Árbók skálda - 01.12.1956, Side 38

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 38
Elías Mar: Dœmisaga um dauðann Ég, skáldið, var íjarska mikið barn. Mér skildist það samt ekki til fulls fyrr en ég var dauður; þá hlaut ég næga yfirsýn. Og hefux hér að segja frá því. Snemma í desember var ég farinn að hlakka til jólanna; það var barnið í mér, þrítugum manninum. Mér fannst allir hlutir verða fegurri, allar lífs- verur glaðari, allur heimurinn miklum mun bærilegri en endranær; og hirði ég ekki um að fara öllu nánar út í það. Sá þáttur barnatrúar minnar, að þannig hlyti þessu að vera varið með flestalla aðra menn, hafði ekki drep- izt í dróma. Kvöld eitt síðla á aðventu, í miklu blíðskaparveðri, gekk ég út úr húsi. Ég þurfti að kaupa mér eldspýtur til næturinnar; hafði setið yfir skriftum mín- um daglangt, og ætlaði mér að leggja nóttina við daginn. Ég keypti eldspýt- urnar. Og stúlkan í söluturninum, átján ára hnáta ljóshærð, brosti til mín. Ef hún hefði ekki brosað til mín — og einmitt á þennan hátt sem hún brosti — myndi ég kannski ekki hafa eytt peningum mínum í sígarettur einnig; ég þóttist vera kominn í tóbaksbindindi. En nú keypti ég sígarettur, heilan pakka, fékk annað bros frá stúlkunni í turninum eins og ég hafði vænzt, og gekk síðan burtu harðánægður. Svona var ég mikið barn, þrítugur maður- inn með útlit sextugs karls: ég hélt að stúlkan meinti eitthvað dásamlegt með brosi sínu. Ég hafði kveikt mér í álnarlangri sígarettu og svelgt marga þykka reykjar- flóka þegar ég áttaði mig á því, að ég var ekki á heimleið. Ég hafði þó svo sannarlega ætlað mér heim, til að vinna að sjöbinda skáldsögunni minni um baráttu verkalýðsins gegn auðvaldinu. En nú hélt ég í allt aðra átt: Ég rásaði eftir fjölfarinni götu, niður til miðbæjarins, og púaði sígarettuna þar til ég var orðinn grænn í framan. Ég leit af tilviljun mynd mína í spegli verzlunarglugga, og sá þá að ég var orðinn grænn framan í. Þá henti ég frá mér sígarettunni. 1 þeim svifum gekk að mér ungur maður, staðnæmdist í vegi fyrir mér, einblíndi á mig kankvís og storkandi, og spurði: Hversvegna ertu svona grænn? Ég var að reykja, sagði ég. Aumingi! sagði hann. Ekki svona ókurteis, sagði ég. Þú varst alls ekki að reykja, sagði hann og fyrirlitning hans á öðrum eins lygara og mér, hún leyndi sér ekki. En hvað þá? spurði ég. Þú ert svona grænn af því að sálinni slær út! sagði hann og hló rosa- hlátri; það var kórhlátur úr einum og sama mannsbarkanum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.