Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 38
Elías Mar:
Dœmisaga um dauðann
Ég, skáldið, var íjarska mikið barn. Mér skildist það samt ekki til fulls fyrr
en ég var dauður; þá hlaut ég næga yfirsýn. Og hefux hér að segja frá því.
Snemma í desember var ég farinn að hlakka til jólanna; það var barnið
í mér, þrítugum manninum. Mér fannst allir hlutir verða fegurri, allar lífs-
verur glaðari, allur heimurinn miklum mun bærilegri en endranær; og hirði
ég ekki um að fara öllu nánar út í það. Sá þáttur barnatrúar minnar, að
þannig hlyti þessu að vera varið með flestalla aðra menn, hafði ekki drep-
izt í dróma.
Kvöld eitt síðla á aðventu, í miklu blíðskaparveðri, gekk ég út úr húsi. Ég
þurfti að kaupa mér eldspýtur til næturinnar; hafði setið yfir skriftum mín-
um daglangt, og ætlaði mér að leggja nóttina við daginn. Ég keypti eldspýt-
urnar. Og stúlkan í söluturninum, átján ára hnáta ljóshærð, brosti til mín.
Ef hún hefði ekki brosað til mín — og einmitt á þennan hátt sem hún brosti
— myndi ég kannski ekki hafa eytt peningum mínum í sígarettur einnig;
ég þóttist vera kominn í tóbaksbindindi. En nú keypti ég sígarettur, heilan
pakka, fékk annað bros frá stúlkunni í turninum eins og ég hafði vænzt, og
gekk síðan burtu harðánægður. Svona var ég mikið barn, þrítugur maður-
inn með útlit sextugs karls: ég hélt að stúlkan meinti eitthvað dásamlegt
með brosi sínu.
Ég hafði kveikt mér í álnarlangri sígarettu og svelgt marga þykka reykjar-
flóka þegar ég áttaði mig á því, að ég var ekki á heimleið. Ég hafði þó svo
sannarlega ætlað mér heim, til að vinna að sjöbinda skáldsögunni minni
um baráttu verkalýðsins gegn auðvaldinu. En nú hélt ég í allt aðra átt: Ég
rásaði eftir fjölfarinni götu, niður til miðbæjarins, og púaði sígarettuna þar
til ég var orðinn grænn í framan. Ég leit af tilviljun mynd mína í spegli
verzlunarglugga, og sá þá að ég var orðinn grænn framan í. Þá henti ég
frá mér sígarettunni.
1 þeim svifum gekk að mér ungur maður, staðnæmdist í vegi fyrir mér,
einblíndi á mig kankvís og storkandi, og spurði: Hversvegna ertu svona
grænn?
Ég var að reykja, sagði ég.
Aumingi! sagði hann.
Ekki svona ókurteis, sagði ég.
Þú varst alls ekki að reykja, sagði hann og fyrirlitning hans á öðrum
eins lygara og mér, hún leyndi sér ekki.
En hvað þá? spurði ég.
Þú ert svona grænn af því að sálinni slær út! sagði hann og hló rosa-
hlátri; það var kórhlátur úr einum og sama mannsbarkanum.