Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 50

Árbók skálda - 01.12.1956, Blaðsíða 50
48 Ég get ekki farið frá honum. Hann getur ekki verið án mín. En þú hugsar ekki um mig. Það er allt öðru vísi með þig. Þú hefur svo margt annað. En það eina sem hann á, það er ég. Hann hefur engan rétt á öllu lífi þínu, þó hann tæki þig að sér munaðar- lausa og ósjálfbjarga. Hann veit ekki einu sinni hvílíkan dýrgrip hann á. Þú ert einsog hvert annað húsdýr hjá honum. Hann þekkir þig ekki. Það er varla að hann viti að þú sért til. Hann getur fengið hverja sem er til að elda oní sig og sofa hjá sér. Honum væri nákvæmlega sama hver það væri. Skammastu þín, sagði hún og snökti lítillega. Hún hætti að láta vel að honum en hélt höndunum'enn um hálsinn á honum. Fyrirgefðu, sagði hann og kyssti hana mjúklega á gagnaugað. En ég elska þig. Þau þögðu um stund og lágu hreyfingarlaus í ilmandi heyinu, sól var tekið að halla og í fjarska heyrðust gæsir garga. Nokkru síðar sáu þau gæsa- hóp fljúga oddaflug hátt fyrir höfðum þeirra. Eftilvill verð ég frjáls bráðum, hvíslaði hún. Við erum bæði ung. Viltu bíða? Veiztu hvað það er að bíða og vita ekki hvort það verður ár eða eilífð? sagði hann. Hún brosti. Enginn veit betur en ég hvað það er að bíða. Ég geri ekki annað en bíða, bíða eftir þér. Á daginn meðan hann er úti við heyvinnu og ég sýsla í eld- húsinu, á kvöldin þegar hann les blöðin og ég sit við sauma, á nóttunni þegar hann fær mín en hugur minn er fjarri, allan daginn bíð ég. Daga og nætur, vikur og mánuði, ár. Ég bíð eftir að heyra í bílnum þínum, heyra fóta- tak þitt í mölinni á hlaðinu, heyra rödd þína þegar þú nefnir nafn mitt, ég veit hvað það er að bíða. Og þann stutta tíma sem þú ert hjá mér bíð ég þess að þú farir, því ég lifi í stöðugum ótta meðan þú stendur við. Ég bíð eftir þeim degi að ég geti farið frjáls ferða minna án þess að skilja eftir blæð- andi sár. Hægur andvari innanúr dalbotni bærði stráin. Hinum megin árinnar hneggj- aði hestur og var samstundis svarað. Litlir skýhnoðrar höfðu myndazt á vesturhimni. Það var gott að finna kulið leika um hörundið eftir brennandi hita dagsins, kossarnir urðu sætari og ilmurinn sterkari. Eftilvill væri ég löngu farin héðan ef það væri ekki fyrir þig. Einmitt vonin að hitta þig, visaan að sjá þig gerir mér lífið léttbærara og dagarnir líða fljótar. Ég hefði gefizt upp ef ég vissi ekki af þér, hefði gefizt upp ein í fá- sinninu, alein með honum sem elskar mig. Veiztu hvað það er að vera ein alla daga með manni sem aldrei talar en elskar mann brjálað? Að finna vit- fírrt augnaráð hans á líkama sínum? Hann reis upp á olnbogann og horfði í augu henni, blá og djúp og skær. Ef það er ég sem geri þér lífið léttbært hér fæ ég ekki séð hvað hindrar þig í að fara með mér suður, sagði hann. Hún greip handfylli í hár hans og sneri því milli fingra sér. Bíddu rólegur, vinur minn. Sá dagur kemur að ég verð frjáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.