Árbók skálda - 01.12.1956, Page 48

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 48
Jökull Jakobsson: Mynd úr marmara Síðla dags brunaði bifreiðin eftir þjóðveginum sem lá í bugðum upp dalinn, hægði á sér við næstinnsta bæinn, beygði útá afleggjarann og fikaði sig eftir troðningnum heimað bænum. Hundurinn sem legið hafði fram á lappir sínar á hlaðinu rauk upp með gelti og einhver kom útí gluggann. Bílstjórinn þeytti hornið tvisvar, stöðvaði síðan bílinn og steig út. Hann veifaði uppí gluggann og blístraði. Hundurinn var hættur að gelta og flaðraði uppum gestinn og dillaði rófunni. Það var heiðskír himinn og stafalogn; þungur ilmurinn af töðu settist í vit manns. Þvotturinn á snúrunni bærðist varla. Gesturinn gekk ekki að bæjardyrunum en tyllti sér á hverfisteininn og beið þess að hún kæmi út. Um leið og hún steig útfyrir þröskuldinn reif hún af sér svuntuna og fleygði henni á handriðið. Eiríkur! Hildur! Hún hljóp í faðm hans og þau kysstust lengi. Hann þakti andlií hennar votum kcssum, háls hennar og barm, fór fingrum um hárið og brjóstið. Hún klemmdi aftur augun og læsti nöglunum í herðar hans. Hundurinn horfði nokkra stund á þau og dillaði rófunni, fór síðan í fýlu og sneri frá með laf- andi rófu. Hann glefsaði eftir suðandi fiskiflugum en gafst fljótlega upp á því, hringaði sig milli tveggja þúfna og fór að sofa. Ég hélt þú mundir ekki koma. Ég þóttist vita að hann hefði skroppið frá. Hann fór snemma í morgun uppí fjallavötnin að veiða, sagði hún. Hann bjóst ekki við að koma fyrren seint í kvöld. Við eigum daginn fyrir okkur, sagði hann. Og hvað hefðirðu gert ef hann hefði verið heima? Selt honum eitthvað. Ég er búinn að selja honum dráttarvél en það eru ýms önnur landbúnaðartæki sem hann vantar. Annars er hann mesti búri og tímir varla að ganga í fötum. Ég fæ alltaf hjá honum það sem mig vantar. Hann er örlátur við mig. Það er afþví hann veit að hann mundi missa þig að öðrum kosti. Hann segist elska mig. Mér finnst alltaf skoplegir gamlir sveitakallar sem segjast elska. Þeir eiga að minnsta kosti að þegja um það. Hann talar aldrei um það. Hann horfir bara á mig. Ég veit honum líður illa á nóttinni afþví ég þóknast honum ekki eins oft og hann vill. Það er bara af því hann er boli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.