Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 51

Árbók skálda - 01.12.1956, Síða 51
49 Kannski er það einmitt þessi undarlega þrjózka þín sem dregur mig að þér, sagði hann. Það er einsog aldrei sé hægt að eignast þig fyllilega. Einsog þú búir yfir leyndarmáli sem vonlaust er að vita. Einsog hyldjúpt myrkur sem aldrei verður kannað. Hann lagðist í fang henni, þungt og ákveðið, fann til hennar allrar. Hún streittist á móti en gaf síðan upp alla vörn, tók við honum, eggjaði hann, læsti nöglunum í holdið, hvíslaði að honum orðum sem hvorugt heyrði . . . ... þau lágu samhliða og horfðu á skuggann leggjast yfir fjallshlíðina hinum megin dalsins. Golan hjalaði við stráin og nú heyrðu þau niðinn í ánni. Hundurinn sat niðrá túni og horfði til fjalls. Ég vildi ég gæti komið með þér, hvíslaði hún. Alltíeinu rauk hundurinn upp og gelti einsog óður væri. Hann hljóp uppá hól í túninu og horfði enn til fjalls, gelti og hamaðist svo bergmálaði í hlíð- inni. Þau stukku uppúr heyinu. Hann er þó varla kominn, sagði hún óttaslegin. Hann ætlaði ekki að koma fyrren í kvöld. Vertu róleg, sagði hann. Ég skal tala við hann. Hann grunar ekkert. Ég reyni að selja honum snúningavél. Þau skyggndu hönd fyrir auga og reyndu að sjá hvað um var að vera. Þau voru lengi að venjast sólargeislunum sem skinu nú skáhallt á móti þeim. Loksins sáu þau til mannaferða. En það virtust margir í hóp. Hildur beygði sig niður og rótaði heyi í bælið í múganúm. Við skulum ganga heim að bæ, sagði hún og þau gengu í áttina. Hann var góðan spöl á eftir henni. Hún stóð á hlaðinu, hafði hnýtt á sig svuntuna en vissi ekki hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur. Hún forðaðist að horfa á hann svo hann settist á stein á hlaðinu, lagfærði fötin og greiddi sér. Svo kveikti hann í pípu og reykti í mestu makindum. Nú kemur hann með þá alla í kaffi, sagði hún. Ég ætti að fara inn og hafa eitthvað til. En áður en hún hafði komizt inn heyrðu þau fótatak þeirra og sáu þá koma fyrir hornið á hlöðunni. Þeir voru fimm saman og báru þann sjötta á milli sín. Þeir voru fimm veðurbitnir, kýttir og sigggrónir sveitabændur, órakaðir, klædd- ir vaðmáli og khaki, sumir á rosabullum. Þeir voru alvarlegir og niðurlútir á svip einsog strákar sem vita uppá sig skömm. Þeir höfðu útbúið börur úr göngustöfum og segldúkspjötlu, hnýtt allt saman með snærisspottum. Þeir lögðu hann niður á bæjarhellurnar klaufskir og vandvirkir í senn einsog þeir væru að leggja frá sér mjölpoka sem komið var gat á. Svo tóku þeir allir ofan húfurnar og einn þeirra, herðabreiður, hokinn með stórar hendur og svarta skeggrót gekk feti framar og horfði á húsfreyju. Við gerðum allt sem gátum Hildur, sagði hann. Guð er til vitnis um það. Okkur þótti sjálfum eins vænl um hann einsog hann væri bróðir okkar. Við erum líka næstum því bræður og systur, fólkið hér í dalnum. Hildur svaraði engu en gekk að líkinu, laut niður og lyfti rauðdoppótta vasaklútnum sem þeir höfðu bundið yíir andlitið. Hörundið var blátt og þrútið, bólgin tungan þrýsti sér útum annað munnvikið. Þeim hafði ekki tek-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.