Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 39

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 39
37 Mér gafst ekki tími til umhugsunar né tækifæri til svars, því maðurinn var horfinn á samri stund í fólksmergð götunnar. — Skyldi þessi vesalingur ekki ennþá vera farinn að hlakka til jólanna? hugsaði ég og fannst svarið hljóta að vera neikvætt; og það hryggði mig. Síðan hélt ég áfram niður í bæ, gleymdi manninum ófyrirleitna og hafði nánast skemmtun af að ganga úti í þessu góða veðri innan um prúðbúið fólk, baðaður ljósflóði margbreyti- legu; ég hafði ekki gengið niður í bæinn að kvöldi til um alllangt skeið. Það var af sem áður var: einusinni hafði ég þó verið ungur, eins og flest þetta fólk, einnig að árum. Og án þess ég tæki nokkra ákvörðun á þessari stundu mun undirvitund mín hafa beint för minni að alveg sérstöku veit- ingahúsi: lítilli krá í gamla bænum, sem ég tíðkaði að sækja á stúdentsár- um mínum. Þangað mun ég hafa ætlað að fara, endaþótt ég vissi það óljóst sjálfur. 1 miðjum þessum bæ er torg sem kennt er við Agóra; það nefnist Agóra- torgið og er mjög virðulegt. Þaðan kvíslast margar götur; og þar standa við gatnamót uppljómað nýreist kvikmyndahús annarsvegar, og hinsvegar gömul gotnesk kirkja, lítil og dimm. Himinninn uppi yfir henni er um nætur bjartari en hún sjálf, svo dökk er hún. Á þetta torg var ég nú kominn. Ég þurfti að ganga fram með því sunnanverðu til að komast í krána mína, sem var í gamla bæjarhlutanum. En ég flýtti mér ekki; mér lá ekkert á. Ég staðnæmdist hjá kvikmyndahúsinu uppljómuðu og beið þess að umferð- inni linnti, svo ég kæmist yfir strætið. Ég hlýt enn að hafa verið mjög grænn í framan. Því svo mikið er víst, að öldurmannlegur maður, svartklæddur með hvítan harðflibba, leit til mín það- an sem hann stóð skammt frá mér; og augnaráð hans var ekki ósvipað því er menn rýna í smásjá. Það var enganveginn illmannlegt; fjarri fór því. Það var miklu fremur góðlegt, kannski vegna þeirrar vipru í munnvikunum, sem gerði að verkum að hann virtist brosa í sífellu lífsreyndu afabrosi, ef ekki beinlínis ömmubrosi. Svo gekk hann að mér. Hann gekk að mér; og þegar hann var kominn alveg þangað sem ég stóð, hætti hann að líta mig rannsóknaraugum, en beindi þeim að kirkjunni handanvið, opnum og gamalvotum, og sagði: Magnificat! Ég hafði enga ástæðu til að ætla, að maðurinn væri að tala við mig frem- ur en við sjálfan sig, og þó sagði ég: Hvað? Hvern? Hversvegna? Hann hélt áfram að mæna upp á turnspíru kirkjunnar gömlu, þvert yfir umferð götunnar, og gamalmennisbros hans varð að bamslegri fagnaðar- glennu þegar hann hélt áfram: Magnificat anima mea Dominum! Svo leit hann á mig. Þá fyrst tók ég eftir því, að hann hélt um forna biblíu, sinaberum barnshvítum höndum, uppivið brjóstið. Hann leit á mig votum augum, ekki lengur rannsakandi, öllu fremur fagnandi; og sagði, innilega hrærður: De posuit potentes de sede et exaltavit humiles. — Einnig í rödd hans var mikill fögnuður. Ég mun hafa ætlað að svara þessu, eða enn líklegar: ætlað að spyrja manninn, hvað hann væri að fara; en mér gafst ekki færi. Lýgi! var hrópað fyrir aftan mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.