Árbók skálda - 01.12.1956, Page 53

Árbók skálda - 01.12.1956, Page 53
51 Hildur, sagði hann Þögn. Hildur, ég ... ég ... ég samhryggist þér ... innilega, sagði hann loksins. Hún hló stuttum hvellum hlátri. Ljúgðu ekki, sagði hún. Ég veit þú ert innst inni glaður. Hann svaraði engu. Ég hélt ég yrði líka glöð, sagði hún. Hann gekk að henni og lagði höndina á öxl henni. Hildur, sagði hann. Nú ertu írjáls. Hún sýndi þess engin merki að hún fyndi fyrir snertingu hans. Ég hélt ég yrði líka glöð, sagði hún. Ég hélt ég yrði frjáls. Ef þú vilt vera ein um stund skal ég koma aftur seinna, sagði hann. Segðu mér hvenær þú vilt að ég komi. Aldrei. Komdu aldrei framar. Nú fyrst er ég fjötruð. Meðan hann lifði vissi hann ekkert, sá ekkert. Nú veit hann allt, sér allt. Hann starir á mig stöðugt og veit allt sem ég hef gert, allt sem ég á eftir að gera. Nú fyrst hefur hann eignazt mig. Hann tók báðum höndum um höfuð hennar en hún var köld og stirð einsog það væri hún sem væri dáin. Það var einsog að koma við marmaramynd. Hildur, ég veit þú átt eftir að koma með mér þegar þú hefur náð þér. Aldrei, sagði hún. Ég veit það. Þú skalt ekki búast við neinu. Ég ræð mér ekki lengur. Það er einsog hann hafi hellt bráðnum málmi inní líkama minn og látið hann storkna þar. Það er hann sjálfur sem er storknaður í mér. Ég get ekki hreyft mig lengur. Hildur, viltu að ég fari? Sem snöggvast sneri hún höfðinu og starði á hann stjörfu augnaráði, taug- ar og vöðvar í hálsinum voru svo þandir að það var einna líkast strengdum snúrum. Og komir aldrei, aldrei framar. Svo sneri hún sér að líkinu á ný. Eiríkur strauk hendinni niður eftir kinn- inni á henni. Það var einsog að strjúka lófanum eftir kaldri dauðri marmara- mynd. Hann stóð upp og gekk útá klaðið. Hundurinn stóð þar, dillaði róf- unni og horfði spyrjandi á manninn. En hann hafði engan tíma til að sinna hundinum, hann steig uppí bílinn og ók hægt niður troðninginn, inná þjóð- veginn og brunaði síðan niður dalinn eftir bugðóttum veginum. London, 30. 11. '56.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.