann hló máttleysislega. „Þú hér, hvuti litli." Hann varð skyndilega klökkur. „Ljótur minn," sagði hann, „þegar ég er dá- inn og þú ert orðinn kokkur ..." „Nikolja," sagði ég. „Það er að koma kvöldverðartími." „Matur! Djöfullinnl" Stálbliki brá fyrir í augum matsveinsins. Hann lyfti höfðinu, sperti eyrun og hlustaði. Innan úr herbergi mötuneytisins barst glamur í göfflum og gleri. Augun í matsveininum urðu ægileg. „Heyrirðu hamaganginn í þeim," hvæsti hann. „Sósan er svona þunn, þeir ná henni ekki með göfflunum, hún er svona þunn. Éta, éta, éta." Hann reis á fætur hægt og stirðlega; það var stjarfi í augunum og nístandi hatur í svipnum. „Þannig á að taka þá, leiftursnöggt. Þá eru þeir varnar- lausir. — Þeir ná henni ekki með göfflunum, en þeir gefast ekki upp, þeir mega ekki einu sinni vera að því að tala saman. Sósan! Þeir sjá ekkert nema sósuna, en þeir ná henni ekki með göfflunum. Éta, éta, éta." Nikolja staulaðist að dyrum mötuneytisins, studdist við dyrakarminn og horfði hatursaugum á kostgangarana. „Éta, éta, éta," hvæsti hann. Kostgangararnir virtu hann ekki viðlits, þessa skítfullu kokkdruslu. Hótel-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók skálda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.