Árbók skálda - 01.12.1956, Page 40

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 40
38 Lýgi og kjaftæði! var sömuleiðis hrópað fyrir aftan gamla manninn. Umhverfis stóð hópur fólks sem hafði ætlað sér að fara yfir götuna, en sá nú ekki græna ljósið loksins er það var komið. Tveir sterklegir menn í þess- um hópi höfðu fengið pata af orðum mannsins og æpt á þau. Nú þrifu þeir í axlir okkar og hristu okkur duglega; einnig mig, sem ekkert hafði sagt, ekkert staðhæft. Og hitt fólkið gleymdi öllu öðru, en steig nær, þyrptist upp að okkur. Sá sem hélt í öxl þess svartklædda hrópaði upp í andlitið á hon- um, svo að öldungurinn deplaði augum, líkt og hann fengi framan í sig skóflu af pipar: Hvað þykist þú vera að prédika lýgi þína á latínu? Við er- um menntamenn og skiljum latínu engu siður en þú! — Og sá sem hafði gripið um mitt eigið axlastopp, all-óþyrmilega, hrópaði sömuleiðis: Hvað ert þú að hlusta á svona mann? Mér gafst enn ekki færi á að svara, því að nú hrópuðu báðir mennirnir einum rómi, samæfðum, skörulega: Það er lýgi, að Jesús Kristur upphefji þá lítillátu. Komið með okkur; við skulum sýna ykkur þann sem hefur upp- reist þann fallna og smáða! Þetta var skipun. Ég og gamli maðurinn með biblíuna hlutum að hlýða þessu boði, því mennimir þrifu samstundis í axlir okkar og hrifsuðu okkur út úr mannfjöldanum, slengdu okkur í sveiflu út eftir gangstéttinni; sömu- leiðis þeim hóp sem umhverfis var; allir eltu. Án tafar var okkur þrýst upp að flóðlýstum sýningarglugga, og fólkið þrýsti að okkur einnig. Öll gatan þrýstist sjálfviljug og vildi fá að skoða. Fyrir innan heljarmikla glerrúðu blasti við í ofbirtu þúsund rafljósa mál- verk eitt mikið; það náði frá gólfi til lofts í hvelfdum sal. Annað var þar ekki sjáanlegt. Á málverkinu gaf að líta brjóstmynd af manni, hvítskeggjuðum, góðlegum, en eilítið glettnislegum; hár hans hvítt, eða svo til; augnabrúnir svartar. Þetta var forkunnar haglega gert málverk, litir þess náttúrlegir, hlut- föllin óvefengjanleg. Svo nákvæmt var það frá hendi meistarans, að telja mátti hárin í skegginu, það var auðséð, aðeins ef maður hefði vilja og næg- an tíma til slíks. Þá heyrði ég ussað og sveiað fyrir aftan mig. Ég leit við og sá þar ungan mann, rauðskeggjaðan, sköllóttan þó; það var hann sem hafði ussað. Hann bar pakka imdir hendi, fyrirferðarmikinn en þunnan, og röndin skarst mill- um herðablaða minna; ég gat ekkert við því gert. Uss og svei, þetta er ómerkilegt málverk, sagði rauðskeggur. Ég mála sjálfur miklu betur. Nýjasta mynd mín nefnist Hundrað sjötíu og níu óþekktar stærðir. Þegi þú! hrópaði nú sá sem hélt mér í öxlina. Röðin kemur að þér seinna, lagsi, kannski fyrr en þú heldur. En hér erum við að frelsa Skáldið. — Svo æpti hann í eyra mér, um leið og hann benti á málverkið í salnum: ÞETTA er sá, sem hefur frelsað mannkynið! ÞESSI og enginn annarl Nú er bezt að segja það skýrt og skorinort, að ég var manninum innilega sammála. En ég lét það ekki uppi. Ég fann óstjórnlega löngun til að leyfa ræðumennsku hans, vizku og öðrum mannkostum að njóta sín, svo ég spurði aðeins, rétt sem ég vissi ekki neitt: Hver er sá? Hver annar en Marx! hrópaði maðurinn illskulega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.