Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 45

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 45
43 Hverskonar skopleikur er þetta? spurði ég. Á þetta aldrei að taka enda? Hvað hef ég gert af mér? Þér eruð skáld, sagði dómarinn. Sú stund er liðin, að hægt sé að láta hvern sem er v"aða uppi, jafnvel í frjálsu þjóðfélagi. Nú eru átökin harðari en nokkru sinni fyrr. Þér vitið, að menn berjast ekki lengur með vopnum. Menn berjast með þeim meðulum, sem þér notið. Skáld eru bardagamenn aldarinnar, með okkur eða á móti. — Og glott hans hvarf er hann bætti við: Þér eruð að skrifa múgæsingarsögu; það er opinbert leyndarmál. Ekki veit ég hvort maður á að kalla hana það, svaraði ég. Mér er til efs, að samherjar mínir og vinir verði ánægðir með hana þegar þar að kemur. Dómarinn fékk nú glott sitt aftur, og sagði: Kannski er hægt að koma í veg fyrir, að þeir þurfi að verða óánægðir með hana. — Hvemig þá? spurði ég. Ja, til dæmis með því, að þér létuð vera að ljúka við han'a og birta hana, sagði dómarinn. Það tek ég ekki í mál, sagði ég. Kurr á bekkjum virðingarmannanna. Nei náttúrlega ekki, sagði sá sem glotti. En, sem sagt, þetta em alvarlegir tímar. Menn verða að kunna að standa réttum megin. Þér virðizt ekki kunna það. Og þér virðizt ekki kunna að standa röngu megin heldur; annars hefðuð þér aldrei lent á þessum fundi með okkur í kvöld. Það er reyndar skemmtileg kaldhæðni örlaganna, að einmitt vinir yðar skyldu hafa komið með yður! Ég var í þann veg að mótmæla enn einu sinni öllum þessum furðulega leik, þegar rödd heyrðist frá kviðdómendabekk utarlega, skræk nokkuð og ótöm. Ég dirfðist að líta við, en þurfti þess reyndar ekki. Þetta var rödd svartklædda öldungsins; hann var þarna kominn; hann var einn af kvið- dómendum. Enn bar hann biblíu sína uppivið brjóstið og hélt um hana hvítum höndum. Og nú sagði hann óðamála: Ég þoli engar mcdalengingar. Dómarinn veit vel, að þessi maður er stórhættulegur frjálsu þjóðfélagi. Við höfum engan tíma til að vaka yfir þessu í alla nótt. Ég vil segja, að mér hafi vel tekizt að fá einmitt vini hans og samherja til að snúa við honum baki og flytja hann hingað til okkar. Enginn í þessu bæjarfélagi hefði farið betur að því en ég, enda lagði ég mig í margfalda hættu. Og ég slapp, en náði þó í hann. Hann er hér staddur, og við sleppum honum ekki. Fyrir hönd kvið- dómenda segi ég: Dæmið hann til dauða. Um stund varð grafarþögn í salnum. Hárkollubúinn dómarinn varð óró- legur. Það var engu líkara en ræða hins svartklædda kæmi honum úr jafn- vægi; hann missti glottið öðru sinni, og þagði. Ég beið. Kviðdómurinn beið. Ég kom ekki upp orði, enda var ekki ætlazt til þess af neinum. Ég sá, að dómarinn horfði út undan gleraugunum, fyrst á kviðdóminn, svo á mig; síðan aftur á kviðdóminn. Eftir langa þögn, við óeiru, sagði hann og beindi orðum sínum að mér: Herra minn. Þér eruð í rauninni allra bezti maður; það erum vér allir. En þér eruð líka fjarska mikill einfeldningur. Maður eins og þér —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.